Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 14:45 Utanaðkomandi var vísað frá svæðinu þegar björgunaraðgerðirnar hófust. Vísir/EPA Fjórum drengjum af tólf var bjargað úr Tham Luang-hellunum í norðurhluta Taílands í aðgerðum kafara sem stóðu yfir í hátt í hálfan sólahring í dag. Aðgerðirnar gengu hraðar en búist hafði verið við en átta drengir og þjálfari þeirra eru enn í hellinum þar sem þeir hafa verið fastir í tvær vikur. Aðgerðum er lokið í bili en verður haldið áfram á morgun. Alþjóðlegur hópur kafara lagði af stað inn í hellana kl. 10 í morgun að staðartíma, kl. 3 í nótt að íslenskum tíma. Búist var við því að það tæki ellefu tíma að ná hverjum dreng út og að aðgerðirnar gætu tekið nokkra daga. Fréttir bárust hins vegar af því að fyrstu drengirnir væru komnir upp á yfirborðið um tveimur klukkustundum áður en búist var við því að það gæti gerst í fyrsta lagi. Svo virðist sem að aðstæður í hellunum hafi verið betri en talið var. Ákveðið hafði verið að ráðast í aðgerðirnar nú vegna þess að vatnsborðið í hellunum hafði fallið nokkuð frá því að flóðavatn festi hópinn inni. Spáð er úrhellisrigningu í vikunni við upphaf monsúntímabilsins og því sögðu yfirmenn aðgerðanna að þeir væru í keppni við vatnið um að ná drengjunum út. Yfirmaður aðgerðanna sagði á blaðamannafundi að drengirnir fjórir væru við góða heilsu og að aðgerðirnar hefðu gengið vel. Drengirnir fjórir eru allir komnir á sjúkrahús. Alls hafi níutíu kafarar tekið þátt í þeim, fimmtíu erlendir og fjörutíu taílenskir. Kafararnir hafa leitt drengina í gegnum myrkrið og þröngar glufur. Tveir kafarar fylgdu hverjum dreng en hver þeirra fékk súrefnisgrímu yfir allt andlitið. Boðaði yfirmaður aðgerðanna tíu til tuttugu klukkustunda hlé á þeim, meðal annars vegna þess að súrefnisbirgðirnar hefðu klárast. Til stendur að hefja þær aftur kl. 8 að staðartíma á morgun, kl. 1 í nótt að íslenskum tíma.
Fjórum drengjum af tólf var bjargað úr Tham Luang-hellunum í norðurhluta Taílands í aðgerðum kafara sem stóðu yfir í hátt í hálfan sólahring í dag. Aðgerðirnar gengu hraðar en búist hafði verið við en átta drengir og þjálfari þeirra eru enn í hellinum þar sem þeir hafa verið fastir í tvær vikur. Aðgerðum er lokið í bili en verður haldið áfram á morgun. Alþjóðlegur hópur kafara lagði af stað inn í hellana kl. 10 í morgun að staðartíma, kl. 3 í nótt að íslenskum tíma. Búist var við því að það tæki ellefu tíma að ná hverjum dreng út og að aðgerðirnar gætu tekið nokkra daga. Fréttir bárust hins vegar af því að fyrstu drengirnir væru komnir upp á yfirborðið um tveimur klukkustundum áður en búist var við því að það gæti gerst í fyrsta lagi. Svo virðist sem að aðstæður í hellunum hafi verið betri en talið var. Ákveðið hafði verið að ráðast í aðgerðirnar nú vegna þess að vatnsborðið í hellunum hafði fallið nokkuð frá því að flóðavatn festi hópinn inni. Spáð er úrhellisrigningu í vikunni við upphaf monsúntímabilsins og því sögðu yfirmenn aðgerðanna að þeir væru í keppni við vatnið um að ná drengjunum út. Yfirmaður aðgerðanna sagði á blaðamannafundi að drengirnir fjórir væru við góða heilsu og að aðgerðirnar hefðu gengið vel. Drengirnir fjórir eru allir komnir á sjúkrahús. Alls hafi níutíu kafarar tekið þátt í þeim, fimmtíu erlendir og fjörutíu taílenskir. Kafararnir hafa leitt drengina í gegnum myrkrið og þröngar glufur. Tveir kafarar fylgdu hverjum dreng en hver þeirra fékk súrefnisgrímu yfir allt andlitið. Boðaði yfirmaður aðgerðanna tíu til tuttugu klukkustunda hlé á þeim, meðal annars vegna þess að súrefnisbirgðirnar hefðu klárast. Til stendur að hefja þær aftur kl. 8 að staðartíma á morgun, kl. 1 í nótt að íslenskum tíma.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira