Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Helgi Vífill Júlíusson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Félag Þorsteins Más Baldvinssonar er stærsti eigandi Traðarhyrnu. Vísir Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. Samkvæmt ársreikningi fjárfesti Traðarhyrna fyrir 1,7 milljarða króna í flugfélaginu og er markaðsvirði bréfanna nú um einn milljarður króna. Félagið skuldaði tæplega 250 milljónir króna við kaupin og var eiginfjárhlutfallið 86 prósent á þeim tíma. Miðað við sömu skuldsetningu er eiginfjárhlutfallið nú um 80 prósent. Eftir afkomuviðvörun Icelandair Group við upphaf árs í fyrra féllu bréfin um 25 prósent og Kvika banki setti saman hóp fjárfesta sem fjárfesti í flugfélaginu. Hlutabréfin höfðu þá lækkað um 60 prósent frá hátindi vorið 2016 fram að miðjum febrúar. Skömmu síðar var efnt til aðalfundar Icelandair Group og Ómar Benediktsson, hluthafi í Traðarhyrnu, kjörinn varaformaður stjórnar.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hluthafar Traðarhyrnu eru fjórtán. Stærsti hluthafinn, með 20 prósent, er Traðarsteinn í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fyrrverandi eiginkonu hans. Fjórir hluthafar eiga 10,5 prósent. Um er að ræða NT í eigu fyrrnefnds Ómars, Snæból í eigu Finns Reyrs Stefánssonar og eiginkonu, Gana í eigu Tómasar Kristjánssonar, N4A í eigu Þóris Alberts Kristinssonar og Kvika banki. S9 í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Skúla Mogensen athafnamanns, á 5,6 prósent líkt og Q44 sem er í eigu fjölskyldu Magnúsar Kristinssonar. Eiríkur Ingvar Þorgeirsson augnlæknir á 4,6 prósent í eigin nafni. Þrír hluthafar eiga 3,5 prósenta hlut: Þeir eru Konkrít í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, forstjóra ÞG Verks, og eiginkonu hans, Langhlaup í eigu Óttars Þórarinssonar, fyrrverandi hluthafa í FoodCo, og fagfjárfestasjóðurinn Mylla undir stjórn Júpíters, sjóðsstýringar Kviku. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. Samkvæmt ársreikningi fjárfesti Traðarhyrna fyrir 1,7 milljarða króna í flugfélaginu og er markaðsvirði bréfanna nú um einn milljarður króna. Félagið skuldaði tæplega 250 milljónir króna við kaupin og var eiginfjárhlutfallið 86 prósent á þeim tíma. Miðað við sömu skuldsetningu er eiginfjárhlutfallið nú um 80 prósent. Eftir afkomuviðvörun Icelandair Group við upphaf árs í fyrra féllu bréfin um 25 prósent og Kvika banki setti saman hóp fjárfesta sem fjárfesti í flugfélaginu. Hlutabréfin höfðu þá lækkað um 60 prósent frá hátindi vorið 2016 fram að miðjum febrúar. Skömmu síðar var efnt til aðalfundar Icelandair Group og Ómar Benediktsson, hluthafi í Traðarhyrnu, kjörinn varaformaður stjórnar.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hluthafar Traðarhyrnu eru fjórtán. Stærsti hluthafinn, með 20 prósent, er Traðarsteinn í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fyrrverandi eiginkonu hans. Fjórir hluthafar eiga 10,5 prósent. Um er að ræða NT í eigu fyrrnefnds Ómars, Snæból í eigu Finns Reyrs Stefánssonar og eiginkonu, Gana í eigu Tómasar Kristjánssonar, N4A í eigu Þóris Alberts Kristinssonar og Kvika banki. S9 í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Skúla Mogensen athafnamanns, á 5,6 prósent líkt og Q44 sem er í eigu fjölskyldu Magnúsar Kristinssonar. Eiríkur Ingvar Þorgeirsson augnlæknir á 4,6 prósent í eigin nafni. Þrír hluthafar eiga 3,5 prósenta hlut: Þeir eru Konkrít í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, forstjóra ÞG Verks, og eiginkonu hans, Langhlaup í eigu Óttars Þórarinssonar, fyrrverandi hluthafa í FoodCo, og fagfjárfestasjóðurinn Mylla undir stjórn Júpíters, sjóðsstýringar Kviku.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11
Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
„Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00