Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 16:24 Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. rödd unga fólksins Framsóknarflokkurinn í Grindavík, með Sigurð Óla Þorleifsson í broddi fylkingar, ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta en síðustu daga hefur hann átt í viðræðum með Miðflokki, Samfylkingu og Röddum unga fólksins. Flokkurinn hefur nú snúið sér að Sjálfstæðisflokki og ætlar nú að kanna hvort flokkarnir nái saman. „Sama hvernig þetta fer þá munum við alltaf vinna saman,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, í samtali við vísi. Rödd unga fólksins hefur talsverða sérstöðu en flokkurinn er að mestu skipaður fólki á tvítugs og þrítugsaldri. Helga Dís er enn að átta sig á niðurstöðum sveitarstjórnarkosninga en þessi nýstofnaði flokkur er næststærsti flokkurinn í Grindavík að loknum kosningum með 19,2% atkvæða.Stóðu á tímamótum Helga Dís segir að hugmyndin um stofnun nýs stjórnmálaafls hafi kviknað þegar nokkrir af gömlu skólafélögunum hittust á haustmánuðum síðasta árs. Hún segir að þau hafi flest staðið á tímamótum í sínu lífi og hafi verið farin að velta fyrir sér hvort þau ætluðu að setjast að í Grindavík eða leita tækifæra annars staðar. „Við vorum flest á þeim stað í lífinu að við vorum að safna fyrir innborgun á íbúð og að stofna fjölskyldu og þess háttar. Við vorum á þeim tímamótum að við vorum að taka ákvörðun um það […] hvort við ætluðum að flytja aftur heim eða hvað við ætluðum að gera. Þá barst talið að ýmsum málefnum varðandi bæinn. Við höfðum bara sterkar skoðanir á því. Við búum í frábæru bæjarfélagi en það er margt sem má gera betur,“ segir Helga Dís sem bendir á að frambjóðendum Radda unga fólksins var boðið að taka sæti á öðrum listum en þeir hafi frekar vilja nýta samtakamátt unga fólksins til áhrifa. Það væri brýnt að raddir þeirra heyrðust við ákvörðunartökuborðið. „Tilfinning okkar er sú að það sem heldur aftur að ungu fólki er að það nennir ekki að vera að svara fyrir rótgróna flokka eða vera skilgreind eftir rótgrónum flokkum,“ segir Helga Dís, því hafi þau ákveðið að skapa vettvang til þess að gera Grindavík að betra bæjarfélagi „þannig að það væri engin spurning að við vildum flytja aftur heim.“ Það sem er efst á blaði hjá Röddum unga fólksins eru daggæslumálin og húsnæðismálin. „Eins og staðan er núna er ég að reyna að flytja að heiman en get það ekki því það vantar framboð á minni íbúðum. Þetta eru mál sem allir eru sammála um að það þurfi að fara í. Við viljum líka helst beita okkur fyrir því að hafa opna stjórnsýslu; opið bókhald og þjónustumiðaða stjórnsýslu“ Kosningar 2018 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Grindavík, með Sigurð Óla Þorleifsson í broddi fylkingar, ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta en síðustu daga hefur hann átt í viðræðum með Miðflokki, Samfylkingu og Röddum unga fólksins. Flokkurinn hefur nú snúið sér að Sjálfstæðisflokki og ætlar nú að kanna hvort flokkarnir nái saman. „Sama hvernig þetta fer þá munum við alltaf vinna saman,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, í samtali við vísi. Rödd unga fólksins hefur talsverða sérstöðu en flokkurinn er að mestu skipaður fólki á tvítugs og þrítugsaldri. Helga Dís er enn að átta sig á niðurstöðum sveitarstjórnarkosninga en þessi nýstofnaði flokkur er næststærsti flokkurinn í Grindavík að loknum kosningum með 19,2% atkvæða.Stóðu á tímamótum Helga Dís segir að hugmyndin um stofnun nýs stjórnmálaafls hafi kviknað þegar nokkrir af gömlu skólafélögunum hittust á haustmánuðum síðasta árs. Hún segir að þau hafi flest staðið á tímamótum í sínu lífi og hafi verið farin að velta fyrir sér hvort þau ætluðu að setjast að í Grindavík eða leita tækifæra annars staðar. „Við vorum flest á þeim stað í lífinu að við vorum að safna fyrir innborgun á íbúð og að stofna fjölskyldu og þess háttar. Við vorum á þeim tímamótum að við vorum að taka ákvörðun um það […] hvort við ætluðum að flytja aftur heim eða hvað við ætluðum að gera. Þá barst talið að ýmsum málefnum varðandi bæinn. Við höfðum bara sterkar skoðanir á því. Við búum í frábæru bæjarfélagi en það er margt sem má gera betur,“ segir Helga Dís sem bendir á að frambjóðendum Radda unga fólksins var boðið að taka sæti á öðrum listum en þeir hafi frekar vilja nýta samtakamátt unga fólksins til áhrifa. Það væri brýnt að raddir þeirra heyrðust við ákvörðunartökuborðið. „Tilfinning okkar er sú að það sem heldur aftur að ungu fólki er að það nennir ekki að vera að svara fyrir rótgróna flokka eða vera skilgreind eftir rótgrónum flokkum,“ segir Helga Dís, því hafi þau ákveðið að skapa vettvang til þess að gera Grindavík að betra bæjarfélagi „þannig að það væri engin spurning að við vildum flytja aftur heim.“ Það sem er efst á blaði hjá Röddum unga fólksins eru daggæslumálin og húsnæðismálin. „Eins og staðan er núna er ég að reyna að flytja að heiman en get það ekki því það vantar framboð á minni íbúðum. Þetta eru mál sem allir eru sammála um að það þurfi að fara í. Við viljum líka helst beita okkur fyrir því að hafa opna stjórnsýslu; opið bókhald og þjónustumiðaða stjórnsýslu“
Kosningar 2018 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira