Kjósum breytingar í Reykjavík Eyþór Arnalds skrifar 24. maí 2018 07:00 Á fjögurra ára fresti geta kjósendur valið hverjir fara með stjórn borgarinnar. Á laugardaginn göngum við til kosninga og valið er einfalt. Annaðhvort óbreytt ástand eða breytingar. Síðustu fjögur árin hefur húsnæðisverð hækkað um 50% og leiguverð heldur áfram að hækka. Ekkert hefur orðið af þeim 3.000 leiguíbúðum sem var lofað enda byggt upp á dýrum þéttingarreitum og borgin innheimtir mjög há byggingargjöld. Fólk eyðir meiri tíma en áður á leiðinni í vinnuna eða heim. Íbúar í austurhluta borgarinnar mega búast við því að heil vinnuvika á ári fari í tafatíma í umferð miðað við fyrir sex árum. Þessu þarf að breyta. Þeir sem kjósa núverandi borgarstjórnarflokka eru um leið að sætta sig við verkleysi meirihlutans í borgarstjórn. Biðlistar á leikskóla og svifryksmengun eiga að heyra sögunni til. Ekki er búið að semja við grunnskólakennara og skuldasöfnun borgarsjóðs er mikil í góðæri. Af hverju er ekki búið að taka á þessum málum? Samfylkingin hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár. Og borgarstjóri búinn að vera í borgarstjórn í 16 ár. Öll kerfi hafa gott af uppstokkun. Annars staðna þau. Við viljum beita okkur fyrir breytingum í borginni og vera það hreyfiafl sem þarf. Við ætlum að minnka stjórnkerfið sem hefur þanist út á síðustu árum og setja fjármagnið í skólana. Fjölga hagstæðum búsetukostum og minnka álögur á húsbyggjendur. Leysa umferðarhnútana með heildstæðum og raunsæjum lausnum. Opna fyrir Sundabraut og jafna umferðina sem er of þung á morgnana inn í borgina og of þung út úr henni síðdegis. Þetta gerum við með því að opna fyrir uppbyggingu á Keldum fyrir stofnanir, fyrirtæki og byggð. Framtíðarsvæði fyrir spítala. Á síðustu árum hefur umferðin þyngst vegna ákvarðana í skipulagsmálum. Vantað hefur svæði til uppbyggingar og margir hafa leitað í Kópavog. Nú þarf Reykjavík að vera aftur leiðandi afl. Við bjóðum fram krafta okkar til að breyta borginni til hins betra. Með ykkar stuðningi getum við leitt fram þær lausnir sem nauðsynlegar eru. Nýtum kosningaréttinn og kjósum breytingar.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Á fjögurra ára fresti geta kjósendur valið hverjir fara með stjórn borgarinnar. Á laugardaginn göngum við til kosninga og valið er einfalt. Annaðhvort óbreytt ástand eða breytingar. Síðustu fjögur árin hefur húsnæðisverð hækkað um 50% og leiguverð heldur áfram að hækka. Ekkert hefur orðið af þeim 3.000 leiguíbúðum sem var lofað enda byggt upp á dýrum þéttingarreitum og borgin innheimtir mjög há byggingargjöld. Fólk eyðir meiri tíma en áður á leiðinni í vinnuna eða heim. Íbúar í austurhluta borgarinnar mega búast við því að heil vinnuvika á ári fari í tafatíma í umferð miðað við fyrir sex árum. Þessu þarf að breyta. Þeir sem kjósa núverandi borgarstjórnarflokka eru um leið að sætta sig við verkleysi meirihlutans í borgarstjórn. Biðlistar á leikskóla og svifryksmengun eiga að heyra sögunni til. Ekki er búið að semja við grunnskólakennara og skuldasöfnun borgarsjóðs er mikil í góðæri. Af hverju er ekki búið að taka á þessum málum? Samfylkingin hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár. Og borgarstjóri búinn að vera í borgarstjórn í 16 ár. Öll kerfi hafa gott af uppstokkun. Annars staðna þau. Við viljum beita okkur fyrir breytingum í borginni og vera það hreyfiafl sem þarf. Við ætlum að minnka stjórnkerfið sem hefur þanist út á síðustu árum og setja fjármagnið í skólana. Fjölga hagstæðum búsetukostum og minnka álögur á húsbyggjendur. Leysa umferðarhnútana með heildstæðum og raunsæjum lausnum. Opna fyrir Sundabraut og jafna umferðina sem er of þung á morgnana inn í borgina og of þung út úr henni síðdegis. Þetta gerum við með því að opna fyrir uppbyggingu á Keldum fyrir stofnanir, fyrirtæki og byggð. Framtíðarsvæði fyrir spítala. Á síðustu árum hefur umferðin þyngst vegna ákvarðana í skipulagsmálum. Vantað hefur svæði til uppbyggingar og margir hafa leitað í Kópavog. Nú þarf Reykjavík að vera aftur leiðandi afl. Við bjóðum fram krafta okkar til að breyta borginni til hins betra. Með ykkar stuðningi getum við leitt fram þær lausnir sem nauðsynlegar eru. Nýtum kosningaréttinn og kjósum breytingar.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar