Hvers virði er íslenska? Jurgita Milleriene skrifar 7. júní 2018 07:00 Íslendingar eru heimsþekktir fyrir að vera ansi stoltir af landinu sínu, vatninu, loftinu, fótboltanum eða í stuttu máli öllu sem kemur frá Íslandi. Þeir sameinast um að standa saman til að styðja og hvetja hver annan. En hvað um íslenskt tungumál? Er hægt að segja sömu sögu um það? Ég flutti til Íslands árið 2001. Eins og margir aðrir ætlaði ég að vera aðeins í sex mánuði og fara svo aftur heim til Litháens. Þó að ég ætlaði að stoppa stutt fór ég strax á íslenskunámskeið. Mér fannst það mjög merkilegt að læra tungumál sem aðeins 300.000 manns geta talað í heiminum öllum, einnig fannst mér sjálfsagt að byrja strax að læra, jafnvel þó að ég ætlaði ekki að búa hér á landi. Ég vildi bera virðingu fyrir íslenskri þjóð og íslensku tungumáli. Það er ansi góð tilfinning að geta boðið góðan dag á íslensku og geta átt smá spjall á þeirra tungumáli. Með því að læra íslenskt tungumál og sækja íslenskunámskeið er hægt að læra um venjur, hátíðir, óskrifaðar reglur, menningu, bókmenntir og margt annað í leiðinni. Þar opnast nýr heimur sem hvetur mann til að kynnast íslenskri menningu enn betur og taka þátt í samfélaginu. Að tilheyra hópnum og vera einn af þeim. Eins og margir aðrir sem voru í sömu sporum og ég, erum við hér ennþá 17 árum seinna á Íslandi. En ég kann tungumálið og ég tek virkan þátt í samfélaginu. Ég get valið mér starf, ég get gert allt sem ég vil og verið stolt af því sem ég geri. Ég byggi brýr milli Litháens og Íslands og er bæði Lithái og Íslendingur. Við eigum 3 börn sem tala bæði góða íslensku og litháísku. Það eru allt of margir sem hugsa að það sé nóg að kunna aðeins ensku af því að þeir ætli ekki að búa hér lengi. Kannski eitt, tvö ár eða kannski þangað til þau hafa safnað nógu miklu af peningum til að geta flutt aftur heim. Því miður er raunin oft þannig að fólk ílengist hér á Íslandi, tekur ekki þátt í íslensku samfélagi og sorglegast af öllu að börnin finna mest fyrir því. Það er mjög óþægileg tilfinning að bíða og bíða og bíða aðeins meira því fólk er ekki að lifa lífinu heldur er í einhvers konar biðstöðu. Það er alltaf á leiðinni heim en svo líða kannski eitt, tvö?… fimm eða fleiri ár og það er enn að bíða, enn að safna, enn að hugsa. Börnum reynist það afar erfitt að meðhöndla svona aðstæður og oft vilja þau ekki læra íslensku því þau sjá engan tilgang því þau eru alveg að fara heim aftur. Ég vinn sem grunnskólakennari í Háaleitisskóla uppi á Ásbrú og vann svo í 9 ár í leikskólanum Hjallatúni og sú þróun sem ég sé á hverjum einasta degi veldur mér áhyggjum hvað verður um íslenskt tungumál í náinni framtíð. Það sem er að gerast nú þegar er að börnin sem fæðast hér á Íslandi standa oft á tíðum frekar illa í íslensku. Það eru eflaust margar ástæður fyrir því en ein af þeim er að Íslendingar gera ekki nógu miklar kröfur til þess að foreldrar þeirra læri íslensku og beri virðingu fyrir samfélaginu sem þeir búa í. Og ekki nóg með það finnst mér enn meira sláandi að Íslendingum finnst það svo krúttlegt þegar börnin þeirra tala ensku og það er að aukast að foreldrar svara þeim á ensku á móti. Margir skólar eru í vandræðum því nemendur tala ensku sín á milli þrátt fyrir það að oft á tíðum eru þau öll íslensk. Öllum finnst enska svo skemmtileg sem eflaust er líka rétt en hvað um íslensku? Af hverju er það svona krúttlegt að tala ensku en alls ekki krúttlegt að tala góða íslensku? Af hverju erum við ekki stolt af tungumálinu sem aðeins 300.000 manns geta talað? Og hvað um ferðamenn? Margir þeirra eru að koma til Íslands ekki aðeins í þeim tilgangi að skoða landið heldur finnst þeim einnig mjög áhugavert að heyra íslenskt tal. Þeir verða sennilega líka fyrir vonbrigðum ef það verður aðeins töluð krúttleg enska hér á landi. Ég hef mjög mikinn áhuga á tungumálum og mér finnst íslenska persónulega mjög merkilegt tungumál. Vonandi verður eitthvað gert svo það finnist öllum á Íslandi mikilvægt að tala íslensku og að það verði allir mjög stoltir af íslensku tungumáli.Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru heimsþekktir fyrir að vera ansi stoltir af landinu sínu, vatninu, loftinu, fótboltanum eða í stuttu máli öllu sem kemur frá Íslandi. Þeir sameinast um að standa saman til að styðja og hvetja hver annan. En hvað um íslenskt tungumál? Er hægt að segja sömu sögu um það? Ég flutti til Íslands árið 2001. Eins og margir aðrir ætlaði ég að vera aðeins í sex mánuði og fara svo aftur heim til Litháens. Þó að ég ætlaði að stoppa stutt fór ég strax á íslenskunámskeið. Mér fannst það mjög merkilegt að læra tungumál sem aðeins 300.000 manns geta talað í heiminum öllum, einnig fannst mér sjálfsagt að byrja strax að læra, jafnvel þó að ég ætlaði ekki að búa hér á landi. Ég vildi bera virðingu fyrir íslenskri þjóð og íslensku tungumáli. Það er ansi góð tilfinning að geta boðið góðan dag á íslensku og geta átt smá spjall á þeirra tungumáli. Með því að læra íslenskt tungumál og sækja íslenskunámskeið er hægt að læra um venjur, hátíðir, óskrifaðar reglur, menningu, bókmenntir og margt annað í leiðinni. Þar opnast nýr heimur sem hvetur mann til að kynnast íslenskri menningu enn betur og taka þátt í samfélaginu. Að tilheyra hópnum og vera einn af þeim. Eins og margir aðrir sem voru í sömu sporum og ég, erum við hér ennþá 17 árum seinna á Íslandi. En ég kann tungumálið og ég tek virkan þátt í samfélaginu. Ég get valið mér starf, ég get gert allt sem ég vil og verið stolt af því sem ég geri. Ég byggi brýr milli Litháens og Íslands og er bæði Lithái og Íslendingur. Við eigum 3 börn sem tala bæði góða íslensku og litháísku. Það eru allt of margir sem hugsa að það sé nóg að kunna aðeins ensku af því að þeir ætli ekki að búa hér lengi. Kannski eitt, tvö ár eða kannski þangað til þau hafa safnað nógu miklu af peningum til að geta flutt aftur heim. Því miður er raunin oft þannig að fólk ílengist hér á Íslandi, tekur ekki þátt í íslensku samfélagi og sorglegast af öllu að börnin finna mest fyrir því. Það er mjög óþægileg tilfinning að bíða og bíða og bíða aðeins meira því fólk er ekki að lifa lífinu heldur er í einhvers konar biðstöðu. Það er alltaf á leiðinni heim en svo líða kannski eitt, tvö?… fimm eða fleiri ár og það er enn að bíða, enn að safna, enn að hugsa. Börnum reynist það afar erfitt að meðhöndla svona aðstæður og oft vilja þau ekki læra íslensku því þau sjá engan tilgang því þau eru alveg að fara heim aftur. Ég vinn sem grunnskólakennari í Háaleitisskóla uppi á Ásbrú og vann svo í 9 ár í leikskólanum Hjallatúni og sú þróun sem ég sé á hverjum einasta degi veldur mér áhyggjum hvað verður um íslenskt tungumál í náinni framtíð. Það sem er að gerast nú þegar er að börnin sem fæðast hér á Íslandi standa oft á tíðum frekar illa í íslensku. Það eru eflaust margar ástæður fyrir því en ein af þeim er að Íslendingar gera ekki nógu miklar kröfur til þess að foreldrar þeirra læri íslensku og beri virðingu fyrir samfélaginu sem þeir búa í. Og ekki nóg með það finnst mér enn meira sláandi að Íslendingum finnst það svo krúttlegt þegar börnin þeirra tala ensku og það er að aukast að foreldrar svara þeim á ensku á móti. Margir skólar eru í vandræðum því nemendur tala ensku sín á milli þrátt fyrir það að oft á tíðum eru þau öll íslensk. Öllum finnst enska svo skemmtileg sem eflaust er líka rétt en hvað um íslensku? Af hverju er það svona krúttlegt að tala ensku en alls ekki krúttlegt að tala góða íslensku? Af hverju erum við ekki stolt af tungumálinu sem aðeins 300.000 manns geta talað? Og hvað um ferðamenn? Margir þeirra eru að koma til Íslands ekki aðeins í þeim tilgangi að skoða landið heldur finnst þeim einnig mjög áhugavert að heyra íslenskt tal. Þeir verða sennilega líka fyrir vonbrigðum ef það verður aðeins töluð krúttleg enska hér á landi. Ég hef mjög mikinn áhuga á tungumálum og mér finnst íslenska persónulega mjög merkilegt tungumál. Vonandi verður eitthvað gert svo það finnist öllum á Íslandi mikilvægt að tala íslensku og að það verði allir mjög stoltir af íslensku tungumáli.Höfundur er grunnskólakennari
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun