Hvítir fílar alls staðar Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. maí 2018 07:00 Eru innviðaframkvæmdir sem krafist er vegna stórmóta í íþróttum betri en aðrar? Það hlýtur að vekja athygli að þegar gríðarhár kostnaður við Ólympíuleika og heimsmeistaramót í fótbolta er gagnrýndur séu svörin nær alltaf þau sömu. Að stóru leyti sé um að ræða fjárfestingu í samgöngukerfi og leikvöngum og skattgreiðendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku, enda borgi slíkt sig á endanum. Ef svo er hljótum við að spyrja okkur hvers vegna það þurfi stórmót til að ráðist sé í svo arðbærar framkvæmdir. Eru hagfræðingar FIFA og Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar betri en aðrir eða er flugvöllur sem byggður er vegna íþróttamóts betri en aðrir flugvellir? Hvort er líklegra, að þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda séu arðbærari en gengur og gerist eða að gripið sé til þessa málflutnings til að réttlæta háan kostnað og ítrekaðar framúrkeyrslur? Nýlega var þó látið reyna á nýja nálgun. Formaður skipulagsnefndar HM í Rússlandi sagði ljóst að þegar mótið verður flautað af verði engir svokallaðir hvítir fílar í landinu, en með því er átt við leikvanga sem engin þörf er á. Hann hélt áfram og sagði að ráðist hefði verið í allar þær framkvæmdir sem nauðsynlegar væru vegna mótsins, hvort sem Rússland hefði fengið að hýsa það eða ekki. Ekki er vitað hvort honum hafi verið bent á að um 13.000 áhorfendur sæki leiki í rússnesku úrvalsdeildinni að meðaltali en leikvangarnir nýju geti tekið við 44.700 áhorfendum, þrátt fyrir að þrír þeirra verði minnkaðir að loknu móti. Þá sé ekki leikið nema á helmingi þeirra í úrvalsdeild. Auðvitað verða hvítir fílar í Rússlandi að loknu móti, rétt eins og í Brasilíu, Suður-Afríku, Ástralíu, Grikklandi og fleiri löndum sem sitja í dag uppi með innviðauppbyggingu sem réttlætt var á sínum tíma með þeirri fullyrðingu að slíkt borgaði sig alltaf.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Eru innviðaframkvæmdir sem krafist er vegna stórmóta í íþróttum betri en aðrar? Það hlýtur að vekja athygli að þegar gríðarhár kostnaður við Ólympíuleika og heimsmeistaramót í fótbolta er gagnrýndur séu svörin nær alltaf þau sömu. Að stóru leyti sé um að ræða fjárfestingu í samgöngukerfi og leikvöngum og skattgreiðendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku, enda borgi slíkt sig á endanum. Ef svo er hljótum við að spyrja okkur hvers vegna það þurfi stórmót til að ráðist sé í svo arðbærar framkvæmdir. Eru hagfræðingar FIFA og Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar betri en aðrir eða er flugvöllur sem byggður er vegna íþróttamóts betri en aðrir flugvellir? Hvort er líklegra, að þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda séu arðbærari en gengur og gerist eða að gripið sé til þessa málflutnings til að réttlæta háan kostnað og ítrekaðar framúrkeyrslur? Nýlega var þó látið reyna á nýja nálgun. Formaður skipulagsnefndar HM í Rússlandi sagði ljóst að þegar mótið verður flautað af verði engir svokallaðir hvítir fílar í landinu, en með því er átt við leikvanga sem engin þörf er á. Hann hélt áfram og sagði að ráðist hefði verið í allar þær framkvæmdir sem nauðsynlegar væru vegna mótsins, hvort sem Rússland hefði fengið að hýsa það eða ekki. Ekki er vitað hvort honum hafi verið bent á að um 13.000 áhorfendur sæki leiki í rússnesku úrvalsdeildinni að meðaltali en leikvangarnir nýju geti tekið við 44.700 áhorfendum, þrátt fyrir að þrír þeirra verði minnkaðir að loknu móti. Þá sé ekki leikið nema á helmingi þeirra í úrvalsdeild. Auðvitað verða hvítir fílar í Rússlandi að loknu móti, rétt eins og í Brasilíu, Suður-Afríku, Ástralíu, Grikklandi og fleiri löndum sem sitja í dag uppi með innviðauppbyggingu sem réttlætt var á sínum tíma með þeirri fullyrðingu að slíkt borgaði sig alltaf.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka