Ekki ólíklegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins vakni við alhvíta jörð í vikunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. maí 2018 13:45 Þessi mynd er tekin síðastliðinn vetur þegar veðrið var ekkert sérstaklega gott við tjörnina í Reykjavík. vísir/vilhelm Ekki er ólíklegt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni við alhvíta jörð í vikunni að sögn veðurfræðings þar sem kuldi og éljagangur eru í kortunum. Síðast snjóaði með þessum hætti í maí á suðvesturhorninu fyrir sjö árum. Einhverjir ráku líklega upp stór augu í morgun þegar snjór tók að falla á fyrsta degi maímánaðar. Á vestanverðu landinu var nokkur éljagangur í morgun en Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að snjórinn sem settist muni víðast bráðna í sólskininu í dag. Vorið virðist þó ekki á allra næsta leyti. „Horfurnar fram eftir vikunni eru þær að þessi vestanátt haldi bara áfram og verði alls ekki hlýrri heldur en hún er núna og jafnvel kaldari. Þannig að það eru töluverðar líkur á því að menn muni vakna upp einhvern daganna í vikunni við alhvíta jörð,“ segir Haraldur. Snjókoman sem er væntanleg á Vestur- og Suðvesturlandi telst nokkuð sjaldgæf í maí en slíkt er algengara fyrir norðan. „Það snjóar nægilega mikið til að það sé hægt að mæla snjódýpt á nokkurra ára fresti í Reykjavík í maí. Síðast kom töluverður snjór 2011, 1. maí, þá voru sextán sentimetrar sem er náttúrulega töluvert mikið.“ Vorblíðan virðist ekki vera í kortunum. „Það lítur út fyrir að þetta endist fram á sunnudag þetta kuldakast. Svo sér maður bara ekki með neitt skýrum hætti lengra fram í tímann.“ Haraldur segir kalda loftið yfir landinu komið frá Grænlandi og Kanada þar sem mikill hafís er um þessar mundir og sjórinn kaldur. „Þannig að þó að sólin sé orðin mjög sterk þá dugir það ekki alveg. Það tekur langan tíma að hita sjóinn og bræða ísinn.“ Veður Tengdar fréttir Skúrir og slydduél í kortunum Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. 1. maí 2018 09:24 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Ekki er ólíklegt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni við alhvíta jörð í vikunni að sögn veðurfræðings þar sem kuldi og éljagangur eru í kortunum. Síðast snjóaði með þessum hætti í maí á suðvesturhorninu fyrir sjö árum. Einhverjir ráku líklega upp stór augu í morgun þegar snjór tók að falla á fyrsta degi maímánaðar. Á vestanverðu landinu var nokkur éljagangur í morgun en Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að snjórinn sem settist muni víðast bráðna í sólskininu í dag. Vorið virðist þó ekki á allra næsta leyti. „Horfurnar fram eftir vikunni eru þær að þessi vestanátt haldi bara áfram og verði alls ekki hlýrri heldur en hún er núna og jafnvel kaldari. Þannig að það eru töluverðar líkur á því að menn muni vakna upp einhvern daganna í vikunni við alhvíta jörð,“ segir Haraldur. Snjókoman sem er væntanleg á Vestur- og Suðvesturlandi telst nokkuð sjaldgæf í maí en slíkt er algengara fyrir norðan. „Það snjóar nægilega mikið til að það sé hægt að mæla snjódýpt á nokkurra ára fresti í Reykjavík í maí. Síðast kom töluverður snjór 2011, 1. maí, þá voru sextán sentimetrar sem er náttúrulega töluvert mikið.“ Vorblíðan virðist ekki vera í kortunum. „Það lítur út fyrir að þetta endist fram á sunnudag þetta kuldakast. Svo sér maður bara ekki með neitt skýrum hætti lengra fram í tímann.“ Haraldur segir kalda loftið yfir landinu komið frá Grænlandi og Kanada þar sem mikill hafís er um þessar mundir og sjórinn kaldur. „Þannig að þó að sólin sé orðin mjög sterk þá dugir það ekki alveg. Það tekur langan tíma að hita sjóinn og bræða ísinn.“
Veður Tengdar fréttir Skúrir og slydduél í kortunum Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. 1. maí 2018 09:24 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Skúrir og slydduél í kortunum Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. 1. maí 2018 09:24