Brotist inn og íbúðin lögð í rúst: „Maður er svo berskjaldaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 12:18 Andrea Sif Hilmarsdóttir segir að sér finnist sárast að búið var að rústa módelinu sem hú gerði af deiliskipulagi í Reykjanesbæ. Andrea Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um sex leytið í gær tilkynnt að brotist hefði verið inn í íbúð í Berjarima í Grafarvogi og hún lögð í rúst. Andrea Sif Hilmarsdóttir, sem býr í íbúðinni með kærasta sínum og fjögurra ára dóttur þeirra, skrifaði stöðuuppfærslu í Facebookhópinn Íbúar í Grafarvogi þar sem hún biðlar til íbúa að láta sig eða lögreglu vita ef þeir búa yfir vitneskju um innbrotið. Andrea og fjölskylda voru síðast í íbúðinni klukkan eitt í gær en það var þá sem þau keyrðu út á flugvöll til að fara til Kaupmannahafnar. Athugull nágranni Andreu tók eftir því að opið var inn til þeirra. Hann leit inn og var talsvert brugðið þegar hann sá að búið var að leggja íbúðina í rúst. Nágranninn tilkynnti þetta strax til lögreglu.Miklar skemmdir á innanstokksmunum og matur úti um allt „Það var búið að dreifa mat út um allt, allur matur sem leyndist inn í skápunum og ísskápnum, það var bara búið að dreifa honum út um allt; fara með inn í svefnherbergi og upp í rúm og út um allt,“ segir Andrea í samtali við fréttastofu. Búið var að krota á hurð og veggi og rífa ljósmyndir af fjögurra ára dóttur þeirra í tætlur. Það sem vekur furðu er að svo virðist sem engu hafi verið stolið, fyrir utan lyklum að íbúðinni. „Við höfum náttúrulega ekki farið þarna en af myndum að dæma þá virðist ekkert hafa verið tekið og bara munir skemmdir.“ Andrea hefur fengið þær upplýsingar frá lögreglu að fótsporin inn í íbúðinni hafi verið fremur lítil sem bendi þá til þess að skemmdarvargarnir séu ungir að árum. Margra daga vinna farin í súginn „Það sem mér finnst kannski verst, þar sem ég er arkitekt, er að ég var að klára módel af deiliskipulagi í Reykjanesbæ sem var á eldhúsborðinu og var rústað. Þarna var margra daga vinna – dag og nótt – farin á einu bretti.“ Þá segir Andrea að henni þyki virkilega óþægileg tilhugsun að ókunnugir hefðu rótað til inn í svefnherberginu sem eigi að vera griðastaður. „Þeir voru búnir að taka af rúmunum og opna fataskápinn hjá mér. Maður er svo berskjaldaður og það verður örugglega ekki þægilegt að koma heim og leggjast í rúmið sitt,“ segir Andrea sem flýgur heim annað kvöld. Andrea segir að lögreglan hafi engan grunaðan að svo stöddu en málið er áfram í rannsókn. „Þeir voru þarna í allt gærkvöld að rannsaka; taka fingraför og skóför og svo framvegis. Ætli þetta sé ekki bara í ferli hjá þeim í dag.“ Andrea vill koma þeim skilaboðum áleiðis til lesenda að láta sig eða lögreglu vita ef þeir telja sig búa yfir upplýsingum um innbrotið. Þá biðlar hún til foreldra í hverfinu að láta sig vita ef þeir finna lyklakippu með viðarkúlu á og nokkrum lyklum. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um sex leytið í gær tilkynnt að brotist hefði verið inn í íbúð í Berjarima í Grafarvogi og hún lögð í rúst. Andrea Sif Hilmarsdóttir, sem býr í íbúðinni með kærasta sínum og fjögurra ára dóttur þeirra, skrifaði stöðuuppfærslu í Facebookhópinn Íbúar í Grafarvogi þar sem hún biðlar til íbúa að láta sig eða lögreglu vita ef þeir búa yfir vitneskju um innbrotið. Andrea og fjölskylda voru síðast í íbúðinni klukkan eitt í gær en það var þá sem þau keyrðu út á flugvöll til að fara til Kaupmannahafnar. Athugull nágranni Andreu tók eftir því að opið var inn til þeirra. Hann leit inn og var talsvert brugðið þegar hann sá að búið var að leggja íbúðina í rúst. Nágranninn tilkynnti þetta strax til lögreglu.Miklar skemmdir á innanstokksmunum og matur úti um allt „Það var búið að dreifa mat út um allt, allur matur sem leyndist inn í skápunum og ísskápnum, það var bara búið að dreifa honum út um allt; fara með inn í svefnherbergi og upp í rúm og út um allt,“ segir Andrea í samtali við fréttastofu. Búið var að krota á hurð og veggi og rífa ljósmyndir af fjögurra ára dóttur þeirra í tætlur. Það sem vekur furðu er að svo virðist sem engu hafi verið stolið, fyrir utan lyklum að íbúðinni. „Við höfum náttúrulega ekki farið þarna en af myndum að dæma þá virðist ekkert hafa verið tekið og bara munir skemmdir.“ Andrea hefur fengið þær upplýsingar frá lögreglu að fótsporin inn í íbúðinni hafi verið fremur lítil sem bendi þá til þess að skemmdarvargarnir séu ungir að árum. Margra daga vinna farin í súginn „Það sem mér finnst kannski verst, þar sem ég er arkitekt, er að ég var að klára módel af deiliskipulagi í Reykjanesbæ sem var á eldhúsborðinu og var rústað. Þarna var margra daga vinna – dag og nótt – farin á einu bretti.“ Þá segir Andrea að henni þyki virkilega óþægileg tilhugsun að ókunnugir hefðu rótað til inn í svefnherberginu sem eigi að vera griðastaður. „Þeir voru búnir að taka af rúmunum og opna fataskápinn hjá mér. Maður er svo berskjaldaður og það verður örugglega ekki þægilegt að koma heim og leggjast í rúmið sitt,“ segir Andrea sem flýgur heim annað kvöld. Andrea segir að lögreglan hafi engan grunaðan að svo stöddu en málið er áfram í rannsókn. „Þeir voru þarna í allt gærkvöld að rannsaka; taka fingraför og skóför og svo framvegis. Ætli þetta sé ekki bara í ferli hjá þeim í dag.“ Andrea vill koma þeim skilaboðum áleiðis til lesenda að láta sig eða lögreglu vita ef þeir telja sig búa yfir upplýsingum um innbrotið. Þá biðlar hún til foreldra í hverfinu að láta sig vita ef þeir finna lyklakippu með viðarkúlu á og nokkrum lyklum.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira