Trump forðast Lundúnir í opinberri heimsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2018 16:44 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ætlar nær algerlega að forðast höfuðborg Bretlands þegar hann kemur til landsins í næstu viku í opinbera heimsókn. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ætlar nær algerlega að forðast höfuðborg Bretlands þegar hann kemur til landsins í næstu viku í opinbera heimsókn. Þannig mun hann aðeins dvelja eina nótt í Lundúnum, nóttina sem hann kemur til landsins. Með þessu móti forðast hann fjöldamótmæli sem boðað hefur verið til í höfuðborginni vegna heimsóknarinnar. Rúmlega 50.000 manns hafa boðað komu sína á mótmælin og gert er ráð fyrir að þau verði stærst á föstudeginum. Að sögn skipuleggjenda ætlar fólk að fylkja liði í Lundúnum og láta í ljós óánægju sína með meðferð hans á innflytjendum í Bandaríkjunum, með vísan til umdeildrar stefnu hans í innflytjendamálum „ekkert umburðarlyndi“. Þá eru margir mótmælendanna gagnrýnir á Bandaríkjaforseta og segja hann vera haldinn kynþáttafordómum og karlrembu. Skipuleggjendur hafa hlotið öll tilskilin leyfi til þess að fljúga risavaxinni Trump-blöðru þar sem hann lítur út eins og smábarn yfir Lundúnir þegar hann kemur til borgarinnar.Skipuleggjendur mótmælanna hafa fengið öll tilskilin leyfi fyrir blöðrunni.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 milljón króna til þess að búa til helíum fígúru sem þeir segja að tákni persónu Trump sem sé eins og reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendur. Í stað þess að dvelja í Lundúnum hyggst Trump halda sig í öruggri fjarlægð á landsbyggðinni. Í heimsókninni er gert ráð fyrir að Trump ræði við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hann hefur einnig verið boðaður á fund Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsor-kastalanum og þá hefur Trump einnig verið boðið til kvöldverðar að heimili fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Winstons Churchill. Trump ætlar að dvelja í Skotlandi um helgina. Nánar verður greint frá ferðum forsetans um Skotland þegar nær dregur að sögn talsmanna hans. Donald Trump Tengdar fréttir Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku 5. júlí 2018 23:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ætlar nær algerlega að forðast höfuðborg Bretlands þegar hann kemur til landsins í næstu viku í opinbera heimsókn. Þannig mun hann aðeins dvelja eina nótt í Lundúnum, nóttina sem hann kemur til landsins. Með þessu móti forðast hann fjöldamótmæli sem boðað hefur verið til í höfuðborginni vegna heimsóknarinnar. Rúmlega 50.000 manns hafa boðað komu sína á mótmælin og gert er ráð fyrir að þau verði stærst á föstudeginum. Að sögn skipuleggjenda ætlar fólk að fylkja liði í Lundúnum og láta í ljós óánægju sína með meðferð hans á innflytjendum í Bandaríkjunum, með vísan til umdeildrar stefnu hans í innflytjendamálum „ekkert umburðarlyndi“. Þá eru margir mótmælendanna gagnrýnir á Bandaríkjaforseta og segja hann vera haldinn kynþáttafordómum og karlrembu. Skipuleggjendur hafa hlotið öll tilskilin leyfi til þess að fljúga risavaxinni Trump-blöðru þar sem hann lítur út eins og smábarn yfir Lundúnir þegar hann kemur til borgarinnar.Skipuleggjendur mótmælanna hafa fengið öll tilskilin leyfi fyrir blöðrunni.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 milljón króna til þess að búa til helíum fígúru sem þeir segja að tákni persónu Trump sem sé eins og reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendur. Í stað þess að dvelja í Lundúnum hyggst Trump halda sig í öruggri fjarlægð á landsbyggðinni. Í heimsókninni er gert ráð fyrir að Trump ræði við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hann hefur einnig verið boðaður á fund Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsor-kastalanum og þá hefur Trump einnig verið boðið til kvöldverðar að heimili fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Winstons Churchill. Trump ætlar að dvelja í Skotlandi um helgina. Nánar verður greint frá ferðum forsetans um Skotland þegar nær dregur að sögn talsmanna hans.
Donald Trump Tengdar fréttir Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku 5. júlí 2018 23:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku 5. júlí 2018 23:30