Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2018 13:19 Katrín er mætt í nýjar höfuðstöðvar NATO í Brussel. Vísir/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. Hún segist meðal annars ætla að tala um afvopnunarmál í ávarpi sínu og minnir á að á fundi NATO árið 2010 hafi verið samþykkt ályktun um að stefna bæri að afvopnun. Þá segir forsætisráðherra mikla óvissu ríkja um fundinn og hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti muni segja á fundinum. Katrín reiknar með að nokkrar umræður verði um framlög einstakra NATO ríkja til varnamála en nokkur ríki hefðu nú þegar aukið framlög sín frá því á síðasta ári. Það kom fram hjá Trump á morgunverðarfundi með Jens Stoltenber framkvæmdastjóra NATO í morgun að önnur ríki en Bandaríkin hefðu aukið framlög sín um 40 milljarða dollara frá síðasta ári en hann teldi það ekki nóg.Katrín stillti sér upp fyrir ljósmyndara með kollegum sínum.Vísir/GettyKatrín sagði við fréttamenn fyrir fundinn að miðað við yfirlýsingar manna mætti reikna með heitum umræðum á fundi leiðtoganna. Hún teldi gagnrýni Trump hins vegar ekki sanngjarna og þá væri nauðsynlegt að ræða önnur mál en útgjöld til varnarmála. Vísaði hún meðal annars til orða Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í þeim efnum, eftir að fulltrúar ES Bog NATO skrifuðu undir samkomulag í morgun um aukna hernaðarsamvinnu. Þá biðlaði hann til Bandaríkjamanna um að virða bandamenn sína af verðleikum. „Þegar upp er staðið eigið þið ekki svo marga,” sagði Tusk „Ég tel að það þurfi einnig að ræða afvopnun og aðrar ógnir en beinar hernaðarlegar ógnir eins og loftlagsmál. Þann að ég tel að innan NATO eigi líka að tala um ýmsa aðra ógn sem steðjar að bandalagsríkjunum," sagði Katrín. Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. Hún segist meðal annars ætla að tala um afvopnunarmál í ávarpi sínu og minnir á að á fundi NATO árið 2010 hafi verið samþykkt ályktun um að stefna bæri að afvopnun. Þá segir forsætisráðherra mikla óvissu ríkja um fundinn og hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti muni segja á fundinum. Katrín reiknar með að nokkrar umræður verði um framlög einstakra NATO ríkja til varnamála en nokkur ríki hefðu nú þegar aukið framlög sín frá því á síðasta ári. Það kom fram hjá Trump á morgunverðarfundi með Jens Stoltenber framkvæmdastjóra NATO í morgun að önnur ríki en Bandaríkin hefðu aukið framlög sín um 40 milljarða dollara frá síðasta ári en hann teldi það ekki nóg.Katrín stillti sér upp fyrir ljósmyndara með kollegum sínum.Vísir/GettyKatrín sagði við fréttamenn fyrir fundinn að miðað við yfirlýsingar manna mætti reikna með heitum umræðum á fundi leiðtoganna. Hún teldi gagnrýni Trump hins vegar ekki sanngjarna og þá væri nauðsynlegt að ræða önnur mál en útgjöld til varnarmála. Vísaði hún meðal annars til orða Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í þeim efnum, eftir að fulltrúar ES Bog NATO skrifuðu undir samkomulag í morgun um aukna hernaðarsamvinnu. Þá biðlaði hann til Bandaríkjamanna um að virða bandamenn sína af verðleikum. „Þegar upp er staðið eigið þið ekki svo marga,” sagði Tusk „Ég tel að það þurfi einnig að ræða afvopnun og aðrar ógnir en beinar hernaðarlegar ógnir eins og loftlagsmál. Þann að ég tel að innan NATO eigi líka að tala um ýmsa aðra ógn sem steðjar að bandalagsríkjunum," sagði Katrín.
Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03
Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41