Hið stjórnlausa kerfi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 30. júlí 2018 09:45 Skipulagsslys er orð sem iðulega er notað til að lýsa því þegar ráðist hefur verið í framkvæmdir sem reynast það gallaðar að augljóslega hefði mátt gera betur og forðast tjónið sem af hlaust. Sjaldnast er orðið þó réttnefni því slys eru ekki skipulögð, þau gerast óvart. Skipulagsslysin eru hins vegar áformuð, undirbúin og jafnvel þvinguð í gegn þrátt fyrir andstöðu og ótal varnaðarorð. Ef skynsemi réði för gæti svo ótal margt verið betra í samfélaginu, hlutir sem hafa veruleg áhrif á umhverfi og lífsgæði landsmanna. Hvernig stendur á því að aftur og aftur virðist engu máli skipta hversu augljósir gallarnir eru, áfram er unnið að skipulagsmistökum eða því að viðhalda meingölluðu fyrirkomulagi? Ekki bara í hinum eiginlegu skipulagsmálum heldur á ótal sviðum stjórnmálanna. Hvernig stendur á því að áfram er unnið að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þrátt fyrir að engin af forsendum ákvörðunarinnar eigi lengur við og bent hafi verið á ótal kosti þess að byggja á nýjum stað Hvernig stendur á því að áfram er unnið að því að rústa því litla svæði sem talist gat „gamli bærinn“ í höfuðborg Íslands og byggja þar risavaxna kassa sem ættu betur heima alls staðar annars staðar? Hvernig stendur á því að stjórnvöld nýta ekki einstakt tækifæri til að endurskipuleggja fjármálakerfi landsins svo það geti virkað í þágu almennings og fyrirtækja á Íslandi? Meginþorri almennings gerir sér grein fyrir að það væri hægt að gera miklu betur á öllum þessum sviðum og ótalmörgum öðrum. Hvers vegna ræður ekki vilji almennings? Hvers vegna virkar lýðræðið ekki? Ástæðan er sú að það skortir pólitíska forystu. Of margir stjórnmálamenn veigra sér við að stjórna. Í stað þess að framkvæma lausnir í samræmi við vilja kjósenda er „kerfinu“ eftirlátið að stjórna sér sjálft og gera hlutina áfram eins. Kerfið er sjaldnast hrifið af breytingum. Það er í eðli þess að halda áfram á sömu braut. Það væri hægt að breyta ótrúlega mörgum hlutum til hins betra ef hinn skynsami meirihluti fengi að ráða (þ.e. lýðræðið). Til þess þurfa stjórnmálamenn bara að þora að taka ákvarðanir og stjórna.Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Skipulagsslys er orð sem iðulega er notað til að lýsa því þegar ráðist hefur verið í framkvæmdir sem reynast það gallaðar að augljóslega hefði mátt gera betur og forðast tjónið sem af hlaust. Sjaldnast er orðið þó réttnefni því slys eru ekki skipulögð, þau gerast óvart. Skipulagsslysin eru hins vegar áformuð, undirbúin og jafnvel þvinguð í gegn þrátt fyrir andstöðu og ótal varnaðarorð. Ef skynsemi réði för gæti svo ótal margt verið betra í samfélaginu, hlutir sem hafa veruleg áhrif á umhverfi og lífsgæði landsmanna. Hvernig stendur á því að aftur og aftur virðist engu máli skipta hversu augljósir gallarnir eru, áfram er unnið að skipulagsmistökum eða því að viðhalda meingölluðu fyrirkomulagi? Ekki bara í hinum eiginlegu skipulagsmálum heldur á ótal sviðum stjórnmálanna. Hvernig stendur á því að áfram er unnið að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þrátt fyrir að engin af forsendum ákvörðunarinnar eigi lengur við og bent hafi verið á ótal kosti þess að byggja á nýjum stað Hvernig stendur á því að áfram er unnið að því að rústa því litla svæði sem talist gat „gamli bærinn“ í höfuðborg Íslands og byggja þar risavaxna kassa sem ættu betur heima alls staðar annars staðar? Hvernig stendur á því að stjórnvöld nýta ekki einstakt tækifæri til að endurskipuleggja fjármálakerfi landsins svo það geti virkað í þágu almennings og fyrirtækja á Íslandi? Meginþorri almennings gerir sér grein fyrir að það væri hægt að gera miklu betur á öllum þessum sviðum og ótalmörgum öðrum. Hvers vegna ræður ekki vilji almennings? Hvers vegna virkar lýðræðið ekki? Ástæðan er sú að það skortir pólitíska forystu. Of margir stjórnmálamenn veigra sér við að stjórna. Í stað þess að framkvæma lausnir í samræmi við vilja kjósenda er „kerfinu“ eftirlátið að stjórna sér sjálft og gera hlutina áfram eins. Kerfið er sjaldnast hrifið af breytingum. Það er í eðli þess að halda áfram á sömu braut. Það væri hægt að breyta ótrúlega mörgum hlutum til hins betra ef hinn skynsami meirihluti fengi að ráða (þ.e. lýðræðið). Til þess þurfa stjórnmálamenn bara að þora að taka ákvarðanir og stjórna.Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar