Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Icelandair verður rekið nálægt núlli í ár að mati IFS. Fréttablaðið/Anton Brink Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Greinendur IFS telja jafnframt „umdeilanlegt“ af hverju félagið hafi ekki lækkað afkomuspá sína eftir birtingu uppgjörs fyrir fyrsta fjórðung ársins í apríl síðastliðnum. Minna hafi verið um bókanir í apríl í ár en í fyrra og það sama megi segja um maímánuð. Þeir benda enn fremur á að félagið hafi sent frá sér afkomuviðvörun síðasta sunnudag þrátt fyrir að félagið hafi skilað uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri sagði að hefði verið „í takt við áætlanir“.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA félagsins verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári, en áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. Gengi hlutabréfanna hríðféll um fjórðung daginn eftir að félagið sendi frá sér viðvörunina. Í afkomuspá IFS er gert ráð fyrir að Icelandair Group skili EBITDA upp á 128,2 milljónir dala á þessu ári. Sérfræðingar IFS telja að 10,4 milljóna dala tap verði á rekstri ferðaþjónustufélagsins á öðrum ársfjórðungi en til samanburðar nam hagnaður félagsins 10,7 milljónum dala á sama tímabili í fyrra. Þeir spá því að afkoman verði rétt við núllið, nánar tiltekið jákvæð um 0,1 milljón dala, á árinu borið saman við 40,5 milljóna dala hagnað á síðasta ári. Mestu munar um aukinn rekstrarkostnað en IFS telur að hann vaxi um allt að 14 prósent á þessu ári og verði um 1.420 milljónir dala. Icelandair Group mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 31. júlí. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Greinendur IFS telja jafnframt „umdeilanlegt“ af hverju félagið hafi ekki lækkað afkomuspá sína eftir birtingu uppgjörs fyrir fyrsta fjórðung ársins í apríl síðastliðnum. Minna hafi verið um bókanir í apríl í ár en í fyrra og það sama megi segja um maímánuð. Þeir benda enn fremur á að félagið hafi sent frá sér afkomuviðvörun síðasta sunnudag þrátt fyrir að félagið hafi skilað uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri sagði að hefði verið „í takt við áætlanir“.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA félagsins verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári, en áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. Gengi hlutabréfanna hríðféll um fjórðung daginn eftir að félagið sendi frá sér viðvörunina. Í afkomuspá IFS er gert ráð fyrir að Icelandair Group skili EBITDA upp á 128,2 milljónir dala á þessu ári. Sérfræðingar IFS telja að 10,4 milljóna dala tap verði á rekstri ferðaþjónustufélagsins á öðrum ársfjórðungi en til samanburðar nam hagnaður félagsins 10,7 milljónum dala á sama tímabili í fyrra. Þeir spá því að afkoman verði rétt við núllið, nánar tiltekið jákvæð um 0,1 milljón dala, á árinu borið saman við 40,5 milljóna dala hagnað á síðasta ári. Mestu munar um aukinn rekstrarkostnað en IFS telur að hann vaxi um allt að 14 prósent á þessu ári og verði um 1.420 milljónir dala. Icelandair Group mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 31. júlí.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00
„Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00