Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2018 20:53 Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. Vísir/gunnar v. andrésson Á morgun, föstudag, ganga Írar til kosninga um afnám banns við fóstureyðingum. Umdeild ákvæði í stjórnarskrá landsins fjallar um bann við fóstureyðingum. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vildu sjá breytingu á áttunda ákvæði stjórnarskrárinnar voru með örugga forystu en bilið á milli hópanna hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær dregur kosningum. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Réttur kvenna til frjálsra fóstureyðinga hefur Steinunni verið hugleikinn um langt skeið. Í brúðkaupsferðinni hafi hún og eiginmaður hennar farið til Hollands og Dublin og tekið þátt í kröfugöngu fyrir rétti kvenna til ákveða sjálfar. Steinunn segir að það hefði mikla þýðingu fyrir konur ef breytingarnar ganga í gegn. Það myndi auka öryggi þeirra og frelsi til muna auk þess sem skömminni yrði vísað á bug. Í dag er litið á írskar konur sem rjúfa meðgöngu sem glæpamenn. „Hámarks refsing fyrir að framkvæma ólöglega fóstureyðingu er 14 ár, fyrir bæði konur og lækna. Sá refsirammi hefur held ég ekki verið fullnýttur en það hefur nýlega verið dæmt eftir þessum lögum. Árið 2016 var kona dæmd fyrir að hafa tekið pillu,“ segir Steinunn.Konur hafa fjölmennt í kröfugöngum fyrir rétti kvenna til frjálsa fóstureyðinga í aðdraganda kosninga.Vísir/afpSkömmin finnur sér leiðEr hlutur skammarinnar mikill og áþreifanlegur? Fannstu fyrir því þegar þið skrifuðuð bókina? „Það var fyrirferðamikið þema, alls ekki allar skömmuðust sín en margar skömmuðust sín fyrir að líða ekki illa. Skömmin fann sér leið. Drusluskömmun var líka fyrirferðarmikið þema; þetta hafði ekki átt að koma fyrir, þær hefðu átt að passa sig og svo framvegis. Skömmin seytlaði inn í margvíslegu formi og hún gerir það eflaust líka á Írlandi.“Lögin komi verst niður á jaðarsettum hópumSteinunn segir að írskar konur rjúfi meðgöngu þrátt fyrir að þær séu bannaðar á Írlandi. Þær leiti sér einfaldlega læknisaðstoðar í öðrum löndum, fyrst og fremst á Bretlandi en líka Hollandi, auk þess sem þær panta pillur af netinu. „Hvort tveggja er mjög slæmt,“ segir Steinunn því forsenda fyrir því að ferðast erlendis er að eiga fyrir fargjaldinu, hafa vegabréf og vera skráðar. „Það útilokar strax konur sem eru óskráðar.“ „Þær eru í þúsundatali sem fara erlendis í fóstureyðingar. Það eru bara þær sem fara. Þær sem panta sér pillu eru ekki inn í þessum tölum, það er líka mikill fjöldi,“ útskýrir Steinunn. Þær sem panta pillur til að framkvæma fóstureyðingar (sem er einungis hægt að nota fyrir 12. Viku meðgöngu) búa ekki við sömu aðstæður og íslenskar konur sem eiga kost á því að fara til læknis, fá ráðgjöf og lyfseðil. „Þær panta þetta á netinu og svo taka þær pilluna án þess að vita nákvæmlega hvað í því felst. Þær vita hverjar aukaverkanirnar eru og svo framvegis,“ segir Steinunn sem segir lögin koma í veg fyrir að þær leiti sér læknisaðstoðar ef þær þurfi þess. „Ef þær vita að þær eru að fremja glæp þá eru þær síður líklegar til að leita sér læknisaðstoðar ef þær telja að verkirnir séu óeðlilegir. Það er verið að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Steinunn.Skertur trúverðugleiki kaþólsku kirkjunnarEf af breytingunum verður, þýðir það ekki dvínandi ítök kaþólsku kirkjunnar?„Jú, það sem mér finnst athyglisvert við þetta er að, miðað við það sem ég hef lesið, kaþólska kirkjan hafi haldið sig til hlés í umræðunni. Þau eru meðvituð um að trúverðugleiki kaþólsku kirkjunnar er skertur vegna ýmissa kynferðisofbeldisbrota sem hafa komið upp hjá kirkjunni. Þau láta aðra sjá um að keyra baráttuna áfram og eru frekar eins og aftursætisbílstjórar.“ Ef Írar kjósa með breytingum á morgun gæti það þýtt að fóstureyðingar yrðu gerðar frjálsar fram að tólftu viku en með ákveðnum takmörkunum eftir það. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Á morgun, föstudag, ganga Írar til kosninga um afnám banns við fóstureyðingum. Umdeild ákvæði í stjórnarskrá landsins fjallar um bann við fóstureyðingum. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vildu sjá breytingu á áttunda ákvæði stjórnarskrárinnar voru með örugga forystu en bilið á milli hópanna hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær dregur kosningum. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Réttur kvenna til frjálsra fóstureyðinga hefur Steinunni verið hugleikinn um langt skeið. Í brúðkaupsferðinni hafi hún og eiginmaður hennar farið til Hollands og Dublin og tekið þátt í kröfugöngu fyrir rétti kvenna til ákveða sjálfar. Steinunn segir að það hefði mikla þýðingu fyrir konur ef breytingarnar ganga í gegn. Það myndi auka öryggi þeirra og frelsi til muna auk þess sem skömminni yrði vísað á bug. Í dag er litið á írskar konur sem rjúfa meðgöngu sem glæpamenn. „Hámarks refsing fyrir að framkvæma ólöglega fóstureyðingu er 14 ár, fyrir bæði konur og lækna. Sá refsirammi hefur held ég ekki verið fullnýttur en það hefur nýlega verið dæmt eftir þessum lögum. Árið 2016 var kona dæmd fyrir að hafa tekið pillu,“ segir Steinunn.Konur hafa fjölmennt í kröfugöngum fyrir rétti kvenna til frjálsa fóstureyðinga í aðdraganda kosninga.Vísir/afpSkömmin finnur sér leiðEr hlutur skammarinnar mikill og áþreifanlegur? Fannstu fyrir því þegar þið skrifuðuð bókina? „Það var fyrirferðamikið þema, alls ekki allar skömmuðust sín en margar skömmuðust sín fyrir að líða ekki illa. Skömmin fann sér leið. Drusluskömmun var líka fyrirferðarmikið þema; þetta hafði ekki átt að koma fyrir, þær hefðu átt að passa sig og svo framvegis. Skömmin seytlaði inn í margvíslegu formi og hún gerir það eflaust líka á Írlandi.“Lögin komi verst niður á jaðarsettum hópumSteinunn segir að írskar konur rjúfi meðgöngu þrátt fyrir að þær séu bannaðar á Írlandi. Þær leiti sér einfaldlega læknisaðstoðar í öðrum löndum, fyrst og fremst á Bretlandi en líka Hollandi, auk þess sem þær panta pillur af netinu. „Hvort tveggja er mjög slæmt,“ segir Steinunn því forsenda fyrir því að ferðast erlendis er að eiga fyrir fargjaldinu, hafa vegabréf og vera skráðar. „Það útilokar strax konur sem eru óskráðar.“ „Þær eru í þúsundatali sem fara erlendis í fóstureyðingar. Það eru bara þær sem fara. Þær sem panta sér pillu eru ekki inn í þessum tölum, það er líka mikill fjöldi,“ útskýrir Steinunn. Þær sem panta pillur til að framkvæma fóstureyðingar (sem er einungis hægt að nota fyrir 12. Viku meðgöngu) búa ekki við sömu aðstæður og íslenskar konur sem eiga kost á því að fara til læknis, fá ráðgjöf og lyfseðil. „Þær panta þetta á netinu og svo taka þær pilluna án þess að vita nákvæmlega hvað í því felst. Þær vita hverjar aukaverkanirnar eru og svo framvegis,“ segir Steinunn sem segir lögin koma í veg fyrir að þær leiti sér læknisaðstoðar ef þær þurfi þess. „Ef þær vita að þær eru að fremja glæp þá eru þær síður líklegar til að leita sér læknisaðstoðar ef þær telja að verkirnir séu óeðlilegir. Það er verið að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Steinunn.Skertur trúverðugleiki kaþólsku kirkjunnarEf af breytingunum verður, þýðir það ekki dvínandi ítök kaþólsku kirkjunnar?„Jú, það sem mér finnst athyglisvert við þetta er að, miðað við það sem ég hef lesið, kaþólska kirkjan hafi haldið sig til hlés í umræðunni. Þau eru meðvituð um að trúverðugleiki kaþólsku kirkjunnar er skertur vegna ýmissa kynferðisofbeldisbrota sem hafa komið upp hjá kirkjunni. Þau láta aðra sjá um að keyra baráttuna áfram og eru frekar eins og aftursætisbílstjórar.“ Ef Írar kjósa með breytingum á morgun gæti það þýtt að fóstureyðingar yrðu gerðar frjálsar fram að tólftu viku en með ákveðnum takmörkunum eftir það.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira