Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2018 15:15 Katrín Jakobsdóttir er á leið til Brussel. Fréttablaðið/Ernir Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á. Hún ætlar að bjóða ICAN-samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra til afvopnunarráðstefnu NATO í Reykjavík í haust. Tveggja daga leiðtogafundur NATO ríkjanna hefst í Brussel á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður fyrsti forsætisráðherra lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum til að sækja fund sem þennan. „Já það er auðvitað sérstakt að einhverju leyti því að mín hreyfing, Vinstri hreyfingin grænt framboð,er auðvitað eina stjórnmálahreyfing landsins sem er á móti aðild okkar að NATO. En við hins vegar störfum í þessari ríkisstjórn og fylgjum þeirri stefnu sem hefur verið samþykkt á Alþingi. Þjóðaröryggisstefnu þar sem aðildin er grundvöllur, einn af hornsteinum þeirrar stefnu,” segir Katrín.Þó nokkur hiti var á fundi G7-ríkjanna fyrr á árinu og er líklegt að svipað verði uppi á teningnum á leiðtogafundi NATO.Vísir/GettyHún muni hins vegar nýta tækifærið og mæla fyrir þeirri stefnu sem Ísland hafi staðið fyrir á alþjóðavettvangi. „Friðsamlegum lausnum í átökum. Ég mun ræða öryggismál út frá þessum breiða grunni. Ekki síst út frá netöryggi og loftlagsvá. Síðan mun ég nota tækifærið og funda með ICAN samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra og bjóða þeim hingað til lands á afvopnunarráðstefnu sem íslensk stjórnvöld munu halda fyrir hönd NATO í haust,” segir Katrín. Katrín reiknar ekki með mörgum tvíhliða fundum enda sé mikil pólitísk spenna innan margra aðildarríkjanna þar sem Ísland spili ekki stórt hlutverk. Frá því hún tók við embætti forsætisráðherra hefur Katrín heimsótt Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Emmanuel Macron forseta Frakklands.Heldur þú að það komi stund þar sem þú getur talað við Bandaríkjaforseta í eina eða tvær mínútur?„Það er svo að það er reynt auðvitað að fá ýmsa tvíhliða fundi. En þeir verða ekki margir á þessum fundi. Það liggur fyrir að fundurinn er mjög þéttur. Það er erfitt að fá slíka tvíhliða fundi með einstökum þjóðarleiðtogum. Þannig að ég á ekki von á mörgum slíkum fundum. Það er líka ljóst að það er mjög mikil spenna í lofti fyrir þennan fund. Þarna verða til umræðu aukin framlög. Bandaríkin hafa verið að gera kröfu um aukin framlög annarra ríkja til varnarmála inni í þessu samstarfi. Þannig að það er spenna vegna þess. En það er líka ljóst að ýmsir þjóðarleiðtogar standa í stórræðum á sínum heimavelli þannig að þetta verður ákveðin óvissuferð,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á. Hún ætlar að bjóða ICAN-samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra til afvopnunarráðstefnu NATO í Reykjavík í haust. Tveggja daga leiðtogafundur NATO ríkjanna hefst í Brussel á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður fyrsti forsætisráðherra lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum til að sækja fund sem þennan. „Já það er auðvitað sérstakt að einhverju leyti því að mín hreyfing, Vinstri hreyfingin grænt framboð,er auðvitað eina stjórnmálahreyfing landsins sem er á móti aðild okkar að NATO. En við hins vegar störfum í þessari ríkisstjórn og fylgjum þeirri stefnu sem hefur verið samþykkt á Alþingi. Þjóðaröryggisstefnu þar sem aðildin er grundvöllur, einn af hornsteinum þeirrar stefnu,” segir Katrín.Þó nokkur hiti var á fundi G7-ríkjanna fyrr á árinu og er líklegt að svipað verði uppi á teningnum á leiðtogafundi NATO.Vísir/GettyHún muni hins vegar nýta tækifærið og mæla fyrir þeirri stefnu sem Ísland hafi staðið fyrir á alþjóðavettvangi. „Friðsamlegum lausnum í átökum. Ég mun ræða öryggismál út frá þessum breiða grunni. Ekki síst út frá netöryggi og loftlagsvá. Síðan mun ég nota tækifærið og funda með ICAN samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra og bjóða þeim hingað til lands á afvopnunarráðstefnu sem íslensk stjórnvöld munu halda fyrir hönd NATO í haust,” segir Katrín. Katrín reiknar ekki með mörgum tvíhliða fundum enda sé mikil pólitísk spenna innan margra aðildarríkjanna þar sem Ísland spili ekki stórt hlutverk. Frá því hún tók við embætti forsætisráðherra hefur Katrín heimsótt Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Emmanuel Macron forseta Frakklands.Heldur þú að það komi stund þar sem þú getur talað við Bandaríkjaforseta í eina eða tvær mínútur?„Það er svo að það er reynt auðvitað að fá ýmsa tvíhliða fundi. En þeir verða ekki margir á þessum fundi. Það liggur fyrir að fundurinn er mjög þéttur. Það er erfitt að fá slíka tvíhliða fundi með einstökum þjóðarleiðtogum. Þannig að ég á ekki von á mörgum slíkum fundum. Það er líka ljóst að það er mjög mikil spenna í lofti fyrir þennan fund. Þarna verða til umræðu aukin framlög. Bandaríkin hafa verið að gera kröfu um aukin framlög annarra ríkja til varnarmála inni í þessu samstarfi. Þannig að það er spenna vegna þess. En það er líka ljóst að ýmsir þjóðarleiðtogar standa í stórræðum á sínum heimavelli þannig að þetta verður ákveðin óvissuferð,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30
Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57