Hvar má þetta? Þórarinn Guðnason skrifar 13. júní 2018 07:00 Ungur og vel menntaður taugalæknir með sérhæfingu í Parkinson sækir um stöðu á taugadeild LSH en fær ekki og engar nýráðningar eru fyrirhugaðar á næstu misserum. Taugalæknirinn sækir þá um að komast á rammasamning hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) til að opna læknastofu þar sem ríkið greiði hluta kostnaðar fyrir sjúklinginn. Þeirri umsókn er hafnað vegna einhliða fyrirskipunar heilbrigðisráðuneytisins til SÍ um að hafna öllum nýjum læknum burtséð frá þörfum sjúklinganna. Gildandi samningar við sérfræðilækna eru þverbrotnir. Það er vond stjórnsýsla. Taugalæknirinn kærir niðurstöðu SÍ til heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðar að ekkert sé athugavert við ákvörðunina. Þannig gerist það dómari í eigin sök. Það er vond stjórnsýsla. Málið veldur uppnámi og fjölmiðlar fá á því áhuga. Síðbúin viðbrögð ráðherra eru að biðja LSH um að búa til stöðu fyrir taugalækninn efnilega og byggja upp göngudeild fyrir hana. Ráðherrann hlutast þannig til um uppbyggingu innra starfs spítalans á grundvelli pólitískra skoðana um ágæti ríkisreksturs en ekki faglegs mats og þörfum sjúklinga. Það er vond stjórnsýsla. Þessi einhliða synjun á umsókn taugalæknisins um sjálfstæðan stofurekstur undir hatti opinbera heilbrigðiskerfisins var eitt af mörgum brotum stjórnvalda á gildandi samningi við sérfræðilækna. Sautján læknum í þrettán sérgreinum hefur verið hafnað án skoðunar eða rökstuðnings. Það er vond stjórnsýsla. Samningar eru þverbrotnir, góðir stjórnsýsluhættir fótum troðnir og sjálfur forstjóri SÍ telur íhlutun og gerræði ráðuneytisins stangast á við landslög. Í engu lýðræðisríki sem tekur sig alvarlega yrðu vinnubrögð af þessu tagi liðin. Víða yrði talað um ráðherraræði og afsagnar ráðherra krafist. Ísland virðist því miður undantekning sem sannar regluna. Þetta má hér - rétt eins og í einhverjum ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Ábyrgðin er stjórnvalda. Það má samt minna fjölmiðla á að þeir eru fjórða valdið í lýðræðisríkjum og vonandi munu þeir fylgjast grannt með þróun mála.Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Ungur og vel menntaður taugalæknir með sérhæfingu í Parkinson sækir um stöðu á taugadeild LSH en fær ekki og engar nýráðningar eru fyrirhugaðar á næstu misserum. Taugalæknirinn sækir þá um að komast á rammasamning hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) til að opna læknastofu þar sem ríkið greiði hluta kostnaðar fyrir sjúklinginn. Þeirri umsókn er hafnað vegna einhliða fyrirskipunar heilbrigðisráðuneytisins til SÍ um að hafna öllum nýjum læknum burtséð frá þörfum sjúklinganna. Gildandi samningar við sérfræðilækna eru þverbrotnir. Það er vond stjórnsýsla. Taugalæknirinn kærir niðurstöðu SÍ til heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðar að ekkert sé athugavert við ákvörðunina. Þannig gerist það dómari í eigin sök. Það er vond stjórnsýsla. Málið veldur uppnámi og fjölmiðlar fá á því áhuga. Síðbúin viðbrögð ráðherra eru að biðja LSH um að búa til stöðu fyrir taugalækninn efnilega og byggja upp göngudeild fyrir hana. Ráðherrann hlutast þannig til um uppbyggingu innra starfs spítalans á grundvelli pólitískra skoðana um ágæti ríkisreksturs en ekki faglegs mats og þörfum sjúklinga. Það er vond stjórnsýsla. Þessi einhliða synjun á umsókn taugalæknisins um sjálfstæðan stofurekstur undir hatti opinbera heilbrigðiskerfisins var eitt af mörgum brotum stjórnvalda á gildandi samningi við sérfræðilækna. Sautján læknum í þrettán sérgreinum hefur verið hafnað án skoðunar eða rökstuðnings. Það er vond stjórnsýsla. Samningar eru þverbrotnir, góðir stjórnsýsluhættir fótum troðnir og sjálfur forstjóri SÍ telur íhlutun og gerræði ráðuneytisins stangast á við landslög. Í engu lýðræðisríki sem tekur sig alvarlega yrðu vinnubrögð af þessu tagi liðin. Víða yrði talað um ráðherraræði og afsagnar ráðherra krafist. Ísland virðist því miður undantekning sem sannar regluna. Þetta má hér - rétt eins og í einhverjum ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Ábyrgðin er stjórnvalda. Það má samt minna fjölmiðla á að þeir eru fjórða valdið í lýðræðisríkjum og vonandi munu þeir fylgjast grannt með þróun mála.Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun