Varist eftirlíkingar Rúnar Sigurjónsson skrifar 15. maí 2018 10:45 „Það er ánægjulegt að sjá hvað mörg framboð í Reykjavík aðhyllast stefnu Flokks fólksins. Ég segi bara! VARIST EFTIRLÍKINGAR“. Þetta skrifaði Inga Sæland á facebook síðu sína 8. maí s.l. En hvað átti hún við? Jú vissulega það að þegar raunsær og réttsýnn Flokkur fólksins birtir stefnumál sín, þá eru þau í eðli sínu þannig að aðrir flokkar falla hratt í skugga Flokks fólksins ef þeir afrita ekki stefnumál hans undir eins og gera málefni hans að sínum eigin. Flokkur fólksins býður nú fram í fyrsta sinn í borgarsjórnarkosningum. Kjörorð hans er „Fólkið fyrst“ þar sem öll áhersla flokksins felst í því að setja fólkið í algjöran forganng. Í borginni hefur núverandi meirihluti stórlega skert lífsgæði borgarbúa, m.a. í húsnæðismálum, samgöngumálum og menntamálum svo eitthvað sé nefnt. Hér þarf að taka til hendinni og vinda ofan af þeirri óstjórn sem hefur ráðið ríkjum í borginni allt of lengi og bitnað hart á öllum borgarbúum, ekkí síst á þeim sem við lökustu kjörin búa. Hluti aldraðara á í engin hús að vernda, öryrkjar búa hér við mismunun og algjörlega óviðunandi aðgengi, unga fókið okkar getur ekki komið sér upp þaki yfir höfðuðið, láglaunastéttir ná ekki endum saman í því græðgis og okurumhverfi sem þeim er búin í borginni. Þau eru löngu komin með nóg og sannarlega tímabært að stokka spilin algjörlega upp á nýtt og koma þessari óstjórn frá. Það voru um fjórtán þúsund kjósendur sem gáfu Flokki fólksins dýrmætt atkvæði sitt í sl. alþingiskosningum. Nú eigum við fjóra þingmenn á Alþingi Íslendinga sem hafa svo sannarlega talað skýrum rómi fyrir þá sem höllustum fæti standa og er haldið hér í fátækt. Þingmenn okkar hafa þar svo sannalega sýnt að við meinum það sem við segjum. Við frambjóðendur Flokks fólksins í Reykjavík erum þakklát fyrir það tækifæri að bjóða fram krafta okkar í borginni. Svo sannarlega óskum við þess að fá þann stuðning sem til þarf svo við megum koma ötulli baráttu okkar líka inn í borgarstjórn. Baráttu okkar gegn mismunun, óréttlæti og fátækt. Nú á lokametrum kosningabaráttunnar munum við svífa um á meðal kjósenda og stolt kynna stefnu okkar og baráttumál. Stefna okkar byggir á velferð borgaranna allra, ekki einungis sumra. Vissulega er sama hvaðan gott kemur. En þegar flokkar sem hafa haft tækifæri til að gera góða hluti í borgarstjórn eru nú farnir, korteri fyrir kosningar, að stunda það í stórfeldum mæli að afrita stefnu Flokks fólksins þá verðum við að spyrja okkur að því hversu trúverðugir þeir eru. Við vitum að kosningaloforðin frá því fyrir fjórum árum hafa að mestu verið svikin. En valið er ykkar kæru kjósendur. Laugardaginn 26. maí haldið þið um stílvopnið í kjörklefanum. Á kjörseðlinum verða nöfn 16 framboða, eitt þeirra var stofnað beinlínis til að berjast af hugsjón gegn óréttlæti, mismunun og fátækt. Með því að setja X við F muntu kalla fram miklar og jákvæðar breytingar fyrir alla þá sem borgina byggja. Kæri kjósandi stuðningur þinn er okkar vopn. Settu fólkið í fyrsta sæti á kjördag. Flokkur fólksins er flokkurinn þinn.Rúnar Sigurjónsson skipar 6.sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
„Það er ánægjulegt að sjá hvað mörg framboð í Reykjavík aðhyllast stefnu Flokks fólksins. Ég segi bara! VARIST EFTIRLÍKINGAR“. Þetta skrifaði Inga Sæland á facebook síðu sína 8. maí s.l. En hvað átti hún við? Jú vissulega það að þegar raunsær og réttsýnn Flokkur fólksins birtir stefnumál sín, þá eru þau í eðli sínu þannig að aðrir flokkar falla hratt í skugga Flokks fólksins ef þeir afrita ekki stefnumál hans undir eins og gera málefni hans að sínum eigin. Flokkur fólksins býður nú fram í fyrsta sinn í borgarsjórnarkosningum. Kjörorð hans er „Fólkið fyrst“ þar sem öll áhersla flokksins felst í því að setja fólkið í algjöran forganng. Í borginni hefur núverandi meirihluti stórlega skert lífsgæði borgarbúa, m.a. í húsnæðismálum, samgöngumálum og menntamálum svo eitthvað sé nefnt. Hér þarf að taka til hendinni og vinda ofan af þeirri óstjórn sem hefur ráðið ríkjum í borginni allt of lengi og bitnað hart á öllum borgarbúum, ekkí síst á þeim sem við lökustu kjörin búa. Hluti aldraðara á í engin hús að vernda, öryrkjar búa hér við mismunun og algjörlega óviðunandi aðgengi, unga fókið okkar getur ekki komið sér upp þaki yfir höfðuðið, láglaunastéttir ná ekki endum saman í því græðgis og okurumhverfi sem þeim er búin í borginni. Þau eru löngu komin með nóg og sannarlega tímabært að stokka spilin algjörlega upp á nýtt og koma þessari óstjórn frá. Það voru um fjórtán þúsund kjósendur sem gáfu Flokki fólksins dýrmætt atkvæði sitt í sl. alþingiskosningum. Nú eigum við fjóra þingmenn á Alþingi Íslendinga sem hafa svo sannarlega talað skýrum rómi fyrir þá sem höllustum fæti standa og er haldið hér í fátækt. Þingmenn okkar hafa þar svo sannalega sýnt að við meinum það sem við segjum. Við frambjóðendur Flokks fólksins í Reykjavík erum þakklát fyrir það tækifæri að bjóða fram krafta okkar í borginni. Svo sannarlega óskum við þess að fá þann stuðning sem til þarf svo við megum koma ötulli baráttu okkar líka inn í borgarstjórn. Baráttu okkar gegn mismunun, óréttlæti og fátækt. Nú á lokametrum kosningabaráttunnar munum við svífa um á meðal kjósenda og stolt kynna stefnu okkar og baráttumál. Stefna okkar byggir á velferð borgaranna allra, ekki einungis sumra. Vissulega er sama hvaðan gott kemur. En þegar flokkar sem hafa haft tækifæri til að gera góða hluti í borgarstjórn eru nú farnir, korteri fyrir kosningar, að stunda það í stórfeldum mæli að afrita stefnu Flokks fólksins þá verðum við að spyrja okkur að því hversu trúverðugir þeir eru. Við vitum að kosningaloforðin frá því fyrir fjórum árum hafa að mestu verið svikin. En valið er ykkar kæru kjósendur. Laugardaginn 26. maí haldið þið um stílvopnið í kjörklefanum. Á kjörseðlinum verða nöfn 16 framboða, eitt þeirra var stofnað beinlínis til að berjast af hugsjón gegn óréttlæti, mismunun og fátækt. Með því að setja X við F muntu kalla fram miklar og jákvæðar breytingar fyrir alla þá sem borgina byggja. Kæri kjósandi stuðningur þinn er okkar vopn. Settu fólkið í fyrsta sæti á kjördag. Flokkur fólksins er flokkurinn þinn.Rúnar Sigurjónsson skipar 6.sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar