Kláfur upp á Skálafell fer í umhverfismat Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2018 17:47 Útsýnið af Skálafelli yfir höfuðborgina. Vísir/GVA Skipulagsstofnun hefur ákveðið að bygging kláfs á Skálafelli sæti umhverfismati. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. Í gögnum framkvæmdaraðila kemur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir feli í sér uppsetningu kláfs frá núverandi bílastæði við rætur Skálafells og upp á topp fjallsins ásamt þjónustustöðvum við báða enda. Með hliðsjón af umsögnum Reykjavíkurborgar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Veðurstofu Íslands telur Skipulagsstofnun að við fyrirhugaðar framkvæmdir verði eðlisbreyting á þjónustu svæðisins, sem er til að mynda vinsælt skíðasvæði, og ákveðin óvissa sé um umfang framkvæmda og slysahættu. Að mati Skipulagsstofnunar kalla þættir sem falla undir eðli framkvæmdarinnar á að framkvæmdin undirgangist mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 26. ágúst 2018. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má nálgast hér. Fyrst voru fluttar fréttir af fyrirhuguðum kláfi og þjónustumiðstöðvum í kringum hann í fyrra. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ sagði þá í erindi frá Mannviti verkfræðistofu vegna verkefnisins, sem skoðaði möguleika á kláfnum fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur ákveðið að bygging kláfs á Skálafelli sæti umhverfismati. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. Í gögnum framkvæmdaraðila kemur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir feli í sér uppsetningu kláfs frá núverandi bílastæði við rætur Skálafells og upp á topp fjallsins ásamt þjónustustöðvum við báða enda. Með hliðsjón af umsögnum Reykjavíkurborgar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Veðurstofu Íslands telur Skipulagsstofnun að við fyrirhugaðar framkvæmdir verði eðlisbreyting á þjónustu svæðisins, sem er til að mynda vinsælt skíðasvæði, og ákveðin óvissa sé um umfang framkvæmda og slysahættu. Að mati Skipulagsstofnunar kalla þættir sem falla undir eðli framkvæmdarinnar á að framkvæmdin undirgangist mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 26. ágúst 2018. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má nálgast hér. Fyrst voru fluttar fréttir af fyrirhuguðum kláfi og þjónustumiðstöðvum í kringum hann í fyrra. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ sagði þá í erindi frá Mannviti verkfræðistofu vegna verkefnisins, sem skoðaði möguleika á kláfnum fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. 28. ágúst 2017 07:00