Ábyrgðarmenn námslána gætu átt kröfu á LÍN eftir nýjan dóm Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. maí 2018 08:00 Lögmaður segir ekki útilokað að LÍN hafi þegar innheimt kröfur sem teljast ólögmætar. Vísir/eyþór Lögmaður segir mögulegt að fjöldi ábyrgðarmanna gæti átt kröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna á grundvelli dóms Hæstaréttar sem féll í síðustu viku. Með dóminum er því slegið föstu að ábyrgðarmenn vegna viðbótarlána beri ekki ábyrgð á fyrri námslánum, heldur einungis þeim hluta sem greiddur er út eftir að ábyrgðarmaðurinn gekk í ábyrgð. „Í þessum tilvikum hefur LÍN litið svo á að allir ábyrgðarmenn beri sameiginlega ábyrgð á lánum námsmannsins, sama á hvaða stigi lánin voru tekin,“ segir Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður og bætir við: „Dómurinn fellst hins vegar ekki á þessa túlkun LÍN og kemst að þeirri niðurstöðu að ábyrgðarmaðurinn beri eingöngu sjálfskuldarábyrgð á því láni sem greitt er út eftir að hann gerist ábyrgðarmaður.“Haukur Örn BirgissonAðspurður segir Haukur ekki útiloka að Lánasjóðurinn hafi þegar innheimt kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem teljast ólögmætar samkvæmt þessari niðurstöðu. „Hafi einhverjir ábyrgðarmenn greitt lán að fullu sem þeir gengust í ábyrgð fyrir á síðari stigum, án vitneskju um að þeir beri ekki fulla ábyrgð, þyrftu þeir að láta kanna rétt sinn og hvort þeir eigi kröfu á Lánasjóðinn vegna þessa,“ segir Haukur. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvort Lánasjóðurinn bregðist með einhverjum hætti við niðurstöðu Hæstaréttar; hvort þeir sem gangast í ábyrgðir héðan í frá verði látnir undirrita sjálfskuldarábyrgðarskjöl með víðtækari ábyrgð og hvort sjóðurinn muni jafnvel setja sig í samband við ábyrgðarmenn til að óska eftir afturvirkum breytingum á sjálfskuldarábyrgðum þeirra. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir ekki standa til að bregðast við með ofangreindum hætti. Ábyrgðarmannakerfið hafi að mestu verið lagt af, og stofnunin óski ekki eftir ábyrgðarmanni nema í þeim tilvikum þegar námsmaður er á vanskilaskrá. Hún segir innheimtu hjá sjóðnum munu fara eftir niðurstöðu dómsins en af honum megi draga tvær reglur um ábyrgðarmenn. „Þarna kveður Hæstiréttur alveg skýrt á um að það að ef fyrri ábyrgðarmaður uppfyllir ekki lengur skilyrði sjóðsins sem ábyrgðarmaður, til dæmis vegna reglna um ríkisfang, búsetu eða greiðslugetu og það er kominn nýr ábyrgðarmaður í staðinn að kröfu sjóðsins, þá tekur hann við allri ábyrgð lánsins. En þegar um er að ræða nýja ábyrgð á nýjum lánum, þá ber nýr ábyrgðarmaður eingöngu ábyrgð á þeim,“ segir Hrafnhildur og kveður innheimtuna fara eftir þessu en ljóst sé að skoða þurfi í hverju tilviki fyrir sig hver tilurð nýs ábyrgðarmanns hafi verið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Lögmaður segir mögulegt að fjöldi ábyrgðarmanna gæti átt kröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna á grundvelli dóms Hæstaréttar sem féll í síðustu viku. Með dóminum er því slegið föstu að ábyrgðarmenn vegna viðbótarlána beri ekki ábyrgð á fyrri námslánum, heldur einungis þeim hluta sem greiddur er út eftir að ábyrgðarmaðurinn gekk í ábyrgð. „Í þessum tilvikum hefur LÍN litið svo á að allir ábyrgðarmenn beri sameiginlega ábyrgð á lánum námsmannsins, sama á hvaða stigi lánin voru tekin,“ segir Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður og bætir við: „Dómurinn fellst hins vegar ekki á þessa túlkun LÍN og kemst að þeirri niðurstöðu að ábyrgðarmaðurinn beri eingöngu sjálfskuldarábyrgð á því láni sem greitt er út eftir að hann gerist ábyrgðarmaður.“Haukur Örn BirgissonAðspurður segir Haukur ekki útiloka að Lánasjóðurinn hafi þegar innheimt kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem teljast ólögmætar samkvæmt þessari niðurstöðu. „Hafi einhverjir ábyrgðarmenn greitt lán að fullu sem þeir gengust í ábyrgð fyrir á síðari stigum, án vitneskju um að þeir beri ekki fulla ábyrgð, þyrftu þeir að láta kanna rétt sinn og hvort þeir eigi kröfu á Lánasjóðinn vegna þessa,“ segir Haukur. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvort Lánasjóðurinn bregðist með einhverjum hætti við niðurstöðu Hæstaréttar; hvort þeir sem gangast í ábyrgðir héðan í frá verði látnir undirrita sjálfskuldarábyrgðarskjöl með víðtækari ábyrgð og hvort sjóðurinn muni jafnvel setja sig í samband við ábyrgðarmenn til að óska eftir afturvirkum breytingum á sjálfskuldarábyrgðum þeirra. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir ekki standa til að bregðast við með ofangreindum hætti. Ábyrgðarmannakerfið hafi að mestu verið lagt af, og stofnunin óski ekki eftir ábyrgðarmanni nema í þeim tilvikum þegar námsmaður er á vanskilaskrá. Hún segir innheimtu hjá sjóðnum munu fara eftir niðurstöðu dómsins en af honum megi draga tvær reglur um ábyrgðarmenn. „Þarna kveður Hæstiréttur alveg skýrt á um að það að ef fyrri ábyrgðarmaður uppfyllir ekki lengur skilyrði sjóðsins sem ábyrgðarmaður, til dæmis vegna reglna um ríkisfang, búsetu eða greiðslugetu og það er kominn nýr ábyrgðarmaður í staðinn að kröfu sjóðsins, þá tekur hann við allri ábyrgð lánsins. En þegar um er að ræða nýja ábyrgð á nýjum lánum, þá ber nýr ábyrgðarmaður eingöngu ábyrgð á þeim,“ segir Hrafnhildur og kveður innheimtuna fara eftir þessu en ljóst sé að skoða þurfi í hverju tilviki fyrir sig hver tilurð nýs ábyrgðarmanns hafi verið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum