Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn: „Þetta er orðið hluti af leiknum í dag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2018 15:52 Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn. pjetur Sigurðsson Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn. Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn en veitingastaðurinn stendur ská á móti vellinum. Samningurinn er til tveggja ára, út þetta tímabil og næsta. Völlurinn, sem stendur við Glerárgötu, er í eigu Akureyrarbæjar en KA gerði rekstrarsamning við bæinn og mun sjá um allan rekstur til ársins 2022 og er því frjálst að breyta nafninu. Styrkurinn frá Greifanum rennur til liða innan KA sem spila á vellinum en það er einkum meistaradeild karla.Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segist vera meðvitaður um að Akureyringum gæti þótt breytingin erfið en bætir við að það sé orðið viðtekin venja að nefna íþróttavelli og hallir í höfuðið á helstu styrktaraðilum. Það sé af sem áður var þegar íþróttafélög hafi „fengið eitthvað fyrir ekkert“. „Við erum að sjá rótgróna velli eins og Hlíðarenda verða að Origo vellinum og KR heimilið verða að DHL höllinni og svo framvegis. Þetta er liður í því að fjármagna okkar rekstur og bærinn er örugglega guðs lifandi feginn ef við getum gert eitthvað svona til að þurfa ekki að banka upp á hjá þeim og biðja um einhverjar krónur og aura,“ segir Sævar sem bætir við að þetta sé „bara orðinn „business“ hvort sem manni líki það betur eða verr“. Hann segir að nafni Greifans sé komið á framfæri á öllum viðburðum sem tengjast vellinum með þessu móti. „Það er ákveðið „value“ sem við höfum og þeir vilja borga fyrir og fá,“ segir Sævar. Sævar segir að KA sé í viðræðum við Akureyrarbæ um að færa keppnisaðstöðuna „upp á brekku“ eins og Akureyringar kalla svæðið. Stjórn KA vonast til þess að nýtt mannvirki verði byggt upp á næstu árum á KA svæðinu. Fari stjórnin þá leið að nefna völl eða KA-heimilið í höfuðið á tilteknum styrktaraðila þá segir Sævar að það verði passað upp á jafna skiptingu fjármagnsins hvað varðar íþróttir, flokka og kyn. „Maður sér alveg eftir gömlu nöfnunum, að fara í heimsókn á Hlíðarenda eða á Akureyrarvöll eða hvernig sem það er en þetta er orðið hluti af leiknum í dag.“ Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn. Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn en veitingastaðurinn stendur ská á móti vellinum. Samningurinn er til tveggja ára, út þetta tímabil og næsta. Völlurinn, sem stendur við Glerárgötu, er í eigu Akureyrarbæjar en KA gerði rekstrarsamning við bæinn og mun sjá um allan rekstur til ársins 2022 og er því frjálst að breyta nafninu. Styrkurinn frá Greifanum rennur til liða innan KA sem spila á vellinum en það er einkum meistaradeild karla.Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segist vera meðvitaður um að Akureyringum gæti þótt breytingin erfið en bætir við að það sé orðið viðtekin venja að nefna íþróttavelli og hallir í höfuðið á helstu styrktaraðilum. Það sé af sem áður var þegar íþróttafélög hafi „fengið eitthvað fyrir ekkert“. „Við erum að sjá rótgróna velli eins og Hlíðarenda verða að Origo vellinum og KR heimilið verða að DHL höllinni og svo framvegis. Þetta er liður í því að fjármagna okkar rekstur og bærinn er örugglega guðs lifandi feginn ef við getum gert eitthvað svona til að þurfa ekki að banka upp á hjá þeim og biðja um einhverjar krónur og aura,“ segir Sævar sem bætir við að þetta sé „bara orðinn „business“ hvort sem manni líki það betur eða verr“. Hann segir að nafni Greifans sé komið á framfæri á öllum viðburðum sem tengjast vellinum með þessu móti. „Það er ákveðið „value“ sem við höfum og þeir vilja borga fyrir og fá,“ segir Sævar. Sævar segir að KA sé í viðræðum við Akureyrarbæ um að færa keppnisaðstöðuna „upp á brekku“ eins og Akureyringar kalla svæðið. Stjórn KA vonast til þess að nýtt mannvirki verði byggt upp á næstu árum á KA svæðinu. Fari stjórnin þá leið að nefna völl eða KA-heimilið í höfuðið á tilteknum styrktaraðila þá segir Sævar að það verði passað upp á jafna skiptingu fjármagnsins hvað varðar íþróttir, flokka og kyn. „Maður sér alveg eftir gömlu nöfnunum, að fara í heimsókn á Hlíðarenda eða á Akureyrarvöll eða hvernig sem það er en þetta er orðið hluti af leiknum í dag.“
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira