Framtíð frístundaheimilanna í Reykjavík Þorsteinn V. Einarsson og Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 21. maí 2018 14:46 Við viljum fjármagna og setja í forgang aðgerðir úr skýrslu starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila. Forgangsröðum í þágu barna og fjölskyldna. Þó frístundaheimilin séu orðin óaðskiljanlegur hluti af skólastarfi og daglegu lífi reykvískra barna hefur mannekla sett svip sinn á þessa starfsemi eins og ýmsa aðra þjónustu er varða börnin okkar. Færri hafa komist að en vilja og biðlistar eru inn á frístundaheimili. Þetta er eitthvað sem verður að breyta: Við þurfum að tryggja meira fjármagn til frístundaheimilanna og gera starfsaðstæður starfsfólks þeirra betri. Við viljum forgangsraða í þágu barna og barnafjölskyldna.Starfið á frístundaheimilum Frístundaheimilin þjóna börnum á aldrinum 6-9 ára, og leika lykilhlutverk í félagsþroska og vinatengslum barna, sérstaklega í fyrsta og öðrum bekk. Starfsfólkið sem tekur á móti börnunum er til staðar til þess að hjálpa börnunum að þroskast í umhverfi sem endurspeglast meira af leik en gerist inn í kennslustofum. Börnin fá þjálfun í lýðræðislegum athöfnum og læra grundvallarreglur samfélagsins í gegnum leik. Enda er mikilvægt að læra að leika sér og nýta frítímann á uppbyggilegan hátt. Með skipulegum áhugatengdum verkefnum og frjálsum leik í bland þroskar starfið á frístundaheimilum tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska barna. Þar kemur inn í fagþekking og skilningur starfsmanna á þroskaferli barnanna.Ragnar Karl Jóhannsson.Stöndum vörð um fagþekkinguna Þessi faglega þróun hefur átt sér stað undanfarin ár, en ennþá eru margir sem líta á frístundaheimilin sem einhverskonar daggæslu fyrir börn á skólaaldri. Þau séu í raun ekkert frábrugðin gæsluvöllum, en bara fyrir aðeins eldri aldurshóp. Foreldrar geti skilið börnin eftir sæmilega örugg um að þau komi sér ekki í nein stórfengleg vandræði eftir skóla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun frístundaheimilanna og fagvitund frístundavettvangsins hefur þróast mikið undanfarin ár. Meðal annars hefur verið stofnuð sérstök námsbraut við Háskóla Íslands sem ber heitið Tómstunda- og félagsmálafræði, en sú námsbraut er í stöðugri þróun. Þaðan hafa 240 útskrifast en í dag eru ca 40 í grunnnáminu. Mikilvægt er að fagþekking frístundaheimila fái áfram að þróast og frístundaheimilin verði áfram undir forystu fagfólks í frítímanum.Frístundaheimilin til framtíðar Eins og svo margt annað sem við teljum sjálfsagða þjónustu sem við gætum ekki hugsað okkur að vera án eru frístundaheimili ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins, en án þeirra væru ansi margir Reykvískir foreldrar í miklum vandræðum. Reykjavíkurborg þarf að hlúa enn betur að húsnæðiskosti frístundaheimilanna og starfsaðstæðum og launakjörum starfsfólks þeirra. Skýrsla starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila skilaði af sér tillögum fyrir skömmu. Þær snúa um framtíð frístundaheimilanna og hvernig við náum að viðhalda áfram faglegu og metnaðarfullu starfi. Við vonumst til þess að fá tækifæri til að tryggja fjármagn í þessar aðgerðir og fylgja því á eftir að frístundastarf fái að þróast áfram næstu áratugina. Við viljum að hagsmunir barnafjölskylda séu í forgangi í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og þess vegna þurfum við ykkar stuðning í kosningum.Þorsteinn V. Einarsson deildarstjóri í frístundamiðstöð og grunnskólakennari skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.Ragnar Karl Jóhannsson forstöðumaður á frístundaheimili og uppeldis- og tómstundafræðingur skipar 13. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við viljum fjármagna og setja í forgang aðgerðir úr skýrslu starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila. Forgangsröðum í þágu barna og fjölskyldna. Þó frístundaheimilin séu orðin óaðskiljanlegur hluti af skólastarfi og daglegu lífi reykvískra barna hefur mannekla sett svip sinn á þessa starfsemi eins og ýmsa aðra þjónustu er varða börnin okkar. Færri hafa komist að en vilja og biðlistar eru inn á frístundaheimili. Þetta er eitthvað sem verður að breyta: Við þurfum að tryggja meira fjármagn til frístundaheimilanna og gera starfsaðstæður starfsfólks þeirra betri. Við viljum forgangsraða í þágu barna og barnafjölskyldna.Starfið á frístundaheimilum Frístundaheimilin þjóna börnum á aldrinum 6-9 ára, og leika lykilhlutverk í félagsþroska og vinatengslum barna, sérstaklega í fyrsta og öðrum bekk. Starfsfólkið sem tekur á móti börnunum er til staðar til þess að hjálpa börnunum að þroskast í umhverfi sem endurspeglast meira af leik en gerist inn í kennslustofum. Börnin fá þjálfun í lýðræðislegum athöfnum og læra grundvallarreglur samfélagsins í gegnum leik. Enda er mikilvægt að læra að leika sér og nýta frítímann á uppbyggilegan hátt. Með skipulegum áhugatengdum verkefnum og frjálsum leik í bland þroskar starfið á frístundaheimilum tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska barna. Þar kemur inn í fagþekking og skilningur starfsmanna á þroskaferli barnanna.Ragnar Karl Jóhannsson.Stöndum vörð um fagþekkinguna Þessi faglega þróun hefur átt sér stað undanfarin ár, en ennþá eru margir sem líta á frístundaheimilin sem einhverskonar daggæslu fyrir börn á skólaaldri. Þau séu í raun ekkert frábrugðin gæsluvöllum, en bara fyrir aðeins eldri aldurshóp. Foreldrar geti skilið börnin eftir sæmilega örugg um að þau komi sér ekki í nein stórfengleg vandræði eftir skóla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun frístundaheimilanna og fagvitund frístundavettvangsins hefur þróast mikið undanfarin ár. Meðal annars hefur verið stofnuð sérstök námsbraut við Háskóla Íslands sem ber heitið Tómstunda- og félagsmálafræði, en sú námsbraut er í stöðugri þróun. Þaðan hafa 240 útskrifast en í dag eru ca 40 í grunnnáminu. Mikilvægt er að fagþekking frístundaheimila fái áfram að þróast og frístundaheimilin verði áfram undir forystu fagfólks í frítímanum.Frístundaheimilin til framtíðar Eins og svo margt annað sem við teljum sjálfsagða þjónustu sem við gætum ekki hugsað okkur að vera án eru frístundaheimili ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins, en án þeirra væru ansi margir Reykvískir foreldrar í miklum vandræðum. Reykjavíkurborg þarf að hlúa enn betur að húsnæðiskosti frístundaheimilanna og starfsaðstæðum og launakjörum starfsfólks þeirra. Skýrsla starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila skilaði af sér tillögum fyrir skömmu. Þær snúa um framtíð frístundaheimilanna og hvernig við náum að viðhalda áfram faglegu og metnaðarfullu starfi. Við vonumst til þess að fá tækifæri til að tryggja fjármagn í þessar aðgerðir og fylgja því á eftir að frístundastarf fái að þróast áfram næstu áratugina. Við viljum að hagsmunir barnafjölskylda séu í forgangi í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og þess vegna þurfum við ykkar stuðning í kosningum.Þorsteinn V. Einarsson deildarstjóri í frístundamiðstöð og grunnskólakennari skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.Ragnar Karl Jóhannsson forstöðumaður á frístundaheimili og uppeldis- og tómstundafræðingur skipar 13. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík