Svefnleysi á sumrin, slappleiki á veturna Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 16. júní 2018 08:00 Myrkragardínur koma sannarlega til bjargar, ef þær eru rétt uppsettar. „Við vanmetum gjarnan áhrifin sem birtan hefur á okkur almennt. Svefnvenjur Íslendinga hafa lítið verið rannsakaðar en það er tilfinning mín að fólk upplifi svefnvandamál bæði á veturna í skammdeginu en einnig á sumrin þegar birtan tekur við,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Betri svefns. Þótt rannsóknir á þessu hafi ekki enn verið birtar eru til gögn sem sýna breytingar á svefnvenjum okkar á sumrin og veturna. „Fólk virðist sofa meira á veturna en finnur fyrir meiri orku á sumrin og þarf því að sofa minna. Álagið er gríðarlega mikið í skammdeginu og algengt að fólk glími við margvísleg vandamál á þeim tíma. Framleiðsla melatóníns hefur mikil áhrif á svefn og vökukerfi okkar en melatónín er hormón sem eykst í blóðinu í myrkri og veldur okkur syfju og hjálpar okkur að sofna. Þegar við vöknum í algjöru myrkri í skammdeginu og fáum ekki dagsbirtuna til að tempra framleiðslu melatóníns finna margir fyrir sleni og orkuleysi langt fram eftir morgni,“ segir Erla. Á sumrin er svo bjart allan sólarhringinn og ef við erum úti við á kvöldin þá seinkar framleiðslu melatóníns og við finnum fyrir minni syfju. Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi og rithöfundur, segir að fyrirspurnir frá foreldrum sem tengjast aukinni birtu aukist iðulega á vorin. Sú algengasta er varðandi það hvort eitthvað sé hægt að gera til að fá börn til þess að sofa þó ekki nema örlítið lengur að morgni. Mörg börn eigi það til að vakna hress kl. 5 sem í hugum flestra er mið nótt. „Svona í apríl fara að koma fyrirspurnir sem tengjast aukinni birtu. Birtan getur haft mikil áhrif á börnin en þau eru auðvitað misviðkvæm. Birtan dregur úr melatónínframleiðslu sem lætur þau vakna fyrr,“ segir Arna. „Mörg börn aðlagast þessu fljótt en þetta getur haft mikil áhrif á sum þeirra lengi.“ Arna segir þetta einnig hafa áhrif á kvöldin og þá helst á eldri börnin. Þau vilji ekki fara að sofa því það sé enn bjart, „enn dagur“. Líklega séu þau einfaldlega ekki syfjuð og þar kemur melatónín aftur við sögu. Erla og Arna koma með góð ráð sem gott er að hafa í huga fyrir þá sem tengja við svefnvanda yfir sumartímann. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15 Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Við vanmetum gjarnan áhrifin sem birtan hefur á okkur almennt. Svefnvenjur Íslendinga hafa lítið verið rannsakaðar en það er tilfinning mín að fólk upplifi svefnvandamál bæði á veturna í skammdeginu en einnig á sumrin þegar birtan tekur við,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Betri svefns. Þótt rannsóknir á þessu hafi ekki enn verið birtar eru til gögn sem sýna breytingar á svefnvenjum okkar á sumrin og veturna. „Fólk virðist sofa meira á veturna en finnur fyrir meiri orku á sumrin og þarf því að sofa minna. Álagið er gríðarlega mikið í skammdeginu og algengt að fólk glími við margvísleg vandamál á þeim tíma. Framleiðsla melatóníns hefur mikil áhrif á svefn og vökukerfi okkar en melatónín er hormón sem eykst í blóðinu í myrkri og veldur okkur syfju og hjálpar okkur að sofna. Þegar við vöknum í algjöru myrkri í skammdeginu og fáum ekki dagsbirtuna til að tempra framleiðslu melatóníns finna margir fyrir sleni og orkuleysi langt fram eftir morgni,“ segir Erla. Á sumrin er svo bjart allan sólarhringinn og ef við erum úti við á kvöldin þá seinkar framleiðslu melatóníns og við finnum fyrir minni syfju. Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi og rithöfundur, segir að fyrirspurnir frá foreldrum sem tengjast aukinni birtu aukist iðulega á vorin. Sú algengasta er varðandi það hvort eitthvað sé hægt að gera til að fá börn til þess að sofa þó ekki nema örlítið lengur að morgni. Mörg börn eigi það til að vakna hress kl. 5 sem í hugum flestra er mið nótt. „Svona í apríl fara að koma fyrirspurnir sem tengjast aukinni birtu. Birtan getur haft mikil áhrif á börnin en þau eru auðvitað misviðkvæm. Birtan dregur úr melatónínframleiðslu sem lætur þau vakna fyrr,“ segir Arna. „Mörg börn aðlagast þessu fljótt en þetta getur haft mikil áhrif á sum þeirra lengi.“ Arna segir þetta einnig hafa áhrif á kvöldin og þá helst á eldri börnin. Þau vilji ekki fara að sofa því það sé enn bjart, „enn dagur“. Líklega séu þau einfaldlega ekki syfjuð og þar kemur melatónín aftur við sögu. Erla og Arna koma með góð ráð sem gott er að hafa í huga fyrir þá sem tengja við svefnvanda yfir sumartímann.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15 Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15
Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00