Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2018 14:50 Viðreisn ákvað á miðvikudagskvöld að ganga til formlegra viðræðna um myndun nýs meirihluta í borginni með fráfrandi meirihlutaflokkum, Samfylkingu, Pirötum og Vinstri grænum. Vísir/Vilhelm „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík um viðræður Samfylkingar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar um myndun meirihluta í borginni. Fyrir hádegi voru velferðarmálin á dagskrá og eftir hádegi ræða fulltrúar flokkanna þjónustu-og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin.Eruði farin að sjá í land?„Nei, ekki eins og er. Það er alveg nóg eftir. Við höldum áfram og gefum okkur allavega næstu daga í viðræður. Við klárum þetta ekki á morgun eða hinn. Í fyrsta lagi verður komin einhvers konar botn í þetta í kringum helgina og það er ekki endilega víst heldur. Við erum að reyna að vanda okkur og reynum því að flýta okkur ekki of mikið,“ segir Dóra Björt sem gaf sér tíma til þess að ræða við fréttamann í „frímínútunum“. Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. „Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“Dagur B. Eggertsson á leið inn í fundarherbergi sem reyna þessa dagana að ná saman um málefni til að mynda meirihluta í Reykjavík.Vísir/JÓI KDóra Björt segir að það sé mikill samhljómur á milli flokkanna en mismunandi þó eftir því hvaða flokkur á í hlut. „Ég myndi segja að skýrasta skörunin séu jafnréttismálin og umhverfismálin. Þau sameina þessa flokka.“ Hún segir að það sé samhljómur með Viðreisn og Pírötum í þjónustu-og lýðræðismálum og bætir við að sömuleiðis sé samhljómur með Pírötum og Samfylkingu og Vinstri grænum í velferðarmálum. Talsmenn flokkana hafa gefið það út að þeir vilji hafa fyrirkomulag viðræðna fjölskylduvænt. „Í dag erum við frá 9.00-16.00 og ég sé ekki fram á að það verði lengri dagar því gæðin geta takmarkast við þreytu fólks. Það er mikið í húfi og mikilvægt að allir séu í góðu stuði og á sömu blaðsíðu,“ segir Dóra Björt. Flokkarnir hafa í dag og á föstudag fundað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en þau hafa ekki rætt sín á milli hvar næsti fundarstaður verði. „Ég grínaðist svona með það áðan að við ættum kannski að halda þessum farandsirkúsi áfram um borgina en það er ekkert sem við höfum ákveðið.“ Tengdar fréttir Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík um viðræður Samfylkingar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar um myndun meirihluta í borginni. Fyrir hádegi voru velferðarmálin á dagskrá og eftir hádegi ræða fulltrúar flokkanna þjónustu-og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin.Eruði farin að sjá í land?„Nei, ekki eins og er. Það er alveg nóg eftir. Við höldum áfram og gefum okkur allavega næstu daga í viðræður. Við klárum þetta ekki á morgun eða hinn. Í fyrsta lagi verður komin einhvers konar botn í þetta í kringum helgina og það er ekki endilega víst heldur. Við erum að reyna að vanda okkur og reynum því að flýta okkur ekki of mikið,“ segir Dóra Björt sem gaf sér tíma til þess að ræða við fréttamann í „frímínútunum“. Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. „Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“Dagur B. Eggertsson á leið inn í fundarherbergi sem reyna þessa dagana að ná saman um málefni til að mynda meirihluta í Reykjavík.Vísir/JÓI KDóra Björt segir að það sé mikill samhljómur á milli flokkanna en mismunandi þó eftir því hvaða flokkur á í hlut. „Ég myndi segja að skýrasta skörunin séu jafnréttismálin og umhverfismálin. Þau sameina þessa flokka.“ Hún segir að það sé samhljómur með Viðreisn og Pírötum í þjónustu-og lýðræðismálum og bætir við að sömuleiðis sé samhljómur með Pírötum og Samfylkingu og Vinstri grænum í velferðarmálum. Talsmenn flokkana hafa gefið það út að þeir vilji hafa fyrirkomulag viðræðna fjölskylduvænt. „Í dag erum við frá 9.00-16.00 og ég sé ekki fram á að það verði lengri dagar því gæðin geta takmarkast við þreytu fólks. Það er mikið í húfi og mikilvægt að allir séu í góðu stuði og á sömu blaðsíðu,“ segir Dóra Björt. Flokkarnir hafa í dag og á föstudag fundað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en þau hafa ekki rætt sín á milli hvar næsti fundarstaður verði. „Ég grínaðist svona með það áðan að við ættum kannski að halda þessum farandsirkúsi áfram um borgina en það er ekkert sem við höfum ákveðið.“
Tengdar fréttir Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00
Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08