Ísland setur jafnrétti og málefni hinsegin fólks á oddinn Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2018 20:41 Réttindi kvenna og hinsegin fólks verða framarlega á dagskrá Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland var kjörið í ráðið í dag. Utanríkisráðherra segir að þótt oft þurfi að gera málamiðlanir innan alþjóðastofnana verði enginn afsláttur gefinn af stefnu Íslendinga í mannréttindamálum. Ísland var kjörið í mannréttindaráðið með miklum meirihluta atkvæða eða hundrað sjötíu og tveimur, fimm þjóðir sátu hjá og Frakkland fékk eitt atkvæði. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar vakti kátínu fulltrúa í ráðinu sem óskuðu Íslandi til hamingju með dúndrandi lófaklappi. En hingað til hefur Ísland aðeins verið áheyrnarfulltrúi í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að fáþennan breiða stuðning. Þetta sé æðsta staða sem Íslendingum hafi hlotnast á alþjóðavettvangi.Hvaðaáhrif getaÍslendingar haftímannréttindamálumí þessari stöðu?„Það að við fáum þennan breiða stuðning kemur ekki fram í neinu tómarúmi. Það er út af því hvernig við höfum gengið fram í mannréttindamálum, bæði heima og sömuleiðis málflutningur okkar og starf á erlendum vettvangi,“ segir Guðlaugur Þór sem var á fundinum í New York í dag. Íslendingar geti lagt sitt fram með því að ganga á undan með góðu fordæmi og vera í forystu alls staðar sem færi gefist fyrir bættum mannréttindum.Hvaða mál eruþaðhelst semÍslendingar munu setjaáoddinníráðinu?„Við höfum barist fyrir, ekki bara þarna heldur annars staðar, sérstaklega fyrir jafnréttismálum, málefnum hinsegin fólks. Þegar kemur hins vegar að mannréttindaráðinu höfum við verið gagnrýnin áýmislegt sem þar er til staðar. Til dæmis höfum við gagnrýnt þau ríki sem eru í mannréttindaráðinu núna og eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum,“ segir utanríkisráðherra. Til að mynda hafi Íslendingar og hann persónulega íávarpi hjá ráðinu gagnrýnt stefnu Filipseyja í fíkniefnamálum og Saudi Arabíu í jafnréttismálum. Þá hafi Íslendingar einnig gagnrýnt sitthvaðí starfsemi ráðsins. „Það er betra að við tökum samtalið heldur en ekki. En stóra einstaka málið er það auðvitað að menn setji mannréttindamálin ofar íþeim löndum þar sem er vanþörf á.“Þannig að þaðer ekki veriðaðtala um aðmeð þvíaðfaraþarna inn og meðalþessaraþjóða muniÍslendingar gefa einhvern afsláttámannréttindum?„Við munum aldrei gefa neinn afslátt á okkur gildum. Það verður eftir því tekið hvernig okkur tekst til á þessum 18 mánuðum. Og ef okkur tekst vel til sem ég er sannfærður um að verði þá mun það auka líkurnar áþví að við fáum aukin verkefni á komandi árum og áratugum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Réttindi kvenna og hinsegin fólks verða framarlega á dagskrá Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland var kjörið í ráðið í dag. Utanríkisráðherra segir að þótt oft þurfi að gera málamiðlanir innan alþjóðastofnana verði enginn afsláttur gefinn af stefnu Íslendinga í mannréttindamálum. Ísland var kjörið í mannréttindaráðið með miklum meirihluta atkvæða eða hundrað sjötíu og tveimur, fimm þjóðir sátu hjá og Frakkland fékk eitt atkvæði. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar vakti kátínu fulltrúa í ráðinu sem óskuðu Íslandi til hamingju með dúndrandi lófaklappi. En hingað til hefur Ísland aðeins verið áheyrnarfulltrúi í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að fáþennan breiða stuðning. Þetta sé æðsta staða sem Íslendingum hafi hlotnast á alþjóðavettvangi.Hvaðaáhrif getaÍslendingar haftímannréttindamálumí þessari stöðu?„Það að við fáum þennan breiða stuðning kemur ekki fram í neinu tómarúmi. Það er út af því hvernig við höfum gengið fram í mannréttindamálum, bæði heima og sömuleiðis málflutningur okkar og starf á erlendum vettvangi,“ segir Guðlaugur Þór sem var á fundinum í New York í dag. Íslendingar geti lagt sitt fram með því að ganga á undan með góðu fordæmi og vera í forystu alls staðar sem færi gefist fyrir bættum mannréttindum.Hvaða mál eruþaðhelst semÍslendingar munu setjaáoddinníráðinu?„Við höfum barist fyrir, ekki bara þarna heldur annars staðar, sérstaklega fyrir jafnréttismálum, málefnum hinsegin fólks. Þegar kemur hins vegar að mannréttindaráðinu höfum við verið gagnrýnin áýmislegt sem þar er til staðar. Til dæmis höfum við gagnrýnt þau ríki sem eru í mannréttindaráðinu núna og eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum,“ segir utanríkisráðherra. Til að mynda hafi Íslendingar og hann persónulega íávarpi hjá ráðinu gagnrýnt stefnu Filipseyja í fíkniefnamálum og Saudi Arabíu í jafnréttismálum. Þá hafi Íslendingar einnig gagnrýnt sitthvaðí starfsemi ráðsins. „Það er betra að við tökum samtalið heldur en ekki. En stóra einstaka málið er það auðvitað að menn setji mannréttindamálin ofar íþeim löndum þar sem er vanþörf á.“Þannig að þaðer ekki veriðaðtala um aðmeð þvíaðfaraþarna inn og meðalþessaraþjóða muniÍslendingar gefa einhvern afsláttámannréttindum?„Við munum aldrei gefa neinn afslátt á okkur gildum. Það verður eftir því tekið hvernig okkur tekst til á þessum 18 mánuðum. Og ef okkur tekst vel til sem ég er sannfærður um að verði þá mun það auka líkurnar áþví að við fáum aukin verkefni á komandi árum og áratugum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira