Funda um innflytjendamálin í kvöld Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2018 14:05 Angela Merkel fundar með Horst Seehofer og Angelu Nahle, leiðtoga Jafnaðarmanna, í kvöld. Vísir/EPA Ekkert samkomulag virðist sem stendur í sjónmáli hjá þýsku ríkisstjórnarflokkunum um innflytjendamálin. Leiðtogar flokka Kristlegra demókrata, CDU og CSU, og Jafnaðarmanna (SDU) koma saman til fundar í Berlín í kvöld til að ræða hugmyndir CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU um að komið verði á fót sérstökum viðkomustöðvum fyrir hælisleitendur í landinu.Times greini frá þessu. Merkel og innanríkisráðherrann í ríkisstjórn hennar og leiðtogi CSU, Horst Seehofer, náðu samkomulagi fyrr í vikunni eftir að Seehofer hafði boðist til að segja af sér embætti. Seehofer og hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp mun harðari stefnu í innflytjendamálum þar sem heimilt yrði að vísa flóttafólki frá við landamærin. Merkel hafði hins vegar talað um nauðsyn samevrópskrar lausnar. CDU og CSU náðu samkomulagi eftir miklar samningaviðræður og þurfa flokkarnir nú að reyna að sannfæra fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins um ágæti samkomulagsins. Það gengur út á að hælisleitendur sem áður hafa verið skráðir í öðru aðildarríki ESB verði sendir í sérstakar búðir eða miðstöðvar við landamærin áður en þeir eru sendir aftur til þess ríkis sem um ræðir. Innan raða Jafnaðarmannaflokksins furða sumir sig á áframhaldandi veru Seehofer í ríkisstjórninni. „Að hann sé yfir höfuð enn ráðherra ber einungis merki um sífellt veikari stöðu Angelu Merkel,“ segir Thomas Oppermann, einn leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins og varaforseti þýska þingsins, í samtali við Redaktionsnetzwerk Deutschland. Seehofer fundaði með Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í hádeginu og Merkel með Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, til að ræða málefni flóttafólks í álfunni, en þeir Kurz og Orban hafa báðir talað fyrir harðri stefnu sinnar stjórnar og ESB í málaflokknum. Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi. 3. júlí 2018 08:37 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Ekkert samkomulag virðist sem stendur í sjónmáli hjá þýsku ríkisstjórnarflokkunum um innflytjendamálin. Leiðtogar flokka Kristlegra demókrata, CDU og CSU, og Jafnaðarmanna (SDU) koma saman til fundar í Berlín í kvöld til að ræða hugmyndir CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU um að komið verði á fót sérstökum viðkomustöðvum fyrir hælisleitendur í landinu.Times greini frá þessu. Merkel og innanríkisráðherrann í ríkisstjórn hennar og leiðtogi CSU, Horst Seehofer, náðu samkomulagi fyrr í vikunni eftir að Seehofer hafði boðist til að segja af sér embætti. Seehofer og hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp mun harðari stefnu í innflytjendamálum þar sem heimilt yrði að vísa flóttafólki frá við landamærin. Merkel hafði hins vegar talað um nauðsyn samevrópskrar lausnar. CDU og CSU náðu samkomulagi eftir miklar samningaviðræður og þurfa flokkarnir nú að reyna að sannfæra fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins um ágæti samkomulagsins. Það gengur út á að hælisleitendur sem áður hafa verið skráðir í öðru aðildarríki ESB verði sendir í sérstakar búðir eða miðstöðvar við landamærin áður en þeir eru sendir aftur til þess ríkis sem um ræðir. Innan raða Jafnaðarmannaflokksins furða sumir sig á áframhaldandi veru Seehofer í ríkisstjórninni. „Að hann sé yfir höfuð enn ráðherra ber einungis merki um sífellt veikari stöðu Angelu Merkel,“ segir Thomas Oppermann, einn leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins og varaforseti þýska þingsins, í samtali við Redaktionsnetzwerk Deutschland. Seehofer fundaði með Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í hádeginu og Merkel með Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, til að ræða málefni flóttafólks í álfunni, en þeir Kurz og Orban hafa báðir talað fyrir harðri stefnu sinnar stjórnar og ESB í málaflokknum.
Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi. 3. júlí 2018 08:37 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42
Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45
Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi. 3. júlí 2018 08:37