Frelsi til sjálfstæðs lífs Ásmundur Alma Guðjónsson skrifar 18. maí 2018 19:00 Borgararéttindi eru ein af meginstoðum í stefnumálum Pírata, og er ein af grunnstefnum flokksins. Þar segir að Píratar styðji eflingu og verndun borgararéttinda og að útvíkkun þeirra skuli miða að því að styrkja önnur réttindi. Við höfum öll rétt á því að fara fram úr rúminu, klæða okkur, fara á klósettið, baða okkur og borða, og sinna öllum okkar grunn þörfum án þess að vera háð aðstoð frá fjölskyldu og vinum. Það að geta lifað sjálfstæðu lífi er eitthvað sem fyrir okkur flest er sjálfsagður hlutur en við erum ekki öll svo heppin. Þetta er nefnilega ekki sjálfsagt mál fyrir fatlað fólk. Notendastýrð persónuleg aðstoð, eða NPA, er sveigjanlegt þjónustuform sem auðveldar fötluðu fólki að lifa sjálfstæðu lífi. Samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir bæði velferðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið hefur það sýnt að fólk sem fær slíka þjónustu er mun líklegra til að vera í vinnu eða stunda nám, eiga virkt félagslíf, búa í eigin húsnæði og vera með börn á sínu framfæri. Nú á dögunum samþykkti Alþingi að NPA væri lögbundin þjónusta sem sveitarfélögunum bæri að veita til þeirra sem hana þurfa. 20-30 árum eftir að hin Norðurlöndin hafa tekið hana upp. Boltinn er núna hjá sveitarfélögunum að koma henni í framkvæmd. Þetta snýst um mannréttindi fólks, þeirra frelsi til þess að lifa sjálfstæðu lífi og möguleika þeirra til að vera þáttakendur í samfélaginu og virkir borgarar. Við Píratar í Kópavogi viljum setja það í forgang að sveitarfélagið bjóði fötluðu fólki upp á þessa þjónustu og styrki hana. Kjósum Pírata 26. maí.Höfundur er í þriðja sæti fyrir Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Borgararéttindi eru ein af meginstoðum í stefnumálum Pírata, og er ein af grunnstefnum flokksins. Þar segir að Píratar styðji eflingu og verndun borgararéttinda og að útvíkkun þeirra skuli miða að því að styrkja önnur réttindi. Við höfum öll rétt á því að fara fram úr rúminu, klæða okkur, fara á klósettið, baða okkur og borða, og sinna öllum okkar grunn þörfum án þess að vera háð aðstoð frá fjölskyldu og vinum. Það að geta lifað sjálfstæðu lífi er eitthvað sem fyrir okkur flest er sjálfsagður hlutur en við erum ekki öll svo heppin. Þetta er nefnilega ekki sjálfsagt mál fyrir fatlað fólk. Notendastýrð persónuleg aðstoð, eða NPA, er sveigjanlegt þjónustuform sem auðveldar fötluðu fólki að lifa sjálfstæðu lífi. Samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir bæði velferðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið hefur það sýnt að fólk sem fær slíka þjónustu er mun líklegra til að vera í vinnu eða stunda nám, eiga virkt félagslíf, búa í eigin húsnæði og vera með börn á sínu framfæri. Nú á dögunum samþykkti Alþingi að NPA væri lögbundin þjónusta sem sveitarfélögunum bæri að veita til þeirra sem hana þurfa. 20-30 árum eftir að hin Norðurlöndin hafa tekið hana upp. Boltinn er núna hjá sveitarfélögunum að koma henni í framkvæmd. Þetta snýst um mannréttindi fólks, þeirra frelsi til þess að lifa sjálfstæðu lífi og möguleika þeirra til að vera þáttakendur í samfélaginu og virkir borgarar. Við Píratar í Kópavogi viljum setja það í forgang að sveitarfélagið bjóði fötluðu fólki upp á þessa þjónustu og styrki hana. Kjósum Pírata 26. maí.Höfundur er í þriðja sæti fyrir Pírata í Kópavogi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar