Gerum breytingar í Kópavogi Geir Þorsteinsson skrifar 21. maí 2018 22:46 Í komandi kosningum til bæjarstjórnar geta íbúar gert breytingar á skipan bæjarstjórnar með því að styðja framboð Miðflokksins. Breytingar eru nauðsynlegar til að leiða fram nýjar hugmyndir og framtíðarsýn sem skipar Kópavogsbæ í fremstu röð bæjarfélaga á Íslandi. Miðflokkurinn ætlar að lækka álögur á íbúa, þannig að skattar í Kópavogi verði þeir lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Við ætlum að lækka útsvarið í 13,5%, fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði um 20% og atvinnuhúsnæði um 10%. Við ætlum að lækka enn frekar fasteignagjöld á tekjulága örorku- og ellilífeyrisþega eins og heimild er fyrir. Þetta mun leiða til þess að íbúar halda eftir meiri hluta sinna tekna. Þetta er hægt þar sem skatttekjur bæjarins hafa aukist mikið vegna hærri tekna bæjarbúa og hærra fasteignamats. Nú er rétti tíminn til þess að leyfa bæjarbúum að njóta erfiðis síns og létta á þeim álögur. Skattar eiga að vera hóflegir og í takt við þörf og þróun hagkerfisins. Bæjarfélagið á að reka með hagkvæmni og skynsemi í fyrirrúmi. Ekki mun verða veruleg breyting á skatttekjum bæjarins í krónum talið á milli ára við þessar breytingar. Kakan hefur stækkað og þarf bæjarsjóður minni sneið af henni til að afla nægra tekna til reksturs. Það er stefna Miðflokksins að reka bæjarsjóð með hagnaði en ekki hagnaði upp á marga milljarða króna - krónur bæjarbúar sem betur eiga heima í vösum þeirra. Miðflokkurinn ætlar að forgangsraða í þágu fjölskyldna með ung börn, gera átak í málefnum leikskóla og dagforeldra til að börn komist í dagvistun við 1 árs aldur, niðurgreiða að fullu næringarríkar skólamáltíðir 6-12 ára barna og hækka frístundatyrk upp í 75 þús. kr. Miðflokkurinn mun reka ábyrga fjármálastefnu og gerir sér grein fyrir að kostnaðurinn við þessar aðgerðir verður hátt í milljarður króna á ári en bæjarfélagið hefur borð fyrir báru og getur samhliða þessu greitt niður langtímaskuldir þrátt fyrir minni álögur á bæjarbúa.Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum til bæjarstjórnar geta íbúar gert breytingar á skipan bæjarstjórnar með því að styðja framboð Miðflokksins. Breytingar eru nauðsynlegar til að leiða fram nýjar hugmyndir og framtíðarsýn sem skipar Kópavogsbæ í fremstu röð bæjarfélaga á Íslandi. Miðflokkurinn ætlar að lækka álögur á íbúa, þannig að skattar í Kópavogi verði þeir lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Við ætlum að lækka útsvarið í 13,5%, fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði um 20% og atvinnuhúsnæði um 10%. Við ætlum að lækka enn frekar fasteignagjöld á tekjulága örorku- og ellilífeyrisþega eins og heimild er fyrir. Þetta mun leiða til þess að íbúar halda eftir meiri hluta sinna tekna. Þetta er hægt þar sem skatttekjur bæjarins hafa aukist mikið vegna hærri tekna bæjarbúa og hærra fasteignamats. Nú er rétti tíminn til þess að leyfa bæjarbúum að njóta erfiðis síns og létta á þeim álögur. Skattar eiga að vera hóflegir og í takt við þörf og þróun hagkerfisins. Bæjarfélagið á að reka með hagkvæmni og skynsemi í fyrirrúmi. Ekki mun verða veruleg breyting á skatttekjum bæjarins í krónum talið á milli ára við þessar breytingar. Kakan hefur stækkað og þarf bæjarsjóður minni sneið af henni til að afla nægra tekna til reksturs. Það er stefna Miðflokksins að reka bæjarsjóð með hagnaði en ekki hagnaði upp á marga milljarða króna - krónur bæjarbúar sem betur eiga heima í vösum þeirra. Miðflokkurinn ætlar að forgangsraða í þágu fjölskyldna með ung börn, gera átak í málefnum leikskóla og dagforeldra til að börn komist í dagvistun við 1 árs aldur, niðurgreiða að fullu næringarríkar skólamáltíðir 6-12 ára barna og hækka frístundatyrk upp í 75 þús. kr. Miðflokkurinn mun reka ábyrga fjármálastefnu og gerir sér grein fyrir að kostnaðurinn við þessar aðgerðir verður hátt í milljarður króna á ári en bæjarfélagið hefur borð fyrir báru og getur samhliða þessu greitt niður langtímaskuldir þrátt fyrir minni álögur á bæjarbúa.Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Miðflokksins.