Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Sylvía Hall skrifar 19. júní 2018 20:03 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsti því yfir á fundinum að flokkar minnihlutans myndu bjóða fram og kjósa sameiginlega í nefndir og ráð borgarstjórnar, þar á meðal Sósíalistaflokkurinn. Vísir/Vilhelm Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fór fram í dag, og stendur reyndar enn, enda er dagskráin þéttskipuð, og telur alls 54 mál. Meðal þess sem var tekið fyrir á fundinum var kjör borgarstjóra og forseta borgarstjórnar, en Dagur B. Eggertsson var kjörinn borgarstjóri með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Það má segja að borgarfulltrúar hafi byrjað af krafti, en um nóg var að vera á fyrsta fundinum. Meðal þess sem stóð hæst voru ummæli Lífar Magneudóttur um það að Marta Guðjónsdóttir tæki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði, en Vigdís Hauksdóttir sagði að um trúnaðarbrest væri að ræða og vildu borgarfulltrúar minnihlutans vita hvernig stæði á því að Líf hefði vitneskju um málið. Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“Ósætti í hópi Sósíalista vegna samstarfs við Sjálfstæðismenn - „Þeir eru ennþá óvinurinn" Borgarfulltrúar minnihlutans hafa boðað harða stjórnarandstöðu í minnihluta og hefur það vakið athygli í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins að Sanna Magdalena borgarfulltrúi flokksins hafi greitt fulltrúum Sjálfstæðisflokksins atkvæði í ráð og nefndir á vegum borgarinnar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsti því yfir á fundinum að flokkar minnihlutans myndu bjóða fram og kjósa sameiginlega í nefndir og ráð borgarstjórnar. Á þræði í hópi flokksins segist Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi flokksins, vera hugsi yfir þeirri ákvörðun en undirstrikar þó að samstarfið í minnihluta sé til þess að vera öflug andstaða úr öllum áttum. „Það var mögulega faux pas og ég er líka hugsi yfir því. Þetta er í fyrsta sinn sem Sanna situr borgarstjórnarfund og þetta fór ekki í gegn. Enn og aftur langar mig að segja að þetta er engan vegin samningur um málefni eingöngu formsatriði,“ segir Daníel Örn um atkvæði borgarfulltrúans. Meðlimir hópsins hafa lýst yfir mikilli óánægju við samstarfið við Sjálfstæðismenn en Daníel Örn segir þá enn vera óvininn. „Þeir eru ennþá óvinurinn en þau eru valdalausi óvinurinn í borginni.“Segir Sjálfstæðisflokkinn samanstanda af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum Borgarfulltrúar meirihlutans hafa einnig gert athugasemdir við samstöðu flokkanna í minnihluta, og gerði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, athugasemd við hana á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hún sagði að „það slitnaði ekki slefið“ á milli þeirra sem sitja í minnihluta.Sveimér þá - Ætli Eyþór hafi ekki bara verið að segja satt þegar hann sagðist ætla að breyta Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn samanstendur nú af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum. Það slitnar a.m.k. ekki slefið á milli þeirra. #borgarstjórn — Líf Magneudóttir (@lifmagn) 19 June 2018 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skaut til baka á Twitter-síðu sinni þar sem hún spurði hvort samstarf Viðreisnar og Vinstri grænna í meirihluta hafi gert Líf að hægri manni eða Pawel að vinstri manni, í ljósi þess að fólk væri nú farið að setja Sjálfstæðismenn og Sósíalistaflokkinn undir sama hatt. Þau @lifmagn og @Dagurb gera athugasemdir við samstöðu stjórnarandstöðu í borgarstjórn. Gefa í skyn að Sósíalistar séu nú hægri flokkur. Í ljósi þess meirihluta sem myndaður var mætti þá spyrja með sama hætti: Hvort er @lifmagn nú hægri kona eða @pawelbartoszek nú vinstri maður? — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) 19 June 2018 Borgarstjórinn sjálfur var á meðal borgarfulltrúa sem tjáði sig á Twitter í dag, þar sem hann sagði ákvörðun flokkanna í minnihluta koma sér á óvart og hann hefði seint trúað því að Sanna Magdalena myndi styðja Eyþór Arnalds til formennsku í skipulagsráði og Vigdísi Hauksdóttur til formennsku í umhverfis- og heilbrigðisráði. Hann segir það ekki vera óvænt að fulltrúar meirihlutans hlutu kosningu.Hefði þurft að láta segja mér tvisvar að Sanna myndi styðja Eyþór til formennsku í skipulagsráði og Vigdísi í formannsku í umhverfis- og heilbrigðisráði og að þau styddu hana á móti í formennsku í velferðarráð. Fulltrúar meirihlutans hlutu - ekki óvænt - kosningu. — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) 19 June 2018 Sanna segir tilganginn vera að hrista upp í meirihlutanum Í umræddum þræði á Facebook-hópi Sósíalistaflokksins svarar Sanna Magdalena sjálf og segir engan málefnasamning vera á milli Sjálfstæðismanna og Sósíalista. Hún segir samstarf þeirra á milli vera fallið til þess að tryggja Sósíalistum fleiri sæti í ráðum, stjórnum og nefndum. „Að kjósa með lista sem við lögðum fram er ekki litið svo á að styðja D heldur að sýna samstöðu stjórnarandstöðu." segir Sanna, en hún vill meina að samstaða minnihlutans sé til þess fallin að hrista upp í meirihlutanum. Með þessu hafi flokkarnir komist að samkomulagi um setu í ráðum og nefndum og hafi Sjálfstæðisflokkurinn látið eftir sæti í Félagsbústuðum til Sósíalista. „[Við] vissum líka að slíkt myndi aldrei ná í gegn með 12 a móti 11.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fór fram í dag, og stendur reyndar enn, enda er dagskráin þéttskipuð, og telur alls 54 mál. Meðal þess sem var tekið fyrir á fundinum var kjör borgarstjóra og forseta borgarstjórnar, en Dagur B. Eggertsson var kjörinn borgarstjóri með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Það má segja að borgarfulltrúar hafi byrjað af krafti, en um nóg var að vera á fyrsta fundinum. Meðal þess sem stóð hæst voru ummæli Lífar Magneudóttur um það að Marta Guðjónsdóttir tæki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði, en Vigdís Hauksdóttir sagði að um trúnaðarbrest væri að ræða og vildu borgarfulltrúar minnihlutans vita hvernig stæði á því að Líf hefði vitneskju um málið. Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“Ósætti í hópi Sósíalista vegna samstarfs við Sjálfstæðismenn - „Þeir eru ennþá óvinurinn" Borgarfulltrúar minnihlutans hafa boðað harða stjórnarandstöðu í minnihluta og hefur það vakið athygli í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins að Sanna Magdalena borgarfulltrúi flokksins hafi greitt fulltrúum Sjálfstæðisflokksins atkvæði í ráð og nefndir á vegum borgarinnar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsti því yfir á fundinum að flokkar minnihlutans myndu bjóða fram og kjósa sameiginlega í nefndir og ráð borgarstjórnar. Á þræði í hópi flokksins segist Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi flokksins, vera hugsi yfir þeirri ákvörðun en undirstrikar þó að samstarfið í minnihluta sé til þess að vera öflug andstaða úr öllum áttum. „Það var mögulega faux pas og ég er líka hugsi yfir því. Þetta er í fyrsta sinn sem Sanna situr borgarstjórnarfund og þetta fór ekki í gegn. Enn og aftur langar mig að segja að þetta er engan vegin samningur um málefni eingöngu formsatriði,“ segir Daníel Örn um atkvæði borgarfulltrúans. Meðlimir hópsins hafa lýst yfir mikilli óánægju við samstarfið við Sjálfstæðismenn en Daníel Örn segir þá enn vera óvininn. „Þeir eru ennþá óvinurinn en þau eru valdalausi óvinurinn í borginni.“Segir Sjálfstæðisflokkinn samanstanda af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum Borgarfulltrúar meirihlutans hafa einnig gert athugasemdir við samstöðu flokkanna í minnihluta, og gerði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, athugasemd við hana á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hún sagði að „það slitnaði ekki slefið“ á milli þeirra sem sitja í minnihluta.Sveimér þá - Ætli Eyþór hafi ekki bara verið að segja satt þegar hann sagðist ætla að breyta Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn samanstendur nú af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum. Það slitnar a.m.k. ekki slefið á milli þeirra. #borgarstjórn — Líf Magneudóttir (@lifmagn) 19 June 2018 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skaut til baka á Twitter-síðu sinni þar sem hún spurði hvort samstarf Viðreisnar og Vinstri grænna í meirihluta hafi gert Líf að hægri manni eða Pawel að vinstri manni, í ljósi þess að fólk væri nú farið að setja Sjálfstæðismenn og Sósíalistaflokkinn undir sama hatt. Þau @lifmagn og @Dagurb gera athugasemdir við samstöðu stjórnarandstöðu í borgarstjórn. Gefa í skyn að Sósíalistar séu nú hægri flokkur. Í ljósi þess meirihluta sem myndaður var mætti þá spyrja með sama hætti: Hvort er @lifmagn nú hægri kona eða @pawelbartoszek nú vinstri maður? — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) 19 June 2018 Borgarstjórinn sjálfur var á meðal borgarfulltrúa sem tjáði sig á Twitter í dag, þar sem hann sagði ákvörðun flokkanna í minnihluta koma sér á óvart og hann hefði seint trúað því að Sanna Magdalena myndi styðja Eyþór Arnalds til formennsku í skipulagsráði og Vigdísi Hauksdóttur til formennsku í umhverfis- og heilbrigðisráði. Hann segir það ekki vera óvænt að fulltrúar meirihlutans hlutu kosningu.Hefði þurft að láta segja mér tvisvar að Sanna myndi styðja Eyþór til formennsku í skipulagsráði og Vigdísi í formannsku í umhverfis- og heilbrigðisráði og að þau styddu hana á móti í formennsku í velferðarráð. Fulltrúar meirihlutans hlutu - ekki óvænt - kosningu. — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) 19 June 2018 Sanna segir tilganginn vera að hrista upp í meirihlutanum Í umræddum þræði á Facebook-hópi Sósíalistaflokksins svarar Sanna Magdalena sjálf og segir engan málefnasamning vera á milli Sjálfstæðismanna og Sósíalista. Hún segir samstarf þeirra á milli vera fallið til þess að tryggja Sósíalistum fleiri sæti í ráðum, stjórnum og nefndum. „Að kjósa með lista sem við lögðum fram er ekki litið svo á að styðja D heldur að sýna samstöðu stjórnarandstöðu." segir Sanna, en hún vill meina að samstaða minnihlutans sé til þess fallin að hrista upp í meirihlutanum. Með þessu hafi flokkarnir komist að samkomulagi um setu í ráðum og nefndum og hafi Sjálfstæðisflokkurinn látið eftir sæti í Félagsbústuðum til Sósíalista. „[Við] vissum líka að slíkt myndi aldrei ná í gegn með 12 a móti 11.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30