Tíundi nashyrningurinn dauður í kjölfar flutninga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 15:43 Ellefu svartir nashyrningar voru í fyrra fluttir í þjóðgarð í Kenía en aðeins einn þeirra hefur lifað flutningana af. Vísir/getty Nú hafa tíu svartir nashyrningar, af þeim ellefu sem færðir voru í þjóðgarðinn Tsavo East í fyrra, drepist eftir flutningana. Sá tíundi í röðinni drapst á dögunum. Nashyrningastofninn (Diceros Bicornis) er í mikilli hættu og líkur eru á að þeir verði útdauðir ef ekkert verður að gert. Talið er að í heiminum séu færri en 5.500 svartir nashyrningar. Allir eru í Afríku og 750 þeirra í Kenía að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Flutningarnir, sem stjórnvöld í Kenía höfðu frumkvæði að, höfðu það að markmiði að nashyrningarnir fótuðu sig betur og fjölguðu sér í nýjum heimkynnum. Krufningin leiddi í ljós að vatnið í þjóðgarðinum reyndist allt of salt fyrir nashyrningana. Nokkrir af hinum tíu nashyrningum sem færðir voru um set drápust ýmist úr vökvatapi, öndunarfærasýkingu eða magasári.Yfirvöld í Kenía standa frammi fyrir því mikla verkefni að bjarga nashyrningastofninum Diceros Bicornis.vísir/gettyNajib Balala, ráðherra ferðamála, gerði grein fyrir þessu á blaðamannafundi. Hann var verulega gagnrýninn á embættismenn í þessu samhengi og sakaði starfsmenn um að hafa viðhaft vanrækslu og þá hafi þeim láðst að samstilla sig. Upphaflega stóð til að færa fjórtán svarta nashyrninga í þjóðgarðinn en yfirvöld hættu við að flytja þrjá eftir að fyrstu nashyrningarnir tóku að drepast á nýjum stað. Að því er fram kemur á Vísindavefnum er svarti nashyrningurinn talsvert minni en sá hvíti. Þar kemur einnig fram að rannsóknir hafi sýnt að nashyrningar sem búi á ófriðarsvæðum og svæðum þar sem veiðiþjófar eru sífellt á ferð eru mun árásargjarnari en á svæðum þar sem þeir fá að vera í friði. Dýr Kenía Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Nú hafa tíu svartir nashyrningar, af þeim ellefu sem færðir voru í þjóðgarðinn Tsavo East í fyrra, drepist eftir flutningana. Sá tíundi í röðinni drapst á dögunum. Nashyrningastofninn (Diceros Bicornis) er í mikilli hættu og líkur eru á að þeir verði útdauðir ef ekkert verður að gert. Talið er að í heiminum séu færri en 5.500 svartir nashyrningar. Allir eru í Afríku og 750 þeirra í Kenía að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Flutningarnir, sem stjórnvöld í Kenía höfðu frumkvæði að, höfðu það að markmiði að nashyrningarnir fótuðu sig betur og fjölguðu sér í nýjum heimkynnum. Krufningin leiddi í ljós að vatnið í þjóðgarðinum reyndist allt of salt fyrir nashyrningana. Nokkrir af hinum tíu nashyrningum sem færðir voru um set drápust ýmist úr vökvatapi, öndunarfærasýkingu eða magasári.Yfirvöld í Kenía standa frammi fyrir því mikla verkefni að bjarga nashyrningastofninum Diceros Bicornis.vísir/gettyNajib Balala, ráðherra ferðamála, gerði grein fyrir þessu á blaðamannafundi. Hann var verulega gagnrýninn á embættismenn í þessu samhengi og sakaði starfsmenn um að hafa viðhaft vanrækslu og þá hafi þeim láðst að samstilla sig. Upphaflega stóð til að færa fjórtán svarta nashyrninga í þjóðgarðinn en yfirvöld hættu við að flytja þrjá eftir að fyrstu nashyrningarnir tóku að drepast á nýjum stað. Að því er fram kemur á Vísindavefnum er svarti nashyrningurinn talsvert minni en sá hvíti. Þar kemur einnig fram að rannsóknir hafi sýnt að nashyrningar sem búi á ófriðarsvæðum og svæðum þar sem veiðiþjófar eru sífellt á ferð eru mun árásargjarnari en á svæðum þar sem þeir fá að vera í friði.
Dýr Kenía Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira