David Lynch leiðréttir fréttaflutning um stuðning sinn við Trump Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. júní 2018 16:15 Kvikmyndir leikstjórans David Lynch þykja súrrealískar og óræðar. Gárungar hafa gantast með að nú hafi Donald Trump tekist að láta leikstjórann útskýra eitthvað í fyrsta skipti á sínum ferli. Vísir/Getty Leikstjórinn David Lynch sendi frá sér tilkynningu, sem beint var að Donald Trump Bandaríkjaforseta, á Facebook síðu sinni í gær. Tekur hann fram að tilvitnun í sig hafi verið tekin úr samhengi, og hann sjái Trump ekki verða einn merkasta Bandaríkjaforseta allra tíma eins og horfurnar eru í dag. Forsagan er að í ítarlegu viðtali The Guardian við Lynch, var hann spurður út í tilfinningar sínar gagnvart Trump, og svaraði að hann „hefði burðina til að verða minnst sem einn merkasti Bandaríkjaforseti allra tíma“ vegna þess að hann hafi sett embættið í svo mikla upplausn. Vantraust til hefðbundinna þjóðarleiðtoga voru að einhverju leyti kveikjan að þessum ummælum. Lynch telur sig ekki pólitískan mann en studdi þó Bernie Sanders í síðustu forsetakosningum og er frjálslyndur. Hann vill helst hafa sem fæst lög og reglur, að undanskildum umferðarreglum, sem honum þykja mikilvægar. Miðillinn Breitbart News sagði frá þessum hluta viðtalsins og gerir mikið úr stuðningi Lynch við forsetann. Forsetinn tístglaði deildi þeirri frétt í kjölfarið.“Director David Lynch: Trump Could Go Down as One of the Greatest Presidents” https://t.co/AcgnIZNh6e — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018Þá taldi Lynch sig knúinn til að útskýra ummæli sín. Hann beinir orðum sínum að Trump sjálfum þegar hann segir að ef hann heldur áfram eins og hann hefur verið, muni hann ekki fá tækifæri til þess að vera skráður á spjöld sögunnar sem merkur forseti. „Þú skapar sundurleitni og vansæld,“ bætir hann við og hvetur forsetann til að snúa fleyinu við og leiða með ást og náungavirðingu í fararbroddi. Færsluna má sjá í heild hér að neðan. Í áðurnefndu viðtali við The Guardian fór Lynch um víðan völl, þvertók eins og áður fyrir að útskýra kvikmyndir sínar að nokkru leyti, sem og nýju Twin Peaks seríuna. Helsta umræðuefnið var ný 577 blaðsíðna sjálfsævisöguleg bók hans, Room to Dream, sem lýsir sjálfri sér sem frásögn atburða án útskýringar á merkingu þeirra. Donald Trump Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Leikstjórinn David Lynch sendi frá sér tilkynningu, sem beint var að Donald Trump Bandaríkjaforseta, á Facebook síðu sinni í gær. Tekur hann fram að tilvitnun í sig hafi verið tekin úr samhengi, og hann sjái Trump ekki verða einn merkasta Bandaríkjaforseta allra tíma eins og horfurnar eru í dag. Forsagan er að í ítarlegu viðtali The Guardian við Lynch, var hann spurður út í tilfinningar sínar gagnvart Trump, og svaraði að hann „hefði burðina til að verða minnst sem einn merkasti Bandaríkjaforseti allra tíma“ vegna þess að hann hafi sett embættið í svo mikla upplausn. Vantraust til hefðbundinna þjóðarleiðtoga voru að einhverju leyti kveikjan að þessum ummælum. Lynch telur sig ekki pólitískan mann en studdi þó Bernie Sanders í síðustu forsetakosningum og er frjálslyndur. Hann vill helst hafa sem fæst lög og reglur, að undanskildum umferðarreglum, sem honum þykja mikilvægar. Miðillinn Breitbart News sagði frá þessum hluta viðtalsins og gerir mikið úr stuðningi Lynch við forsetann. Forsetinn tístglaði deildi þeirri frétt í kjölfarið.“Director David Lynch: Trump Could Go Down as One of the Greatest Presidents” https://t.co/AcgnIZNh6e — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018Þá taldi Lynch sig knúinn til að útskýra ummæli sín. Hann beinir orðum sínum að Trump sjálfum þegar hann segir að ef hann heldur áfram eins og hann hefur verið, muni hann ekki fá tækifæri til þess að vera skráður á spjöld sögunnar sem merkur forseti. „Þú skapar sundurleitni og vansæld,“ bætir hann við og hvetur forsetann til að snúa fleyinu við og leiða með ást og náungavirðingu í fararbroddi. Færsluna má sjá í heild hér að neðan. Í áðurnefndu viðtali við The Guardian fór Lynch um víðan völl, þvertók eins og áður fyrir að útskýra kvikmyndir sínar að nokkru leyti, sem og nýju Twin Peaks seríuna. Helsta umræðuefnið var ný 577 blaðsíðna sjálfsævisöguleg bók hans, Room to Dream, sem lýsir sjálfri sér sem frásögn atburða án útskýringar á merkingu þeirra.
Donald Trump Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira