Má bjóða þér meiri árangur? Eða ertu bara góð(ur)? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 25. júní 2018 08:28 Hvernig gengur, alltaf brjálað að gera? Þú mætir kannski þörfum markaðarins með þinni vöru eða þjónustu, viðskiptavinirnir eru ánægðir, eða hvað? Kannski er ekki gott svar. „Þeir eru allavega enn að kaupa af okkur, þeir kvarta ekki en það er orðið svolítið langt síðan við heyrðum í þeim.“ Það að vera með „kannski“ ánægða viðskiptavini á ekki að teljast ásættanlegt en er ekki verri byrjunarreitur en hver annar til að reima á sig takkaskóna og hefja alvöru sókn. Getur þú gert betur, tengst viðskiptavinum þínum sterkari böndum? Er viðskiptasambandið sterkt og mun það halda þegar nýr samkeppnisaðili mætir á svæðið? Langflest fyrirtæki geta gert betur og flest okkar sækjast eftir meiri árangri, hvernig svo sem árangurinn er skilgreindur. Meiri sala, aukin markaðshlutdeild, hærri framlegð, minni starfsmannavelta, betra orðspor? Góður grunnur er að vera með það á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur, því lykilatriði er að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúinn í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess, og þaðan sambandið við viðskiptavininn.Og þú ert? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina sitt vörumerki frá öðrum, það er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum. Stendur þitt merki fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir einkennum með keppinautum? Reynir vörumerkið að vera allt í öllu, hresst, vinalegt, töff, fyndið, alvarlegt, formfast? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljósið í gegnum öll samskipti við markaðinn.Hefur þú tíma fyrir þetta? Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir og ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir þig mestu máli? Þú þarft ekki að vera allt fyrir alla. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni og geta náð því fram með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað. Hver er ástæðan fyrir því að þínir viðskiptavinir kjósa að skipta við þig?Er þetta ekki bara allt eins? Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem þinn markhópur skilgreinir sem mikilvæga eða verðmæta. Við sem lifum og hrærumst í heimi viðskipta höfum flest það markmið að ná til okkar markhóps (þú veist hver hann er, er það ekki?) og tryggja það að hann eigi við okkur viðskipti – ekki samkeppnisaðilann. Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Hann er grunnurinn að öllu samtali. Ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur og hvaða gildi standa að baki er auðveldara fyrir alla að hlaupa í sömu átt og spila sama leik. Þú skalt því vinna heimavinnuna þína og nálgast viðskiptavini þína með þeirri vissu að þú hafir eitthvað einstakt og aðlaðandi fram að færa. Bjóddu markhópnum þínum á stefnumót og sjáðu hvort úr því verði ekki gott langtímasamband. En eins og í tilhugalífinu í raunheimum er ekki nóg að vera bara töfrandi á fyrsta stefnumóti, sambandið þarf áfram að vera gott þegar brúðkaupsafmælunum fjölgar. Því þegar kemur að ánægju í viðskiptasamböndum, er „kannski“ ekki gott svar.Höfundur er markaðsstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hvernig gengur, alltaf brjálað að gera? Þú mætir kannski þörfum markaðarins með þinni vöru eða þjónustu, viðskiptavinirnir eru ánægðir, eða hvað? Kannski er ekki gott svar. „Þeir eru allavega enn að kaupa af okkur, þeir kvarta ekki en það er orðið svolítið langt síðan við heyrðum í þeim.“ Það að vera með „kannski“ ánægða viðskiptavini á ekki að teljast ásættanlegt en er ekki verri byrjunarreitur en hver annar til að reima á sig takkaskóna og hefja alvöru sókn. Getur þú gert betur, tengst viðskiptavinum þínum sterkari böndum? Er viðskiptasambandið sterkt og mun það halda þegar nýr samkeppnisaðili mætir á svæðið? Langflest fyrirtæki geta gert betur og flest okkar sækjast eftir meiri árangri, hvernig svo sem árangurinn er skilgreindur. Meiri sala, aukin markaðshlutdeild, hærri framlegð, minni starfsmannavelta, betra orðspor? Góður grunnur er að vera með það á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur, því lykilatriði er að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúinn í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess, og þaðan sambandið við viðskiptavininn.Og þú ert? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina sitt vörumerki frá öðrum, það er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum. Stendur þitt merki fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir einkennum með keppinautum? Reynir vörumerkið að vera allt í öllu, hresst, vinalegt, töff, fyndið, alvarlegt, formfast? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljósið í gegnum öll samskipti við markaðinn.Hefur þú tíma fyrir þetta? Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir og ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir þig mestu máli? Þú þarft ekki að vera allt fyrir alla. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni og geta náð því fram með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað. Hver er ástæðan fyrir því að þínir viðskiptavinir kjósa að skipta við þig?Er þetta ekki bara allt eins? Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem þinn markhópur skilgreinir sem mikilvæga eða verðmæta. Við sem lifum og hrærumst í heimi viðskipta höfum flest það markmið að ná til okkar markhóps (þú veist hver hann er, er það ekki?) og tryggja það að hann eigi við okkur viðskipti – ekki samkeppnisaðilann. Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Hann er grunnurinn að öllu samtali. Ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur og hvaða gildi standa að baki er auðveldara fyrir alla að hlaupa í sömu átt og spila sama leik. Þú skalt því vinna heimavinnuna þína og nálgast viðskiptavini þína með þeirri vissu að þú hafir eitthvað einstakt og aðlaðandi fram að færa. Bjóddu markhópnum þínum á stefnumót og sjáðu hvort úr því verði ekki gott langtímasamband. En eins og í tilhugalífinu í raunheimum er ekki nóg að vera bara töfrandi á fyrsta stefnumóti, sambandið þarf áfram að vera gott þegar brúðkaupsafmælunum fjölgar. Því þegar kemur að ánægju í viðskiptasamböndum, er „kannski“ ekki gott svar.Höfundur er markaðsstjóri
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun