Illa gengur að bera kennsl á lík í Gvatemala Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 15:52 Mörg fórnarlamba eldgossins hafa fundist nærri heimilum þeirra. Vísir/AP Íbúar þorpa í hlíðum eldfjallsins Fuego eru byrjaðir að syrgja þá sem dóu á dögunum vegna mikils eldgoss í fjallinu. Eldgosið sendi baneitrað gusthlaup og aurskriður niður fjallið sem umlykti heilu þorpin. Illa gengur að bera kennsl á þau lík sem hafa fundist. Embættismenn í Gvatemala segja 69 hafa látið lífið. Hins vegar er einungis búið að bera kennsl á sautján lík. Það mun vera vegna þess mikla hita sem fylgdi gusthlaupum og hrauni yfir hlíðar eldfjallsins Fuego. Flest líkin eru svo illa brennd að þau eru óþekkjanleg. Hitinn náði allt að 700 gráðum og geta gusthlaup náð allt að 700 kílómetra hraða. Eldgosið kom íbúum héraðsins í opna skjöldu og höfðu flestir lítinn sem engan tíma til að flýja. Í samtali við AP segir Hilda Lopez að móðir hennar og systir séu enn týndar. Þær hafi verið í veislu þar sem verið var að fagna fæðingu barns. Þá hafi nágranni hlaupið inn og sagt þeim að koma út og sjá hraunið sem væri á leið niður fjallið.Móðir hennar komst ekki úr húsinu og hafa margir íbúar svipaðar sögur að segja. Íbúar á svæðinu eru vanir smáum eldgosum, en eldgosið á sunnudaginn kom öllum í opna skjöldu. Þegar yfirvöld gáfu skipun um brottflutning var gusthlaupið þegar búið að ná til fyrstu þorpanna. Samkvæmt BBC hafa mörg fórnarlömb fundist nærri heimilum þeirra, sem gefur til kynna að þau hafi ekki haft tíma til að flýja.Yfirvöld Gvatemala segja að minnst 1,7 milljón manna hafi orðið fyrir áhrifum eldgossins og eru stór landsvæði þakin ösku. Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Íbúar þorpa í hlíðum eldfjallsins Fuego eru byrjaðir að syrgja þá sem dóu á dögunum vegna mikils eldgoss í fjallinu. Eldgosið sendi baneitrað gusthlaup og aurskriður niður fjallið sem umlykti heilu þorpin. Illa gengur að bera kennsl á þau lík sem hafa fundist. Embættismenn í Gvatemala segja 69 hafa látið lífið. Hins vegar er einungis búið að bera kennsl á sautján lík. Það mun vera vegna þess mikla hita sem fylgdi gusthlaupum og hrauni yfir hlíðar eldfjallsins Fuego. Flest líkin eru svo illa brennd að þau eru óþekkjanleg. Hitinn náði allt að 700 gráðum og geta gusthlaup náð allt að 700 kílómetra hraða. Eldgosið kom íbúum héraðsins í opna skjöldu og höfðu flestir lítinn sem engan tíma til að flýja. Í samtali við AP segir Hilda Lopez að móðir hennar og systir séu enn týndar. Þær hafi verið í veislu þar sem verið var að fagna fæðingu barns. Þá hafi nágranni hlaupið inn og sagt þeim að koma út og sjá hraunið sem væri á leið niður fjallið.Móðir hennar komst ekki úr húsinu og hafa margir íbúar svipaðar sögur að segja. Íbúar á svæðinu eru vanir smáum eldgosum, en eldgosið á sunnudaginn kom öllum í opna skjöldu. Þegar yfirvöld gáfu skipun um brottflutning var gusthlaupið þegar búið að ná til fyrstu þorpanna. Samkvæmt BBC hafa mörg fórnarlömb fundist nærri heimilum þeirra, sem gefur til kynna að þau hafi ekki haft tíma til að flýja.Yfirvöld Gvatemala segja að minnst 1,7 milljón manna hafi orðið fyrir áhrifum eldgossins og eru stór landsvæði þakin ösku.
Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34
Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00
Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43
Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43