Áhrifamáttur ljósmynda: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlku við landamærin Margrét Helga Erlingsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 23. júní 2018 00:27 Ljósmyndin sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur víða vakið athygli. Vísir/Getty Mynd af tveggja ára grátandi stúlku við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna hefur vakið athygli víða um heim og hefur orðið eins konar táknmynd fyrir hina harðneskjulegu innflytjendastefnu „ekkert umburðarlyndi“. Fleiri en 2.300 börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðan stefnan var tekin upp. Þrátt fyrir að stúlkan á myndinni sé jafnan notuð við fréttir sem fjalla um aðskilnað barna og foreldra sem koma ólöglega til Bandaríkjanna þá var það ekki raunin í þessu tilviki. Myndin er vissulega tekin við erfiðar aðstæður og við landamærin en mæðgurnar voru ekki aðskildar heldur dvelja þær saman í landamærabúðum í Texas. John Moore, fréttaljósmyndari fyrir Getty Images, tók myndina og sagði frá því sem fyrir augu bar þegar hún var tekin. Móðir stúlkunnar, Sandra Sanchez, var nýbúin að gefa dóttur sinni brjóst og var beðin um að setja hana niður rétt á meðan að landamæravörður leitaði á henni og þá hafi myndin verið tekin. Mæðgurnar eru saman í landamærabúðum í Texas og bíða þar eftir hæli. Mæðgurnar eru frá Hondúras. Í samtali við Reuters segir faðir stelpunnar, Denis Valera, að hún sé orðin einskonar táknmynd fyrir þá aðskilnaðarstefnu sem Bandaríkin framfylgja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Myndin hafi jafnvel orðið til þess að hreyfa við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Það nístir inn að beini að sjá það sem hún upplifði akkúrat á þessu augnabliki“ segir Dennis Valera. Tímaritið TIME notaði myndina á nýjustu forsíðu sinni þar sem stelpunni er telft á móti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Áhrifamáttur myndarinnar hefur auk þess orðið til þess að háar fjárhæðir hafa safnast í sjóði til styrktar innflytjendum.Forsíðan þykir áhrifarík.Vísir/TimesForsíða Time hefur einnig vakið mikla athygli. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45 Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira
Mynd af tveggja ára grátandi stúlku við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna hefur vakið athygli víða um heim og hefur orðið eins konar táknmynd fyrir hina harðneskjulegu innflytjendastefnu „ekkert umburðarlyndi“. Fleiri en 2.300 börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum síðan stefnan var tekin upp. Þrátt fyrir að stúlkan á myndinni sé jafnan notuð við fréttir sem fjalla um aðskilnað barna og foreldra sem koma ólöglega til Bandaríkjanna þá var það ekki raunin í þessu tilviki. Myndin er vissulega tekin við erfiðar aðstæður og við landamærin en mæðgurnar voru ekki aðskildar heldur dvelja þær saman í landamærabúðum í Texas. John Moore, fréttaljósmyndari fyrir Getty Images, tók myndina og sagði frá því sem fyrir augu bar þegar hún var tekin. Móðir stúlkunnar, Sandra Sanchez, var nýbúin að gefa dóttur sinni brjóst og var beðin um að setja hana niður rétt á meðan að landamæravörður leitaði á henni og þá hafi myndin verið tekin. Mæðgurnar eru saman í landamærabúðum í Texas og bíða þar eftir hæli. Mæðgurnar eru frá Hondúras. Í samtali við Reuters segir faðir stelpunnar, Denis Valera, að hún sé orðin einskonar táknmynd fyrir þá aðskilnaðarstefnu sem Bandaríkin framfylgja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Myndin hafi jafnvel orðið til þess að hreyfa við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Það nístir inn að beini að sjá það sem hún upplifði akkúrat á þessu augnabliki“ segir Dennis Valera. Tímaritið TIME notaði myndina á nýjustu forsíðu sinni þar sem stelpunni er telft á móti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Áhrifamáttur myndarinnar hefur auk þess orðið til þess að háar fjárhæðir hafa safnast í sjóði til styrktar innflytjendum.Forsíðan þykir áhrifarík.Vísir/TimesForsíða Time hefur einnig vakið mikla athygli.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45 Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira
Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45
Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00