Burðast með einkenni járnskorts í langan tíma án þess að leita til læknis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2018 11:15 Teitur Guðmundsson, læknir, mælir með því að taka C-vítamín með járntöku til þess að bæta frásog. Vísir Einkenni á borð við almenna þreytu og slappleika gætu verið vegna járnskorts í líkamanum. Teitur Guðmundsson, læknir, segir að þeir sem haldnir eru járnskorti og búa af þeim sökum við skert lífsgæði, geti vanist ástandinu í marga mánuði og jafnvel ár án þess að leita til læknis. Teitur var gestur í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að það sé sérstaklega algengt á meðal eldra fólks því það telji jafnan að þreytan sé liður í hnignun líkamans sökum aldurs. Einkenni járnskorts eru hvimleið og geta verið óljós en fólk „koðnar dálítið niður“ eins og Teitur kemst að orði. Oftast nær dugar að taka blóðprufu og fá úr því skorið hvort viðkomandi sé með blóðskort. Það er jafnframt algengasta blóðprufa sem læknar taka. Teitur segir að þegar fólk bregst vel við meðferð, eins og með inntöku járns, og nær að snúa ástandinu við aukist lífsgæði fólksins til muna. Það fær aukna orku, nýtur lífsins betur og getur komið fleiri verkum í framkvæmd. Það sé því til mikils að vinna að bregðast við þessum einkennum, fyrr en seinna, með því að leita til læknis. Einfaldasta meðferðin er, sem fyrr segir, inntaka járns hvort sem er í fljótandi eða töflu formi en Teitur segir að það sé mikilvægt að taka C-vítamín samhliða járntöku til þess að auka frásog líkamans. Það sé þá einnig skynsamlegt að taka B-vítamín með.Einkenni á borð við almennrar þreytu og slappleika gætu verið vegna járnskorts í líkamanum. Teitur Guðmundsson, læknir, segir að þeir sem haldnir eru járnskorti og búa af þeim sökum við skert lífsgæði, geti vanist ástandinu í marga mánuði og jafnvel ár án þess að leita til læknis.Getty/nordic photoTeitur segir að það séu margar ástæður fyrir járnskorti, hann geti fylgt ákveðnu mataræði sé maður ekki vakandi fyrir járni og B12 gildum líkamans. Þá nefnir Teitur fólk sem er í raun að blæða hægt og rólega vegna bólgueyðandi lyfja. Lyfin geti myndað smásár í þörmunum sem geti þá leitt af sér járnskort. Hann segir að margir sem taki inn slík lyf séu ekki endilega meðvitaðir um mögulegar afleiðingar. Sjúkdómar eins og HIV og krabbamein geta ýtt undir blóðleysi og það sama gildir um langvarandi áfengisneyslu. Þá getur blóðleysi orsakast af því að það vantar B12 í líkamanum, það er þá oft tengt einhverjum sjúkdómum sem hindra B12 frásog. „Í grunninn er tiltölulega auðvelt að greina járnskort en oft er fólk lengi á leiðinni að fá greiningu og lengi að burðast með einkenni sem eru svona aðeins óljós,“ segir Teitur. Sumir eru einhverra hluta vegna í vanda með frásog og geta hreinlega ekki unnið úr efnunum í gegnum meltingarveginn. Það getur orsakast af ástandi ristils-og magaslímhúðar og þá eru til aðrar lausnir eins og járngjöf í æð, blóðgjöf og hormónagjöf til þess að ýta undir framleiðslu. Fyrsta mál á dagskrá, segir Teitur, þegar fólk býr við óútskýrða þreytu er að leita til læknis og fá blóðprufu. Í sumum tilvikum þarf að kafa dýpra og skoða merginn og framleiðslugetu hans. Teitur segir að batahorfur þeirra sem þjást af járnskorti sem taka járn í töfluformi séu góðar. Það geti þó tekið einhverjar vikur eða mánuði að snúa við ástandinu. Auk þessa segir Teitur að skynsamlegt sé að horfa til þess hvaða næringu sé að fá úr fæðunni. Laufgrænmeti, baunir og rautt kjöt séu til að mynda mjög rík af járni.Í myndspilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Teit Guðmundsson, lækni, í Bítinu í heild sinni. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Einkenni á borð við almenna þreytu og slappleika gætu verið vegna járnskorts í líkamanum. Teitur Guðmundsson, læknir, segir að þeir sem haldnir eru járnskorti og búa af þeim sökum við skert lífsgæði, geti vanist ástandinu í marga mánuði og jafnvel ár án þess að leita til læknis. Teitur var gestur í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að það sé sérstaklega algengt á meðal eldra fólks því það telji jafnan að þreytan sé liður í hnignun líkamans sökum aldurs. Einkenni járnskorts eru hvimleið og geta verið óljós en fólk „koðnar dálítið niður“ eins og Teitur kemst að orði. Oftast nær dugar að taka blóðprufu og fá úr því skorið hvort viðkomandi sé með blóðskort. Það er jafnframt algengasta blóðprufa sem læknar taka. Teitur segir að þegar fólk bregst vel við meðferð, eins og með inntöku járns, og nær að snúa ástandinu við aukist lífsgæði fólksins til muna. Það fær aukna orku, nýtur lífsins betur og getur komið fleiri verkum í framkvæmd. Það sé því til mikils að vinna að bregðast við þessum einkennum, fyrr en seinna, með því að leita til læknis. Einfaldasta meðferðin er, sem fyrr segir, inntaka járns hvort sem er í fljótandi eða töflu formi en Teitur segir að það sé mikilvægt að taka C-vítamín samhliða járntöku til þess að auka frásog líkamans. Það sé þá einnig skynsamlegt að taka B-vítamín með.Einkenni á borð við almennrar þreytu og slappleika gætu verið vegna járnskorts í líkamanum. Teitur Guðmundsson, læknir, segir að þeir sem haldnir eru járnskorti og búa af þeim sökum við skert lífsgæði, geti vanist ástandinu í marga mánuði og jafnvel ár án þess að leita til læknis.Getty/nordic photoTeitur segir að það séu margar ástæður fyrir járnskorti, hann geti fylgt ákveðnu mataræði sé maður ekki vakandi fyrir járni og B12 gildum líkamans. Þá nefnir Teitur fólk sem er í raun að blæða hægt og rólega vegna bólgueyðandi lyfja. Lyfin geti myndað smásár í þörmunum sem geti þá leitt af sér járnskort. Hann segir að margir sem taki inn slík lyf séu ekki endilega meðvitaðir um mögulegar afleiðingar. Sjúkdómar eins og HIV og krabbamein geta ýtt undir blóðleysi og það sama gildir um langvarandi áfengisneyslu. Þá getur blóðleysi orsakast af því að það vantar B12 í líkamanum, það er þá oft tengt einhverjum sjúkdómum sem hindra B12 frásog. „Í grunninn er tiltölulega auðvelt að greina járnskort en oft er fólk lengi á leiðinni að fá greiningu og lengi að burðast með einkenni sem eru svona aðeins óljós,“ segir Teitur. Sumir eru einhverra hluta vegna í vanda með frásog og geta hreinlega ekki unnið úr efnunum í gegnum meltingarveginn. Það getur orsakast af ástandi ristils-og magaslímhúðar og þá eru til aðrar lausnir eins og járngjöf í æð, blóðgjöf og hormónagjöf til þess að ýta undir framleiðslu. Fyrsta mál á dagskrá, segir Teitur, þegar fólk býr við óútskýrða þreytu er að leita til læknis og fá blóðprufu. Í sumum tilvikum þarf að kafa dýpra og skoða merginn og framleiðslugetu hans. Teitur segir að batahorfur þeirra sem þjást af járnskorti sem taka járn í töfluformi séu góðar. Það geti þó tekið einhverjar vikur eða mánuði að snúa við ástandinu. Auk þessa segir Teitur að skynsamlegt sé að horfa til þess hvaða næringu sé að fá úr fæðunni. Laufgrænmeti, baunir og rautt kjöt séu til að mynda mjög rík af járni.Í myndspilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Teit Guðmundsson, lækni, í Bítinu í heild sinni.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira