Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 08:26 Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegt samráð þeirra við framboð Donalds Trump. Vísir/EPA Saksóknarar á vegum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fullyrða að tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum séu enn í gangi. Þeir hafa krafist þess að gögn í máli gegn fyrirtækjum og einstaklingum sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar verði haldið leyndum. Kröfuna settu saksóknararnir fram í máli gegn fyrirtækinu Concord Management and Consulting. Það var ákært ásamt þrettán rússneskum einstaklingum og tveimur öðrum fyrirtækjum í febrúar og sakað um að vera hluti af rússneskri áróðursherferð á netinu sem átti að hafa áhrif á bandaríska kjósendur. Saksóknararnir telja að ef sönnunargögn í málinu yrðu birt opinberlega eða þeim deilt án leyfis þá myndi það aðstoða leyniþjónustur annarra ríkja, sérstaklega Rússlands, í frekari aðgerðum þeirra gegn Bandaríkjunum og einnig einstaklinga og fyrirtæki sem yfirvöld telja að reyni enn að hafa afskipti, að því er segir í frétt Washington Post. Þingkosningar verða haldnar í Bandaríkjunum í nóvember.Jevgení Prígosjín er náinn bandamaður Pútín Rússlandsforseta.Vísir/EPAÓvinir gætu lagað sig að aðferðum rannsakenda Sérstaklega vísuðu saksóknararnir til þess að lögmenn Concord gætu afhent Jevgeníj Viktoróvitsj Prígosjín, stofnanda fyrirtækisins, gögn sem þeir eiga rétt á fyrir málsvörnina. Prígosjín hefur verið nefndur „kokkur Pútíns“ vegna náinna tengsla hans við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann er ákærður í málinu og bandarísk stjórnvöld hafa beitt hann refsiaðgerðum. Gögn málsins lýsa því meðal annars hvaða heimildarmenn, aðferðir og tækni var notuð til að afhjúpa tilraunir Rússa til afskipta af forsetakosningunum, að sögn saksóknaranna. Komist gögnin á flakk gætu andstæðingar Bandaríkjanna nýtt sér þau til að aðlaga sig. Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti árið 2016. Pútín sjálfur hafi gefið skipun um aðgerðirnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Saksóknarar á vegum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fullyrða að tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum séu enn í gangi. Þeir hafa krafist þess að gögn í máli gegn fyrirtækjum og einstaklingum sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar verði haldið leyndum. Kröfuna settu saksóknararnir fram í máli gegn fyrirtækinu Concord Management and Consulting. Það var ákært ásamt þrettán rússneskum einstaklingum og tveimur öðrum fyrirtækjum í febrúar og sakað um að vera hluti af rússneskri áróðursherferð á netinu sem átti að hafa áhrif á bandaríska kjósendur. Saksóknararnir telja að ef sönnunargögn í málinu yrðu birt opinberlega eða þeim deilt án leyfis þá myndi það aðstoða leyniþjónustur annarra ríkja, sérstaklega Rússlands, í frekari aðgerðum þeirra gegn Bandaríkjunum og einnig einstaklinga og fyrirtæki sem yfirvöld telja að reyni enn að hafa afskipti, að því er segir í frétt Washington Post. Þingkosningar verða haldnar í Bandaríkjunum í nóvember.Jevgení Prígosjín er náinn bandamaður Pútín Rússlandsforseta.Vísir/EPAÓvinir gætu lagað sig að aðferðum rannsakenda Sérstaklega vísuðu saksóknararnir til þess að lögmenn Concord gætu afhent Jevgeníj Viktoróvitsj Prígosjín, stofnanda fyrirtækisins, gögn sem þeir eiga rétt á fyrir málsvörnina. Prígosjín hefur verið nefndur „kokkur Pútíns“ vegna náinna tengsla hans við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann er ákærður í málinu og bandarísk stjórnvöld hafa beitt hann refsiaðgerðum. Gögn málsins lýsa því meðal annars hvaða heimildarmenn, aðferðir og tækni var notuð til að afhjúpa tilraunir Rússa til afskipta af forsetakosningunum, að sögn saksóknaranna. Komist gögnin á flakk gætu andstæðingar Bandaríkjanna nýtt sér þau til að aðlaga sig. Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti árið 2016. Pútín sjálfur hafi gefið skipun um aðgerðirnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28