Hundahald í Reykjavík Sif Jónsdóttir og Anna Dís Arnardóttir skrifar 25. maí 2018 19:06 Hundahald í Reykjavík er leyfilegt og er hundum að fjölga á höfuðborgarsvæðinu. Fólki sem er annt um ferfættlingana gleðst yfir því og njóta samvista við dýrin heima og að heiman. Hundar eru félagsskapur og tryggur vinur fyrir mannfólkið og á hundasamfélagið eftir að stækka í borginni. Því er nauðsynlegt að vera framsýn og hafa aðlaðandi svæði í borginni þar sem hundaeigendur geta komið saman með hundana sína. Hundar eru félagsverur en misjafnlega mikið eins og við mannfólkið og þurfa svæðin innan borgarmarkanna að vera afgirt og fallega hönnuð, með aðgengi að vatni og bekki til að sitja á. Svæðin sem eru fyrir hunda í dag eru óskemmtileg, hrá og óaðlaðandi, einnig eru þau oft biluð, jafnvel hliðin ekki á hjörum og því ekki hægt að sleppa hundunum innan svæðisins. Höfuðborgarlistinn vill mannlega og fjölskylduvæna borg og hundar eru hluti af fjölskyldunni. Til að halda vel utan um þá þróun sem er og verður á hundahaldi borgarbúa er viljum við skrá eignahald í miðlægan gagnagrunn, lækka nýskráningargjöld til að fá eigendur til að skrá hundana sína og sæmræma gjaldtöku við önnur sveitafélög. Einnig þarf að endurskoða árgjaldið og tryggingar. Hundarnir geta slasað sig og orðið veikir, þá er dýrt að vera með ótryggt dýr. Mikilvægt er að eigendur kynni sér allt utanumhald og þann árlega kostnað sem hundahald er, því vel undirbúinn hundaeigandi er góður eigandi. Með þessum aðgerðum er verið að einfalda kerfið og auka gegnsæi. Við hjá Höfuðborgarlistanum viljum samvinnu með hverfum borgarinnar og hundaeigendum um staðsetningu hundasvæða innan hverfa. Hafa þarf virkt eftirlit með svæðunum og hafa samband við borgina um viðhald og viðgerðir. Mikilvægt er að sinna þessari þjónustu vel og þannig vera virkur mótaðili eigenda dýranna. Kvörtunum vegna lausagöngu hunda hefur fækkað með hverju árinu sem sýnir samfélagslega ábyrgð eigenda. Einnig hefur gefist vel að nota fésbókina til að miðla upplýsingum og til að lýsa eftir týndum hundum en hundaeftirlitsmaður er starfandi 8.30 -19.00 virka daga, þannig að fólk hefur lent í vandræðum um kvöld og helgar og þá nýtt sér samfélagsmiðla. Bent hefur verið á að hundaeftirlitsmenn eru nánast óþarfir og ætti helst að leggja þetta starf niður þar sem samfélagsmiðlar hafa nánast tekið við starfinu. Greiða þarf út háa sekt ef hundaeftirlitsmenn grípa hundinn en árið 2016 voru 62 hundar gripnir. Höfuðborgarlistinn vill ábyrga umgjörð um ferfættlinga borgarinnar og óskar eftir samvinnu þeirra sem að koma að þessum málaflokki.Höfundar skipa 2. og 38. sæti á lista Höfuðborgarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hundahald í Reykjavík er leyfilegt og er hundum að fjölga á höfuðborgarsvæðinu. Fólki sem er annt um ferfættlingana gleðst yfir því og njóta samvista við dýrin heima og að heiman. Hundar eru félagsskapur og tryggur vinur fyrir mannfólkið og á hundasamfélagið eftir að stækka í borginni. Því er nauðsynlegt að vera framsýn og hafa aðlaðandi svæði í borginni þar sem hundaeigendur geta komið saman með hundana sína. Hundar eru félagsverur en misjafnlega mikið eins og við mannfólkið og þurfa svæðin innan borgarmarkanna að vera afgirt og fallega hönnuð, með aðgengi að vatni og bekki til að sitja á. Svæðin sem eru fyrir hunda í dag eru óskemmtileg, hrá og óaðlaðandi, einnig eru þau oft biluð, jafnvel hliðin ekki á hjörum og því ekki hægt að sleppa hundunum innan svæðisins. Höfuðborgarlistinn vill mannlega og fjölskylduvæna borg og hundar eru hluti af fjölskyldunni. Til að halda vel utan um þá þróun sem er og verður á hundahaldi borgarbúa er viljum við skrá eignahald í miðlægan gagnagrunn, lækka nýskráningargjöld til að fá eigendur til að skrá hundana sína og sæmræma gjaldtöku við önnur sveitafélög. Einnig þarf að endurskoða árgjaldið og tryggingar. Hundarnir geta slasað sig og orðið veikir, þá er dýrt að vera með ótryggt dýr. Mikilvægt er að eigendur kynni sér allt utanumhald og þann árlega kostnað sem hundahald er, því vel undirbúinn hundaeigandi er góður eigandi. Með þessum aðgerðum er verið að einfalda kerfið og auka gegnsæi. Við hjá Höfuðborgarlistanum viljum samvinnu með hverfum borgarinnar og hundaeigendum um staðsetningu hundasvæða innan hverfa. Hafa þarf virkt eftirlit með svæðunum og hafa samband við borgina um viðhald og viðgerðir. Mikilvægt er að sinna þessari þjónustu vel og þannig vera virkur mótaðili eigenda dýranna. Kvörtunum vegna lausagöngu hunda hefur fækkað með hverju árinu sem sýnir samfélagslega ábyrgð eigenda. Einnig hefur gefist vel að nota fésbókina til að miðla upplýsingum og til að lýsa eftir týndum hundum en hundaeftirlitsmaður er starfandi 8.30 -19.00 virka daga, þannig að fólk hefur lent í vandræðum um kvöld og helgar og þá nýtt sér samfélagsmiðla. Bent hefur verið á að hundaeftirlitsmenn eru nánast óþarfir og ætti helst að leggja þetta starf niður þar sem samfélagsmiðlar hafa nánast tekið við starfinu. Greiða þarf út háa sekt ef hundaeftirlitsmenn grípa hundinn en árið 2016 voru 62 hundar gripnir. Höfuðborgarlistinn vill ábyrga umgjörð um ferfættlinga borgarinnar og óskar eftir samvinnu þeirra sem að koma að þessum málaflokki.Höfundar skipa 2. og 38. sæti á lista Höfuðborgarlistans.