Efndir og árangur um forvarnir gegn krabbameinum Halla Þorvaldsdóttir skrifar 12. júní 2018 07:00 Krabbamein varðar okkur öll. Þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og nýleg könnun Krabbameinsfélags Íslands sýnir að 80% þjóðarinnar eiga nákominn ættingja eða vin sem greinst hefur með krabbamein. Krabbameinsfélagið er málsvari þeirra sem greinast með krabbamein og stendur vaktina í þágu þeirra. Í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga sendu mörg aðildarfélög félagsins áskorun á framboð í sínum sveitarfélögum um að vinna að því að skapa nærsamfélag þar sem áhersla er lögð á lýðheilsumál og þætti sem geta orðið til þess að fyrirbyggja krabbamein. Svör bárust frá 36 framboðum í 10 sveitarfélögum. Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir fjölda krabbameina, fyrst og fremst með heilbrigðum lífsháttum. Forvarnir eru því einn mikilvægasti þátturinn í því að sporna gegn sjúkdómum á borð við krabbamein og þar bera stjórnvöld ábyrgð. Krabbameinsfélagið þrýstir reglulega á yfirvöld og minnir á þessa ábyrgð. Almenningur getur einnig þrýst á stjórnvöld með því að skrifa undir áskorun félagsins til stjórnvalda. Til að árangur náist þarf samvinnu margra. Sem dæmi um góða samvinnu er hversu vel hefur tekist að draga úr reykingum hérlendis, árangur sem vakið hefur athygli á heimsvísu. En betur má ef duga skal. Krabbameinsfélag Íslands vill vinna að því að auka þekkingu almennings og ráðamanna enn frekar um hvað hægt er að gera til að draga úr líkum á því að fá krabbamein. Um leið og við þökkum þeim framboðum sem tóku áskoruninni hlökkum við til að fylgjast með efndum og árangri. Félagið hlakkar einnig til frekara samstarfs um fyrirbyggjandi aðgerðir í framtíðinni. Upplýsingar um svör frá framboðunum má sjá á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands krabb.?is og þar er einnig hægt að skrifa undir áskorun til stjórnvalda.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Krabbamein varðar okkur öll. Þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og nýleg könnun Krabbameinsfélags Íslands sýnir að 80% þjóðarinnar eiga nákominn ættingja eða vin sem greinst hefur með krabbamein. Krabbameinsfélagið er málsvari þeirra sem greinast með krabbamein og stendur vaktina í þágu þeirra. Í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga sendu mörg aðildarfélög félagsins áskorun á framboð í sínum sveitarfélögum um að vinna að því að skapa nærsamfélag þar sem áhersla er lögð á lýðheilsumál og þætti sem geta orðið til þess að fyrirbyggja krabbamein. Svör bárust frá 36 framboðum í 10 sveitarfélögum. Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir fjölda krabbameina, fyrst og fremst með heilbrigðum lífsháttum. Forvarnir eru því einn mikilvægasti þátturinn í því að sporna gegn sjúkdómum á borð við krabbamein og þar bera stjórnvöld ábyrgð. Krabbameinsfélagið þrýstir reglulega á yfirvöld og minnir á þessa ábyrgð. Almenningur getur einnig þrýst á stjórnvöld með því að skrifa undir áskorun félagsins til stjórnvalda. Til að árangur náist þarf samvinnu margra. Sem dæmi um góða samvinnu er hversu vel hefur tekist að draga úr reykingum hérlendis, árangur sem vakið hefur athygli á heimsvísu. En betur má ef duga skal. Krabbameinsfélag Íslands vill vinna að því að auka þekkingu almennings og ráðamanna enn frekar um hvað hægt er að gera til að draga úr líkum á því að fá krabbamein. Um leið og við þökkum þeim framboðum sem tóku áskoruninni hlökkum við til að fylgjast með efndum og árangri. Félagið hlakkar einnig til frekara samstarfs um fyrirbyggjandi aðgerðir í framtíðinni. Upplýsingar um svör frá framboðunum má sjá á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands krabb.?is og þar er einnig hægt að skrifa undir áskorun til stjórnvalda.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands