Sjálfbær hverfi og framtíð úthverfanna Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 23. maí 2018 12:04 Málefni úthverfanna hafa töluvert verið til umræðu í kosningabaráttunni. Þessi umræða er þó stundum á ákveðnum villigötum. Í grein frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins hér á Vísi um helgina „Stöndum vörð um úthverfin“ er talið upp það sem miður hafi farið í Grafarvoginum á síðustu árum og gerir úr því skóna að það sé núverandi borgarstjórn að kenna. Í rauninni er hún hins vegar að benda á gallana í úthverfavæðingu borgarinnar áratugina á undan og mikilvægi þess að vinna að þéttingu byggða og stuðla þannig að sjálfbærum hverfum þar sem þjónusta getur blómstrað. Verra var þó að sjá höfundinn, Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinsson reyna þyrla upp ryki í augu kjósenda til þess að slá pólitískar keilur. Hún heldur því fram í greininni að til standi að þrengja Gullinbrú niður í eina akrein í hvora átt svo koma megi borgarlínu fyrir. Engar slíkar fyrirætlanir eru uppi, og verður ekki annað séð en að Sjálfstæðismenn vilji espa upp andstöðu gegn borgarlínu með ósönnum fullyrðingum. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa reynt þetta, en tveir aðrir frambjóðendur hafa reynt svona lagað nýlega.Fylgifiskur uppbyggingarinnar Við uppbyggingu nýrra úthverfa lítur yfirleitt allt vel út. Þannig leit það út á fyrstu árum Grafarvogsins og meðan ég var að vaxa úr grasi í hverfinu óx hverfið hratt. Þjónusta dafnaði, leik- og grunnskólar voru byggðir upp. Leikvellir voru á hverju strái og samspilið við náttúruna var gott. Hægt var að búa í hverfi sem hafði upp á allt að bjóða og ekki þurfti að leita út fyrir hverfið fyrir neitt því hér var allt til staðar. Grafarvogurinn sprengdi hins vegar mjög fljótt meginumferðaræðarnar inn í hverfið. Raðirnar sem mynduðust þegar Gullinbrúin var einbreið voru daglegt brauð fyrir íbúa hverfisins sem unnu utan þess. Umferðarhnúturinn leystist ekki fyrr en brúin var breikkuð og það stendur ekki til að breyta því, hvað sem Sjálfstæðismenn segja. Síðan hefur þjónusta annaðhvort farið út úr hverfinu og sá verslunarkjarni sem helst virkar er Spöngin. Fyrir þá sem búa lengst frá er a.m.k. 30 mínútna göngutúr til að komast þangað. Skóla og leikskólaeiningar hafa minnkað og í hagræðingarskyni hefur komið til sameininga þar sem að skólabyggingar voru orðnar vannýttar og verið að leita leiða til að nýta mannauðinn betur innan skólanna. Því hefur kostnaður sveitarfélagsins að halda þessari þjónustu út hækkað.Hvað getum við lært? Við höfum lært það að með hraðri uppbyggingu er allt í blóma í upphafi og hverfið tekur á sig mynd, en þegar hverfið fer að eldast, þá fækkar verulega í skólum og önnur þjónusta líður fyrir það. Nýjir kaupendur, ungt fólk, hefur ekki efni á stórum eignum og hverfið eldist og hnignar. Úthverfauppbygging er skammtímalausn. Langtímalausn eru blönduð og þétt hverfi sem geta verið sjálfbær. Við þurfum að endurhanna gömul hverfi í þessum anda. Þegar við horfum til framtíðar, þá þurfum við að horfa til þess að endurnýjun í hverfum verði stöðugri en ekki sveiflubundin, eins og hún er í dag. Við þurfum að skipuleggja byggð þar sem fjölbreytileiki er hafður í fyrirrúmi og allir hópar sjáu sér fært um að búa þar. Með því getum við náð betri nýtingu úr þeim innviðum sem þegar eru til staðar í hverfum. Í stað þess að finna upp og byggja hjólið í hvert skipti. Með því að skipuleggja af skynsemi nýtum við fjármuni betur, við búum til skemmtilegri byggð og við drögum úr umferðarteppum. Vinnum saman málefnalega að langtímalausnum.Ragnar Karl Jóhannsson, höfundur er varamaður í hverfisráðu Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni úthverfanna hafa töluvert verið til umræðu í kosningabaráttunni. Þessi umræða er þó stundum á ákveðnum villigötum. Í grein frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins hér á Vísi um helgina „Stöndum vörð um úthverfin“ er talið upp það sem miður hafi farið í Grafarvoginum á síðustu árum og gerir úr því skóna að það sé núverandi borgarstjórn að kenna. Í rauninni er hún hins vegar að benda á gallana í úthverfavæðingu borgarinnar áratugina á undan og mikilvægi þess að vinna að þéttingu byggða og stuðla þannig að sjálfbærum hverfum þar sem þjónusta getur blómstrað. Verra var þó að sjá höfundinn, Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinsson reyna þyrla upp ryki í augu kjósenda til þess að slá pólitískar keilur. Hún heldur því fram í greininni að til standi að þrengja Gullinbrú niður í eina akrein í hvora átt svo koma megi borgarlínu fyrir. Engar slíkar fyrirætlanir eru uppi, og verður ekki annað séð en að Sjálfstæðismenn vilji espa upp andstöðu gegn borgarlínu með ósönnum fullyrðingum. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa reynt þetta, en tveir aðrir frambjóðendur hafa reynt svona lagað nýlega.Fylgifiskur uppbyggingarinnar Við uppbyggingu nýrra úthverfa lítur yfirleitt allt vel út. Þannig leit það út á fyrstu árum Grafarvogsins og meðan ég var að vaxa úr grasi í hverfinu óx hverfið hratt. Þjónusta dafnaði, leik- og grunnskólar voru byggðir upp. Leikvellir voru á hverju strái og samspilið við náttúruna var gott. Hægt var að búa í hverfi sem hafði upp á allt að bjóða og ekki þurfti að leita út fyrir hverfið fyrir neitt því hér var allt til staðar. Grafarvogurinn sprengdi hins vegar mjög fljótt meginumferðaræðarnar inn í hverfið. Raðirnar sem mynduðust þegar Gullinbrúin var einbreið voru daglegt brauð fyrir íbúa hverfisins sem unnu utan þess. Umferðarhnúturinn leystist ekki fyrr en brúin var breikkuð og það stendur ekki til að breyta því, hvað sem Sjálfstæðismenn segja. Síðan hefur þjónusta annaðhvort farið út úr hverfinu og sá verslunarkjarni sem helst virkar er Spöngin. Fyrir þá sem búa lengst frá er a.m.k. 30 mínútna göngutúr til að komast þangað. Skóla og leikskólaeiningar hafa minnkað og í hagræðingarskyni hefur komið til sameininga þar sem að skólabyggingar voru orðnar vannýttar og verið að leita leiða til að nýta mannauðinn betur innan skólanna. Því hefur kostnaður sveitarfélagsins að halda þessari þjónustu út hækkað.Hvað getum við lært? Við höfum lært það að með hraðri uppbyggingu er allt í blóma í upphafi og hverfið tekur á sig mynd, en þegar hverfið fer að eldast, þá fækkar verulega í skólum og önnur þjónusta líður fyrir það. Nýjir kaupendur, ungt fólk, hefur ekki efni á stórum eignum og hverfið eldist og hnignar. Úthverfauppbygging er skammtímalausn. Langtímalausn eru blönduð og þétt hverfi sem geta verið sjálfbær. Við þurfum að endurhanna gömul hverfi í þessum anda. Þegar við horfum til framtíðar, þá þurfum við að horfa til þess að endurnýjun í hverfum verði stöðugri en ekki sveiflubundin, eins og hún er í dag. Við þurfum að skipuleggja byggð þar sem fjölbreytileiki er hafður í fyrirrúmi og allir hópar sjáu sér fært um að búa þar. Með því getum við náð betri nýtingu úr þeim innviðum sem þegar eru til staðar í hverfum. Í stað þess að finna upp og byggja hjólið í hvert skipti. Með því að skipuleggja af skynsemi nýtum við fjármuni betur, við búum til skemmtilegri byggð og við drögum úr umferðarteppum. Vinnum saman málefnalega að langtímalausnum.Ragnar Karl Jóhannsson, höfundur er varamaður í hverfisráðu Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar