Baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum enn á borði Skipulagsstofnunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júlí 2018 19:30 Skipulagsstofnun hefur velt því fyrir sér í eitt og hálft ár hvort fyrirhugað sex milljarða króna ferðaþjónustufyrirtæki með stóru baðlóni í Hveradölum þurfi að fara í umhverfismat. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins undrast leshraða starfsmanna stofnunarinnar. Hugmyndir um baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum eru ekki nýjar af nálinni og hefur umræða þess efnis reglulega skoðið upp kollinum.Sveitarfélagið Ölfus auglýsti breytingar á deiliskipulagi á lóð skálans í janúar á síðasta ári en þar koma fram áform eigenda félagsins Hveradalir ehf. um uppbyggingu svæðisins. Að félaginu standa ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line og Heklubyggð ehf. Áætlað var að hefja framkvæmdir hér í Hveradölum síðast liðið vor en deiliskipulag gerir ráð fyrir tvö hundruð og tíu herbergja hóteli hér í Stóra dal ásamt átta þúsund og fimm hundruð fermetra baðlóni. Framkvæmdir geta hins vegar ekki hafist þar sem skipulagsstofnun hefur ekki skilað áliti sínu. Í áliti sínu metur stofnunin hvort framkvæmdin í Hveradölum þurfi að gangast undir umhverfismat. Gögn um framkvæmdina fékk stofnunin fyrir um einu og hálfu ári síðan en ekkert bólar á niðurstöðu.Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri HVeradala ehf.Stöð 2/Björn G. Sigurðsson„Síðustu svör sem við fengum núna í vor, voru þau að það væri búið að skrifa úrskurðinn og að hann væri í yfirlestri og maðurinn er enn að lesa,“ sagði Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem vinnu að uppbyggingunni. Þær upplýsingar fengust hjá Skipulagsstofnun í dag að úrvinnsla málsins hafi reynst umfangsmeiri en gert var ráð fyrir og að von sé á niðurstöðu í fyrsta lagi eftir Verslunarmannahelgi. Töluverðar breytingar verða á svæðinu ná hugmyndirnar fram að ganga. Stóri Dalur sem stendur við hlið skíðaskálans verður nær allur undirlagður undir starfsemina. „Þetta lón verður með jarðvatni, sem er neðanjarðar vatn, þetta er ekkert líkt við vatn sem er í sundlaugum. Þetta verður svona svipað eða sambærilegt eins og er í Jarðböðunum á Mývatni. Þórir segir þó ekki ólíklegt að framkvæmdum yrði skipt upp í áfanga. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu upp á sex milljarða þá er stórt svæði undir sem spannar fimmtíu hektara. Það er hægt að skipta þessu verkefni niður. Það yrði miklu lægri tala að fara bara í lónið,“ segir Þórir. Skíðaskálinn á staðnum hefur ekki verið í rekstri undan farin ár en fyrstu merki þess að ferðaþjónusta byggist upp á þessum stað munu koma í ljós í skálanum á næstu dögum. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við erum búnir að endurbyggja Skíðaskálann að innan og sækja um þau leyfi sem til þarf og við eigum von á því að fá hér leyfisbréfið bara í næstu viku eða þar næstu og þá verður Skíðaskálinn opnaður sem kaffihús,“ segir Þórir.Stóri Dalur í Hveradölum þar sem áformað er að byggja upp 8500 fm. baðlón og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ferðamennska á Íslandi Skipulag Sundlaugar Tengdar fréttir Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur velt því fyrir sér í eitt og hálft ár hvort fyrirhugað sex milljarða króna ferðaþjónustufyrirtæki með stóru baðlóni í Hveradölum þurfi að fara í umhverfismat. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins undrast leshraða starfsmanna stofnunarinnar. Hugmyndir um baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum eru ekki nýjar af nálinni og hefur umræða þess efnis reglulega skoðið upp kollinum.Sveitarfélagið Ölfus auglýsti breytingar á deiliskipulagi á lóð skálans í janúar á síðasta ári en þar koma fram áform eigenda félagsins Hveradalir ehf. um uppbyggingu svæðisins. Að félaginu standa ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line og Heklubyggð ehf. Áætlað var að hefja framkvæmdir hér í Hveradölum síðast liðið vor en deiliskipulag gerir ráð fyrir tvö hundruð og tíu herbergja hóteli hér í Stóra dal ásamt átta þúsund og fimm hundruð fermetra baðlóni. Framkvæmdir geta hins vegar ekki hafist þar sem skipulagsstofnun hefur ekki skilað áliti sínu. Í áliti sínu metur stofnunin hvort framkvæmdin í Hveradölum þurfi að gangast undir umhverfismat. Gögn um framkvæmdina fékk stofnunin fyrir um einu og hálfu ári síðan en ekkert bólar á niðurstöðu.Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri HVeradala ehf.Stöð 2/Björn G. Sigurðsson„Síðustu svör sem við fengum núna í vor, voru þau að það væri búið að skrifa úrskurðinn og að hann væri í yfirlestri og maðurinn er enn að lesa,“ sagði Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem vinnu að uppbyggingunni. Þær upplýsingar fengust hjá Skipulagsstofnun í dag að úrvinnsla málsins hafi reynst umfangsmeiri en gert var ráð fyrir og að von sé á niðurstöðu í fyrsta lagi eftir Verslunarmannahelgi. Töluverðar breytingar verða á svæðinu ná hugmyndirnar fram að ganga. Stóri Dalur sem stendur við hlið skíðaskálans verður nær allur undirlagður undir starfsemina. „Þetta lón verður með jarðvatni, sem er neðanjarðar vatn, þetta er ekkert líkt við vatn sem er í sundlaugum. Þetta verður svona svipað eða sambærilegt eins og er í Jarðböðunum á Mývatni. Þórir segir þó ekki ólíklegt að framkvæmdum yrði skipt upp í áfanga. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu upp á sex milljarða þá er stórt svæði undir sem spannar fimmtíu hektara. Það er hægt að skipta þessu verkefni niður. Það yrði miklu lægri tala að fara bara í lónið,“ segir Þórir. Skíðaskálinn á staðnum hefur ekki verið í rekstri undan farin ár en fyrstu merki þess að ferðaþjónusta byggist upp á þessum stað munu koma í ljós í skálanum á næstu dögum. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við erum búnir að endurbyggja Skíðaskálann að innan og sækja um þau leyfi sem til þarf og við eigum von á því að fá hér leyfisbréfið bara í næstu viku eða þar næstu og þá verður Skíðaskálinn opnaður sem kaffihús,“ segir Þórir.Stóri Dalur í Hveradölum þar sem áformað er að byggja upp 8500 fm. baðlón og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Sundlaugar Tengdar fréttir Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00