Hvers vegna hjóla ég? Katrín Atladóttir skrifar 22. maí 2018 15:00 Hjólreiðar eru vaxandi samgöngumáti. Í síðustu könnun á ferðavenjum Reykvíkinga var hlutdeild hjólreiða sjö prósent ferða. Í Vesturbæ og Hlíðum fóru tíu prósent íbúa ferða sinna hjólandi. En af hverju hjóla Reykvíkingar? Ímynd hjólreiða sem samgöngumáta virðist hjá sumum Reykvíkingum vera börn og sérvitringar. Við hjónin hjólum töluvert til vinnu og nýtum hjólin oftar en ekki til styttri ferða. Ástæðan er hagkvæmni og jafnvel má segja að í mínum huga sé lúxus að hjóla. Að hjóla til vinnu á fallegum vormorgni eru lífsgæði, ekki kvöð. Þarna fást fimmtán mínútur til að hugsa málin, hlaða andlegar rafhlöður fyrir vinnudaginn, fá blóðið smá á hreyfingu og roða í kinnar. Engin bið í umferðarhnútum og ég legg við dyrnar á áfangastað án þess að leita að bílastæði. Ég get ekki hugsað mér betra upphaf á deginum. Þeir sem vilja ekki hjóla þurfa ekki að hjóla. Þessi sjö prósent heildarferða okkar Reykvíkinga eru farnar utan umferðaræða, svo þær létta á bílaumferðinni. Með því að auka hlutfall annarra samgöngumáta en bílferða minnkar mengun og svifryk, sem fer oftar yfir viðmiðunarmörk í Reykjavík en í sumum erlendum stórborgum. Sumir geta kosið að eiga einn bíl þegar þeir þyrftu ella tvo. Sumir kjósa að eiga engan bíl. Málið snýst um valkosti. Val til þess að ganga, hjóla, keyra eða nota almenningssamgöngur. Frelsi til að blanda þessu öllu saman eftir hentugleika. Hjólreiðar eru hagkvæmar fyrir Reykvíkinga og öllum til bóta. Líka fyrir þá sem stunda þær ekki. Ég hyggst beita mér fyrir því að Reykvíkingar hafi val um fjölbreyttar samgöngur.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2018 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hjólreiðar eru vaxandi samgöngumáti. Í síðustu könnun á ferðavenjum Reykvíkinga var hlutdeild hjólreiða sjö prósent ferða. Í Vesturbæ og Hlíðum fóru tíu prósent íbúa ferða sinna hjólandi. En af hverju hjóla Reykvíkingar? Ímynd hjólreiða sem samgöngumáta virðist hjá sumum Reykvíkingum vera börn og sérvitringar. Við hjónin hjólum töluvert til vinnu og nýtum hjólin oftar en ekki til styttri ferða. Ástæðan er hagkvæmni og jafnvel má segja að í mínum huga sé lúxus að hjóla. Að hjóla til vinnu á fallegum vormorgni eru lífsgæði, ekki kvöð. Þarna fást fimmtán mínútur til að hugsa málin, hlaða andlegar rafhlöður fyrir vinnudaginn, fá blóðið smá á hreyfingu og roða í kinnar. Engin bið í umferðarhnútum og ég legg við dyrnar á áfangastað án þess að leita að bílastæði. Ég get ekki hugsað mér betra upphaf á deginum. Þeir sem vilja ekki hjóla þurfa ekki að hjóla. Þessi sjö prósent heildarferða okkar Reykvíkinga eru farnar utan umferðaræða, svo þær létta á bílaumferðinni. Með því að auka hlutfall annarra samgöngumáta en bílferða minnkar mengun og svifryk, sem fer oftar yfir viðmiðunarmörk í Reykjavík en í sumum erlendum stórborgum. Sumir geta kosið að eiga einn bíl þegar þeir þyrftu ella tvo. Sumir kjósa að eiga engan bíl. Málið snýst um valkosti. Val til þess að ganga, hjóla, keyra eða nota almenningssamgöngur. Frelsi til að blanda þessu öllu saman eftir hentugleika. Hjólreiðar eru hagkvæmar fyrir Reykvíkinga og öllum til bóta. Líka fyrir þá sem stunda þær ekki. Ég hyggst beita mér fyrir því að Reykvíkingar hafi val um fjölbreyttar samgöngur.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar