Ráðherra hugsi yfir lélegri endingu íslenskra vega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júní 2018 20:20 Slæmt veðurfar og umferðaraukning setti strik í reikninginn að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra. „Þessi vetur fór með veginn. Hann er slæmur, mjög slæmur,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, um hringveginn. Íslenskir vegir hafi komið illa undan vetri og var það ekki síst sökum þess sem ríkisstjórnin ákvað að verja fjórum milljörðum af almennum varasjóði í vegaframkvæmdir. Sigurður Ingi var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Spurður hvort efnið í vegunum sé ekki nógu gott svarar Sigurður að hann vilji ekki fullyrða um það en það sé hans persónulega skoðun að vegirnir séu ekki nægilega endingargóðir. Hann hefur ráðgert að setja á fót starfshóp með Vegagerðinni, ráðuneytinu og öðrum utanaðkomandi aðilum til þess að rannsaka hvort efnið í vegunum sé nógu gott. „Það er, jú, viðurkennt að eftir hrunið fóru menn að leita leiða til þess að viðhalda lengri köflum.“Sigurður bætir þó við að það kunni að vera ýmsar ástæður fyrir því að vegirnir séu eins slæmir og raun ber vitni. Slæmt veðurfar og umferðaraukning hafi sett strik í reikninginn. Sigurður var spurður hvort uppbygging á vegum gangi nægilega hratt fyrir sig. „Ef við horfum á landið allt þá myndum við sjá að það er ýmislegt komið af stað og verður í allt sumar og eins langt fram á haust og hægt er í því að lagfæra það sem þarf að lagfæra. Við settum jú fjóra milljarða í þetta og þeir munu gera mikið á þessum næstu mánuðum. Vissulega vildi maður alltaf sjá allt gerast einn, tveir og þrír en maður lærir það nú þegar maður vinnur á Alþingi eða í ráðuneytunum að það tekur nú allt sinn tíma frá því menn fá góða hugmynd og þar til hún er komin í framkvæmd.“ Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Þessi vetur fór með veginn. Hann er slæmur, mjög slæmur,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, um hringveginn. Íslenskir vegir hafi komið illa undan vetri og var það ekki síst sökum þess sem ríkisstjórnin ákvað að verja fjórum milljörðum af almennum varasjóði í vegaframkvæmdir. Sigurður Ingi var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Spurður hvort efnið í vegunum sé ekki nógu gott svarar Sigurður að hann vilji ekki fullyrða um það en það sé hans persónulega skoðun að vegirnir séu ekki nægilega endingargóðir. Hann hefur ráðgert að setja á fót starfshóp með Vegagerðinni, ráðuneytinu og öðrum utanaðkomandi aðilum til þess að rannsaka hvort efnið í vegunum sé nógu gott. „Það er, jú, viðurkennt að eftir hrunið fóru menn að leita leiða til þess að viðhalda lengri köflum.“Sigurður bætir þó við að það kunni að vera ýmsar ástæður fyrir því að vegirnir séu eins slæmir og raun ber vitni. Slæmt veðurfar og umferðaraukning hafi sett strik í reikninginn. Sigurður var spurður hvort uppbygging á vegum gangi nægilega hratt fyrir sig. „Ef við horfum á landið allt þá myndum við sjá að það er ýmislegt komið af stað og verður í allt sumar og eins langt fram á haust og hægt er í því að lagfæra það sem þarf að lagfæra. Við settum jú fjóra milljarða í þetta og þeir munu gera mikið á þessum næstu mánuðum. Vissulega vildi maður alltaf sjá allt gerast einn, tveir og þrír en maður lærir það nú þegar maður vinnur á Alþingi eða í ráðuneytunum að það tekur nú allt sinn tíma frá því menn fá góða hugmynd og þar til hún er komin í framkvæmd.“
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira