Óvissa um framtíð Gistiskýlis við Lindargötu: Börn ítrekað orðið fyrir áreiti skjólstæðinga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2018 18:55 Á mánudaginn fjallaði Ísland í dag um Gistiskýlið við Lindargötu. Í skýlinu er pláss fyrir 26 næturgesti og er það hugsað sem neyðarrými fyrir þá sem eiga hvergi heima. Uppi við skýlið er þétt ansi þétt byggð. Íbúar hverfisins hafa nokkrir tekið sig saman og fundað vegna skýlisins en að þeirra sögn stafar þeim daglega ógn af gestum þess. Þá talar íbúi, sem kaus að koma nafnlaust fram, um að börn hafi ítrekað orðið fyrir áreiti af hálfu einstaklinga sem sækja Gistiskýlið og þau séu orðin hrædd og óttaslegin. Þá nefnir hann einnig að íbúar hafa jafnframt ítrekað orðið fyrir því að eignir séu skemmdar, einstaklingar undir áhrifum vímuefna banki uppá, sitja á tröppum við hús þeirra og séu komnir langt inná þeirra persónulega svæði. Dæmi eru um að fasteignasalar hafi lækkað fasteignamat vegna nábýlis við Gistiskýlið um 3 - 5% og það sé spurning um að íhuga skaðabótakröfu á hendur borginni.Heiða Björg Hilmisdóttir.Heiða Björg Hilmisdóttir segir að um vissan vanda sé að ræða þar sem íbúðarbyggð er orðin þétt í kringum skýlið. „Við höfum verið að skoða hvort hægt sé að skipta starfseminni upp. Hugsanlega þannig að á þeim stað sem að gistiskýlið er núna verði hjúkrunarheimili fyrir þá sem eru þannig staddir að þeir þurfi hjúkrun,“ segir Heiða Björg. Þá telur hún að endurskipulagning á Gistiskýlinu yrði strax bót. „Ég skil vel áhyggjur íbúanna í kring. Við verðum einhvern vegin að finna lausn á þessu þannig að allir geti lifað hér í sátt og samlyndi.“ Þó er krafa íbúa, sem kvartað hafa undan skýlinu, skýr – þau vilja að skýlið verði fært. Þá segir Heiða að ekki standi til að færa skýlið, en í velferðaráði Reykjavíkurborgar hafi verið rætt um að breyta því. Húsnæðismál Tengdar fréttir Utangarðsmenn dáið í nágrenni gistiskýlisins á Lindargötu að undanförnu Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn 26. mars 2017 19:45 Á götunni síðan 1998: „Fólk bara festist á skýlinu“ Maður á fimmtugsaldri sem hefur verið á götunni meira og minna í 20 ár segir afar erfitt fyrir heimilislausa að komast úr aðstæðunum. Úrræðin og umhverfið séu þess eðlis að alltaf sé stutt í neysluna. 11. júní 2018 15:00 Vilja ekki að útigangsfólk búi í gistiskýli Samantekt á notkun gistiskýlisins við Lindargötu 48 sýnir að 18 prósent gesta nýta 70 prósent af öllum gistinóttum. 24. mars 2017 07:00 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira
Á mánudaginn fjallaði Ísland í dag um Gistiskýlið við Lindargötu. Í skýlinu er pláss fyrir 26 næturgesti og er það hugsað sem neyðarrými fyrir þá sem eiga hvergi heima. Uppi við skýlið er þétt ansi þétt byggð. Íbúar hverfisins hafa nokkrir tekið sig saman og fundað vegna skýlisins en að þeirra sögn stafar þeim daglega ógn af gestum þess. Þá talar íbúi, sem kaus að koma nafnlaust fram, um að börn hafi ítrekað orðið fyrir áreiti af hálfu einstaklinga sem sækja Gistiskýlið og þau séu orðin hrædd og óttaslegin. Þá nefnir hann einnig að íbúar hafa jafnframt ítrekað orðið fyrir því að eignir séu skemmdar, einstaklingar undir áhrifum vímuefna banki uppá, sitja á tröppum við hús þeirra og séu komnir langt inná þeirra persónulega svæði. Dæmi eru um að fasteignasalar hafi lækkað fasteignamat vegna nábýlis við Gistiskýlið um 3 - 5% og það sé spurning um að íhuga skaðabótakröfu á hendur borginni.Heiða Björg Hilmisdóttir.Heiða Björg Hilmisdóttir segir að um vissan vanda sé að ræða þar sem íbúðarbyggð er orðin þétt í kringum skýlið. „Við höfum verið að skoða hvort hægt sé að skipta starfseminni upp. Hugsanlega þannig að á þeim stað sem að gistiskýlið er núna verði hjúkrunarheimili fyrir þá sem eru þannig staddir að þeir þurfi hjúkrun,“ segir Heiða Björg. Þá telur hún að endurskipulagning á Gistiskýlinu yrði strax bót. „Ég skil vel áhyggjur íbúanna í kring. Við verðum einhvern vegin að finna lausn á þessu þannig að allir geti lifað hér í sátt og samlyndi.“ Þó er krafa íbúa, sem kvartað hafa undan skýlinu, skýr – þau vilja að skýlið verði fært. Þá segir Heiða að ekki standi til að færa skýlið, en í velferðaráði Reykjavíkurborgar hafi verið rætt um að breyta því.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Utangarðsmenn dáið í nágrenni gistiskýlisins á Lindargötu að undanförnu Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn 26. mars 2017 19:45 Á götunni síðan 1998: „Fólk bara festist á skýlinu“ Maður á fimmtugsaldri sem hefur verið á götunni meira og minna í 20 ár segir afar erfitt fyrir heimilislausa að komast úr aðstæðunum. Úrræðin og umhverfið séu þess eðlis að alltaf sé stutt í neysluna. 11. júní 2018 15:00 Vilja ekki að útigangsfólk búi í gistiskýli Samantekt á notkun gistiskýlisins við Lindargötu 48 sýnir að 18 prósent gesta nýta 70 prósent af öllum gistinóttum. 24. mars 2017 07:00 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira
Utangarðsmenn dáið í nágrenni gistiskýlisins á Lindargötu að undanförnu Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn 26. mars 2017 19:45
Á götunni síðan 1998: „Fólk bara festist á skýlinu“ Maður á fimmtugsaldri sem hefur verið á götunni meira og minna í 20 ár segir afar erfitt fyrir heimilislausa að komast úr aðstæðunum. Úrræðin og umhverfið séu þess eðlis að alltaf sé stutt í neysluna. 11. júní 2018 15:00
Vilja ekki að útigangsfólk búi í gistiskýli Samantekt á notkun gistiskýlisins við Lindargötu 48 sýnir að 18 prósent gesta nýta 70 prósent af öllum gistinóttum. 24. mars 2017 07:00