Áratugur breytinga: Er vinnan að drepa þig? Hallur Hallsson og Signý Lind Heimisdóttir og Vala Jónsdóttir skrifa 30. maí 2018 07:00 Umræðan um aukið vinnuálag hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu og er vaxandi álag oft sett í samhengi við tæknibyltingu undanfarinna ára. Margir eru stöðugt „á vakt“ með vinnuna í snjallsímanum og mörkin milli vinnu- og einkalífs eru stöðugt óskýrari. Til að bregðast við þessum tæknibreytingum hafa Frakkar til að mynda sett bann við tölvupóstssendingum utan vinnutíma hjá fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmenn. Nýlega fór einnig fram umræða í Danmörku um að setja svipað bann í vinnulöggjöfina. Þessi umræða er ekki að ástæðulausu því vinnustreita hefur verið nefnd sem eitt af helstu heilsufarsvandamálum 21. aldarinnar.Signý Lind HeimisdóttirNiðurstöður rannsókna benda til að streita geti haft áhrif á þróun bæði andlegrar og líkamlegrar vanheilsu, t.d. kulnunar, sem getur valdið langvarandi fjarveru frá vinnumarkaði. Því er mikilvægt að vinnustaðir og stjórnendur séu meðvitaðir um vinnuálag og streituvaldandi þætti í starfsumhverfinu.Er vinnuálag að aukast? Gallup á Íslandi hefur gert vinnustaðagreiningar fyrir fyrirtæki og stofnanir í rúma tvo áratugi og býr yfir stórum gagnabanka um líðan starfsfólks, starfsumhverfi og stjórnun vinnustaða. Þó ekki sé hægt að álykta með fullri vissu um vinnumarkaðinn í heild út frá þessum gögnum eru þar vísbendingar um stöðuna meðal fólks á íslenskum vinnumarkaði. Einn af þeim þáttum sem Gallup metur er vinnuálag, en spurt er hvort það sé of mikið, hæfilegt eða of lítið. Þegar gögn þeirra 65.000 einstaklinga sem svara þessari spurningu í gagnabankanum eru skoðuð síðastliðinn áratug kemur í ljós að fólk upplifði marktækt meira vinnuálag árið 2017, þar sem 43% svöruðu að vinnuálag væri of mikið, samanborið við 32% árið 2008. Hlutfall þeirra sem sögðu of mikið hækkaði í 37% árið 2009.Vala JónsdóttirFleiri vísbendingar eru um vaxandi álag og afleiðingar þess. Samkvæmt könnunum sem Gallup gerði fyrir Eflingu stéttarfélag hefur hlutfall þeirra sem sögðust hafa verið frá vinnu vegna eigin veikinda á síðustu þremur mánuðum hækkað úr 26% árið 2010 í 50% árið 2017, en vinnutengt álag er ein orsök veikindafjarveru, þó fleiri þættir geti skýrt þessa aukningu. Kulnun (e. burnout) eða starfsþrot er alvarlegt ástand sem einkennist af andlegri og líkamlegri örmögnun, neikvæðu viðhorfi til vinnunnar og minnkaðri starfsgetu. Auknar kröfur í vinnuumhverfinu í bland við skort á björgum geta leitt til kulnunar. Reglulega eru lagðar spurningar fyrir Viðhorfahóp Gallup um nokkur einkenni kulnunar. Viðhorfahópurinn er valinn með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá og þess gætt að svarendur endurspegli íslensku þjóðina. Meðal annars er spurt um örmögnun (þreytu), áhugaleysi á að mæta til vinnu, áhyggjur af vandamálum í vinnunni og neikvæð áhrif vinnu á frítíma og einkalíf. Það vekur athygli að upplifun á örmögnun var meiri árið 2017 samanborið við árið 2009, en fólk upplifði í auknum mæli í lok vinnudags að vera of þreytt til að gera nokkurn skapaðan hlut. Einnig dró úr vinnulöngun, en fleiri sögðust ekki langa í vinnuna næsta dag árið 2017 en 2009. Ekki gefa þó niðurstöður allra spurninga vísbendingar um aukin kulnunareinkenni. Þegar niðurstöður spurninga um tilfinningalegt álag eru skoðaðar voru færri árið 2017 sem höfðu áhyggjur af því að í vinnunni kæmu upp vandamál sem ekki væru auðleyst samanborið við árið 2009. Einnig voru færri árið 2017 sem áttu erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þannig að það hefði neikvæð áhrif á frítíma en árið 2009. Þetta er í takt við tölur úr gagnabanka Gallup þar sem jafnvægi milli vinnu og einkalífs er marktækt betra árið 2017 en það var árið 2009. Í ljósi þess að Ísland var í miðju efnahagshruni árið 2009 kemur ekki á óvart að fólk hafði meiri áhyggjur af vandamálum í vinnunni og hafi átt erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þá en í efnahagsuppsveiflunni árið 2017, enda reru margir vinnustaðir lífróður á þessum tíma.Álag, tækni og stjórnun Í könnunum Gallup má sjá vísbendingar um vaxandi vinnuálag, fjölgun veikindadaga og sumpart vaxandi einkenni kulnunar. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að aukið áreiti vegna snjallsímavæðingar kunni að vera ein af orsökunum fyrir þessari þróun. Á móti kemur að í tækninýjungunum geta einnig falist tækifæri fyrir starfsfólk til að stýra vinnutíma sínum betur og ná bættu jafnvægi vinnu og einkalífs, eins og einnig virðist raunin. Þá gleymist oft að snjallsímavæðingin er ekki nema áratugar gömul og að snjallsímaeign óx úr 21% árið 2011 í 86% árið 2017. Á þessum stutta tíma hefur tæknin nú þegar breytt starfsumhverfi okkar, viðskiptaumhverfinu og okkar daglega lífi og eru enn meiri og hraðari breytingar fram undan. Þessa nýju tækni erum við enn að læra að nýta og umgangast. Því er mikilvægt að gleyma því ekki að við eigum að nýta tæknina, en tæknin á ekki að stýra okkur. Stjórnendur eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að draga úr streitu starfsfólks og auka helgun á vinnustaðnum. Með því að styðja starfsfólk, gefa því tækifæri til að læra nýja hluti og veita því endurgjöf á frammistöðu, efla stjórnendur mikilvægar bjargir sem draga úr líkum á streitu af völdum langvarandi vinnuálags. Enn fremur skiptir miklu máli að stjórnendur skoði vel með hvaða hætti tæknin nýtist starfsfólki og hjálpar því að ná árangri, bæði heima og í vinnu, og með hvaða hætti tæknin veldur fólki álagi og streitu. Það er áskorun fyrir stjórnendur og vinnustaði að efla þá þætti sem styðja við starfsfólk, greina og meta álag og áreiti sem starfsfólk verður fyrir og sporna við streitu sem hefur slæmar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga og vinnustaðinn ef ekkert er að gert. Með þeim hætti sköpum við eftirsóknarverðan vinnustað.Höfundar starfa hjá Gallup Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Umræðan um aukið vinnuálag hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu og er vaxandi álag oft sett í samhengi við tæknibyltingu undanfarinna ára. Margir eru stöðugt „á vakt“ með vinnuna í snjallsímanum og mörkin milli vinnu- og einkalífs eru stöðugt óskýrari. Til að bregðast við þessum tæknibreytingum hafa Frakkar til að mynda sett bann við tölvupóstssendingum utan vinnutíma hjá fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmenn. Nýlega fór einnig fram umræða í Danmörku um að setja svipað bann í vinnulöggjöfina. Þessi umræða er ekki að ástæðulausu því vinnustreita hefur verið nefnd sem eitt af helstu heilsufarsvandamálum 21. aldarinnar.Signý Lind HeimisdóttirNiðurstöður rannsókna benda til að streita geti haft áhrif á þróun bæði andlegrar og líkamlegrar vanheilsu, t.d. kulnunar, sem getur valdið langvarandi fjarveru frá vinnumarkaði. Því er mikilvægt að vinnustaðir og stjórnendur séu meðvitaðir um vinnuálag og streituvaldandi þætti í starfsumhverfinu.Er vinnuálag að aukast? Gallup á Íslandi hefur gert vinnustaðagreiningar fyrir fyrirtæki og stofnanir í rúma tvo áratugi og býr yfir stórum gagnabanka um líðan starfsfólks, starfsumhverfi og stjórnun vinnustaða. Þó ekki sé hægt að álykta með fullri vissu um vinnumarkaðinn í heild út frá þessum gögnum eru þar vísbendingar um stöðuna meðal fólks á íslenskum vinnumarkaði. Einn af þeim þáttum sem Gallup metur er vinnuálag, en spurt er hvort það sé of mikið, hæfilegt eða of lítið. Þegar gögn þeirra 65.000 einstaklinga sem svara þessari spurningu í gagnabankanum eru skoðuð síðastliðinn áratug kemur í ljós að fólk upplifði marktækt meira vinnuálag árið 2017, þar sem 43% svöruðu að vinnuálag væri of mikið, samanborið við 32% árið 2008. Hlutfall þeirra sem sögðu of mikið hækkaði í 37% árið 2009.Vala JónsdóttirFleiri vísbendingar eru um vaxandi álag og afleiðingar þess. Samkvæmt könnunum sem Gallup gerði fyrir Eflingu stéttarfélag hefur hlutfall þeirra sem sögðust hafa verið frá vinnu vegna eigin veikinda á síðustu þremur mánuðum hækkað úr 26% árið 2010 í 50% árið 2017, en vinnutengt álag er ein orsök veikindafjarveru, þó fleiri þættir geti skýrt þessa aukningu. Kulnun (e. burnout) eða starfsþrot er alvarlegt ástand sem einkennist af andlegri og líkamlegri örmögnun, neikvæðu viðhorfi til vinnunnar og minnkaðri starfsgetu. Auknar kröfur í vinnuumhverfinu í bland við skort á björgum geta leitt til kulnunar. Reglulega eru lagðar spurningar fyrir Viðhorfahóp Gallup um nokkur einkenni kulnunar. Viðhorfahópurinn er valinn með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá og þess gætt að svarendur endurspegli íslensku þjóðina. Meðal annars er spurt um örmögnun (þreytu), áhugaleysi á að mæta til vinnu, áhyggjur af vandamálum í vinnunni og neikvæð áhrif vinnu á frítíma og einkalíf. Það vekur athygli að upplifun á örmögnun var meiri árið 2017 samanborið við árið 2009, en fólk upplifði í auknum mæli í lok vinnudags að vera of þreytt til að gera nokkurn skapaðan hlut. Einnig dró úr vinnulöngun, en fleiri sögðust ekki langa í vinnuna næsta dag árið 2017 en 2009. Ekki gefa þó niðurstöður allra spurninga vísbendingar um aukin kulnunareinkenni. Þegar niðurstöður spurninga um tilfinningalegt álag eru skoðaðar voru færri árið 2017 sem höfðu áhyggjur af því að í vinnunni kæmu upp vandamál sem ekki væru auðleyst samanborið við árið 2009. Einnig voru færri árið 2017 sem áttu erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þannig að það hefði neikvæð áhrif á frítíma en árið 2009. Þetta er í takt við tölur úr gagnabanka Gallup þar sem jafnvægi milli vinnu og einkalífs er marktækt betra árið 2017 en það var árið 2009. Í ljósi þess að Ísland var í miðju efnahagshruni árið 2009 kemur ekki á óvart að fólk hafði meiri áhyggjur af vandamálum í vinnunni og hafi átt erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þá en í efnahagsuppsveiflunni árið 2017, enda reru margir vinnustaðir lífróður á þessum tíma.Álag, tækni og stjórnun Í könnunum Gallup má sjá vísbendingar um vaxandi vinnuálag, fjölgun veikindadaga og sumpart vaxandi einkenni kulnunar. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að aukið áreiti vegna snjallsímavæðingar kunni að vera ein af orsökunum fyrir þessari þróun. Á móti kemur að í tækninýjungunum geta einnig falist tækifæri fyrir starfsfólk til að stýra vinnutíma sínum betur og ná bættu jafnvægi vinnu og einkalífs, eins og einnig virðist raunin. Þá gleymist oft að snjallsímavæðingin er ekki nema áratugar gömul og að snjallsímaeign óx úr 21% árið 2011 í 86% árið 2017. Á þessum stutta tíma hefur tæknin nú þegar breytt starfsumhverfi okkar, viðskiptaumhverfinu og okkar daglega lífi og eru enn meiri og hraðari breytingar fram undan. Þessa nýju tækni erum við enn að læra að nýta og umgangast. Því er mikilvægt að gleyma því ekki að við eigum að nýta tæknina, en tæknin á ekki að stýra okkur. Stjórnendur eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að draga úr streitu starfsfólks og auka helgun á vinnustaðnum. Með því að styðja starfsfólk, gefa því tækifæri til að læra nýja hluti og veita því endurgjöf á frammistöðu, efla stjórnendur mikilvægar bjargir sem draga úr líkum á streitu af völdum langvarandi vinnuálags. Enn fremur skiptir miklu máli að stjórnendur skoði vel með hvaða hætti tæknin nýtist starfsfólki og hjálpar því að ná árangri, bæði heima og í vinnu, og með hvaða hætti tæknin veldur fólki álagi og streitu. Það er áskorun fyrir stjórnendur og vinnustaði að efla þá þætti sem styðja við starfsfólk, greina og meta álag og áreiti sem starfsfólk verður fyrir og sporna við streitu sem hefur slæmar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga og vinnustaðinn ef ekkert er að gert. Með þeim hætti sköpum við eftirsóknarverðan vinnustað.Höfundar starfa hjá Gallup
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun