New York í mál við Bandaríkjastjórn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2018 14:06 New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Vísir/getty New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá ákvörðuninni á vef borgarinnar. Cuomo er verulega gagnrýninn á stjórnvöld fyrir harðneskjulega framgöngu í garð innflytjenda við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó en ný stefna í innflytjendamálum sem ber heitir „ekkert umburðarlyndi“ felur í sér að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið.Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í flóttamannabúðum við landamærin.Vísir/EPACuomo byggir málsóknina á grundvelli þess að Bandaríkjastjórn brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra barna og foreldra sem hafa verið aðskilin við landamærin. Hann segist vita til þess að um sjötíu börn séu vistuð á ríkisreknum stofnunum víðs vegar um New York ríki og talið er að þeim muni fjölga. New York ríki höfði málið til þess að tryggja heilsu og velferð barnanna. Á vef New York ríkis gerir ríkisstjórinn grein fyrir ákvörðuninni. Hann segir að Trump-stjórnin sýni af sér alvarlegan siðferðisbrest með nýju stefnunni og að framfylgd hennar sé í raun mannlegur harmleikur. „Það skal ekki líðast að yfirvöld brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti barna og foreldra þeirra. New York-ríki mun beita sér í þeirra þágu og höfða mál til þess að stöðva þessa harðvítugu og úthugsuðu árás á samfélög innflytjenda og binda enda á þessa miskunnarlausu stefnu í eitt skipti fyrir allt.“The Trump administration's policy to tear apart families is a moral failing and a human tragedy. We will not tolerate the Constitutional rights of children and their parents being violated by our federal government. This heartless policy must end once and for all.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 19, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá ákvörðuninni á vef borgarinnar. Cuomo er verulega gagnrýninn á stjórnvöld fyrir harðneskjulega framgöngu í garð innflytjenda við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó en ný stefna í innflytjendamálum sem ber heitir „ekkert umburðarlyndi“ felur í sér að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið.Sum börnin hafa þurft að dvelja vikum saman í flóttamannabúðum við landamærin.Vísir/EPACuomo byggir málsóknina á grundvelli þess að Bandaríkjastjórn brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra barna og foreldra sem hafa verið aðskilin við landamærin. Hann segist vita til þess að um sjötíu börn séu vistuð á ríkisreknum stofnunum víðs vegar um New York ríki og talið er að þeim muni fjölga. New York ríki höfði málið til þess að tryggja heilsu og velferð barnanna. Á vef New York ríkis gerir ríkisstjórinn grein fyrir ákvörðuninni. Hann segir að Trump-stjórnin sýni af sér alvarlegan siðferðisbrest með nýju stefnunni og að framfylgd hennar sé í raun mannlegur harmleikur. „Það skal ekki líðast að yfirvöld brjóti á stjórnarskrárvörðum rétti barna og foreldra þeirra. New York-ríki mun beita sér í þeirra þágu og höfða mál til þess að stöðva þessa harðvítugu og úthugsuðu árás á samfélög innflytjenda og binda enda á þessa miskunnarlausu stefnu í eitt skipti fyrir allt.“The Trump administration's policy to tear apart families is a moral failing and a human tragedy. We will not tolerate the Constitutional rights of children and their parents being violated by our federal government. This heartless policy must end once and for all.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 19, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24
Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30
Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28
Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51