Ferðamenn heita ábyrgri hegðun Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Jóhannes Þór Skúlason og Inga Hlín Pálsdóttir skrifa 28. júní 2018 07:00 Síðasta sumar hófu Íslandsstofa og samstarfsaðilar í íslenskri ferðaþjónustu herferð sem hvatti ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Heitið, sem gengur undir nafninu „The Icelandic Pledge“, nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að bera virðingu fyrir náttúrunni, skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, eða koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir; að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland og reiðubúinn öllum veðrum.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVið teljum að það hafi jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna að vinna slíkt heit og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Nú þegar hafa yfir 30.000 manns strengt heitið og koma þau frá yfir 100 löndum. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að heita þess að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis bæði hjá fjölmiðlum sem og öðrum áfangastöðum með tilliti til sjálfbærni. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku virkan þátt í framkvæmd verkefnisins í fyrra og vonum við að sami áhugi sé í sumar. Isavia mun m.a. hafa stóran hnapp í komusal á flugvellinum þar sem ferðamenn geta unnið heitið strax við komuna til landsins og Landsbjörg mun dreifa yfir 3.000 heitum um landið til ferðamanna.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá ÍslandsstofuÍ ár viljum við sérstaklega hvetja öll þau fyrirtæki sem taka þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu með Festu og Íslenska ferðaklasanum að taka þátt ásamt öllum öðrum sem hafa áhuga. Það er gert með því að deila heitinu á samfélagsmiðlum og vefmiðlum ásamt því að hafa það sýnilegt fyrir gestum og viðskiptavinum með sérstökum borðspjöldum sem dreift verður. Við óskum ykkur góðs ferðasumars!Höfundar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta sumar hófu Íslandsstofa og samstarfsaðilar í íslenskri ferðaþjónustu herferð sem hvatti ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Heitið, sem gengur undir nafninu „The Icelandic Pledge“, nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að bera virðingu fyrir náttúrunni, skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, eða koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir; að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland og reiðubúinn öllum veðrum.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVið teljum að það hafi jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna að vinna slíkt heit og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Nú þegar hafa yfir 30.000 manns strengt heitið og koma þau frá yfir 100 löndum. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að heita þess að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis bæði hjá fjölmiðlum sem og öðrum áfangastöðum með tilliti til sjálfbærni. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku virkan þátt í framkvæmd verkefnisins í fyrra og vonum við að sami áhugi sé í sumar. Isavia mun m.a. hafa stóran hnapp í komusal á flugvellinum þar sem ferðamenn geta unnið heitið strax við komuna til landsins og Landsbjörg mun dreifa yfir 3.000 heitum um landið til ferðamanna.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá ÍslandsstofuÍ ár viljum við sérstaklega hvetja öll þau fyrirtæki sem taka þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu með Festu og Íslenska ferðaklasanum að taka þátt ásamt öllum öðrum sem hafa áhuga. Það er gert með því að deila heitinu á samfélagsmiðlum og vefmiðlum ásamt því að hafa það sýnilegt fyrir gestum og viðskiptavinum með sérstökum borðspjöldum sem dreift verður. Við óskum ykkur góðs ferðasumars!Höfundar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun