Lestrargaldur allt árið Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 26. júlí 2018 07:00 Nú er farið að síga á seinni hluta sumarleyfa nemenda um allt land og ekki seinna vænna að taka sér bók í hönd og hita sig dálítið upp fyrir haustið. Líklegt er að yfir 90% grunnskólanema landsins fari í lesfimipróf í september og þá er gott að vera búinn að æfa sig vel áður en skólinn byrjar því lestrarfærnin, eins og annað sem ekki er þjálfað reglulega, dalar ef lítið eða ekkert er lesið. Ef ekkert hefur verið lesið í þrjá mánuði má reikna með afturför sem því nemur og því eru sumir nemendur ekki búnir að ná fyrri færni aftur fyrr en í nóvember. Fæstir verða glaðir með það að sýna lakari árangur að hausti en að vori svo það er um að gera að spýta í lófana, drífa sig á bókasafnið eða dusta rykið af bókinni sem liggur undir rúmi og byrjað var að lesa. Gott er að lesa í korter á dag og þar sem það eru 96 korter í einum sólarhring verða vonandi fæstir í vandræðum með að finna sér tíma til að lesa. Einnig er gott að lesa fyrstu eða síðustu blaðsíðuna upphátt tvisvar fyrir sjálfan sig á meðan verið er að komast í gang en annars getur hver og einn þjálfað sig eins og honum eða henni líkar best. Lykilatriðið er að lesa og þá er líklegt að allir verði sáttir við frammistöðu sína á lesfimiprófinu í haust. Góð frammistaða á lesfimiprófum ætti þó ekki að vera eina ástæðan fyrir sumarlestri eða lestri allan ársins hring því reglulegur lestur hefur marga kosti í för með sér. Þeir sem eru duglegir að lesa hafa betri málþroska, þeir eru flinkari málnotendur þar sem þeir hafa meiri orðaforða og betri lesskilning en þeir sem lesa lítið eða ekkert. Duglegir lesarar þekkja ritmálið einnig vel og eru því oftast betri í ritun, stafsetningu og málfræði en þeir sem lesa sjaldan. Og þar sem stór hluti náms fer fram í gegnum tungumálið skiptir miklu máli að kunna það vel. Orð eru nefnilega verkfæri hugsunarinnar og sá sem á vel búna verkfærakistu getur byggt flóknari hluti og leyst fjölbreyttari verkefni en sá sem á bara hamar. Svo má ekki gleyma galdri ritmálsins þar sem heimur höfundarins og heimur lesarans mætast. Þar verður til nokkurs konar samtal á forsendum beggja og þegar vel tekst til flytur textinn lesarann á slóðir sem hann þekkir ekki, hann öðlast hlutdeild í reynslu annarra og umburðarlyndi, samhygð og sannleika í veganesti sem endist út lífið. Kostir lestrar eru því óteljandi og því er um að gera að finna nú heppilegt korter til að taka sér bók í hönd!Höfundur er sérfræðingur í læsi hjá Menntamálastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er farið að síga á seinni hluta sumarleyfa nemenda um allt land og ekki seinna vænna að taka sér bók í hönd og hita sig dálítið upp fyrir haustið. Líklegt er að yfir 90% grunnskólanema landsins fari í lesfimipróf í september og þá er gott að vera búinn að æfa sig vel áður en skólinn byrjar því lestrarfærnin, eins og annað sem ekki er þjálfað reglulega, dalar ef lítið eða ekkert er lesið. Ef ekkert hefur verið lesið í þrjá mánuði má reikna með afturför sem því nemur og því eru sumir nemendur ekki búnir að ná fyrri færni aftur fyrr en í nóvember. Fæstir verða glaðir með það að sýna lakari árangur að hausti en að vori svo það er um að gera að spýta í lófana, drífa sig á bókasafnið eða dusta rykið af bókinni sem liggur undir rúmi og byrjað var að lesa. Gott er að lesa í korter á dag og þar sem það eru 96 korter í einum sólarhring verða vonandi fæstir í vandræðum með að finna sér tíma til að lesa. Einnig er gott að lesa fyrstu eða síðustu blaðsíðuna upphátt tvisvar fyrir sjálfan sig á meðan verið er að komast í gang en annars getur hver og einn þjálfað sig eins og honum eða henni líkar best. Lykilatriðið er að lesa og þá er líklegt að allir verði sáttir við frammistöðu sína á lesfimiprófinu í haust. Góð frammistaða á lesfimiprófum ætti þó ekki að vera eina ástæðan fyrir sumarlestri eða lestri allan ársins hring því reglulegur lestur hefur marga kosti í för með sér. Þeir sem eru duglegir að lesa hafa betri málþroska, þeir eru flinkari málnotendur þar sem þeir hafa meiri orðaforða og betri lesskilning en þeir sem lesa lítið eða ekkert. Duglegir lesarar þekkja ritmálið einnig vel og eru því oftast betri í ritun, stafsetningu og málfræði en þeir sem lesa sjaldan. Og þar sem stór hluti náms fer fram í gegnum tungumálið skiptir miklu máli að kunna það vel. Orð eru nefnilega verkfæri hugsunarinnar og sá sem á vel búna verkfærakistu getur byggt flóknari hluti og leyst fjölbreyttari verkefni en sá sem á bara hamar. Svo má ekki gleyma galdri ritmálsins þar sem heimur höfundarins og heimur lesarans mætast. Þar verður til nokkurs konar samtal á forsendum beggja og þegar vel tekst til flytur textinn lesarann á slóðir sem hann þekkir ekki, hann öðlast hlutdeild í reynslu annarra og umburðarlyndi, samhygð og sannleika í veganesti sem endist út lífið. Kostir lestrar eru því óteljandi og því er um að gera að finna nú heppilegt korter til að taka sér bók í hönd!Höfundur er sérfræðingur í læsi hjá Menntamálastofnun
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun