Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. maí 2018 06:00 Hótel Borg er eitt af níu hótelum sem Keahótel reka. Vísir/GVA Samkomulag hefur náðst um að Keahótel leigi rekstur Sandhótels í Reykjavík frá og með 1. ágúst næstkomandi. Hótelið er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur í gegnum Fasta, eignarhaldsfélag þeirra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Keahótelkeðjan um nokkurra mánaða skeið haft augastað á rekstri Sandhótels, enda falli rekstur þess vel að öðrum hótelum keðjunnar. Fyrir rekur hótelkeðjan níu hótel. Þar af eru sex í Reykjavík, tvö á Akureyri og eitt við Mývatn. Páll Sigurjónsson, forstjóri Keahótela, segir rekstrarskilyrði hótela vera allt öðruvísi í dag en þau voru fyrir ári. „Þau eru svolítið óvenjuleg og allt öðruvísi en þau voru á sama tíma fyrir ári og síðustu ár,“ segir Páll og bætir við að sérstaklega eigi þetta við um rekstur hótela á landsbyggðinni. „Við erum að horfa upp á eitt lakasta vor síðustu fimm ára eða svo,“ segir hann. Það vanti fleiri hópa sem ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið að koma með um landið.Sandhótel eru í sama húsnæði og Sandholt bakarí og Verslun Guðsteins, sem bæði hafa verið í samfelldum rekstri í yfir 100 ár.vísir/eyþórTalsverður áhugi virðist vera um þessar mundir á samstarfi eða sameiningu hótela.Í apríl var gengið frá kaupum Icelandair hótela á Hótel Öldu við Laugaveg. Hótel Alda verður rekið áfram undir sama nafni. Í fréttatilkynningu um kaupin var haft eftir Magneu Þ. Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hótela, að með kaupunum nái félagið frekari hagkvæmni í rekstri. Keahótel eru þriðja stærsta hótelkeðjan á Íslandi, en velta félagsins var rúmlega 3,1 milljarður króna í fyrra. Stærst á hótelmarkaðnum eru hins vegar Flugleiðahótel, sem reka Icelandair hótel, Hótel Eddu og Hilton Reykjavík Nordica. Velta félagsins var um 10 milljarðar árið 2016. Íslandshótel eru næststærsta keðjan og var velta félagsins 9,9 milljarðar árið 2011 og um 11,2 milljarðar í fyrra. Í skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna, sem kom út í síðasta mánuði, kemur fram að framlegð hagnaðar stórra fyrirtækja sé rúmlega tvisvar sinnum hærri en þeirra sem lítil eru. „Bendir það til þess að fjármögnunar- og annar kostnaður sé hærri sem hlutfall af rekstrartekjum hjá litlum fyrirtækjum en hjá þeim sem stærri eru,“ segir í skýrslunni. Þar kemur líka fram að arðsemi eigna og eiginfjár er einnig mest hjá stórum félögum og minnkar svo eftir því sem fyrirtækið er minna. Enn eru mörg hótel starfandi sem rekin eru sjálfstætt og velta miklu lægri upphæðum en stærstu keðjurnar. Sem dæmi mætti nefna Hótel Klett, sem var með innan við 700 milljónir í tekjur árið 2016, Hótel Óðinsvé, 101 hótel og Hótel Holt. Áfram verða því tækifæri til samvinnu eða sameininga á hótelmarkaðnum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Tengdar fréttir Icelandair hótel kaupa Hótel Öldu við Laugaveg Eftir kaupin eru hótelin í rekstri Icelandair hótela þrettán talsins. 16. apríl 2018 13:11 Tekist á um hvort krónan þjónar almenningi eða auðmönnum Þingmaður Samfylkingarinnar segir íslensku krónuna leika íslensk fyrirtæki grátt og hafa meira að segja um stöðu þeirra en launakostnað. 8. febrúar 2018 17:54 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um að Keahótel leigi rekstur Sandhótels í Reykjavík frá og með 1. ágúst næstkomandi. Hótelið er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur í gegnum Fasta, eignarhaldsfélag þeirra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Keahótelkeðjan um nokkurra mánaða skeið haft augastað á rekstri Sandhótels, enda falli rekstur þess vel að öðrum hótelum keðjunnar. Fyrir rekur hótelkeðjan níu hótel. Þar af eru sex í Reykjavík, tvö á Akureyri og eitt við Mývatn. Páll Sigurjónsson, forstjóri Keahótela, segir rekstrarskilyrði hótela vera allt öðruvísi í dag en þau voru fyrir ári. „Þau eru svolítið óvenjuleg og allt öðruvísi en þau voru á sama tíma fyrir ári og síðustu ár,“ segir Páll og bætir við að sérstaklega eigi þetta við um rekstur hótela á landsbyggðinni. „Við erum að horfa upp á eitt lakasta vor síðustu fimm ára eða svo,“ segir hann. Það vanti fleiri hópa sem ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið að koma með um landið.Sandhótel eru í sama húsnæði og Sandholt bakarí og Verslun Guðsteins, sem bæði hafa verið í samfelldum rekstri í yfir 100 ár.vísir/eyþórTalsverður áhugi virðist vera um þessar mundir á samstarfi eða sameiningu hótela.Í apríl var gengið frá kaupum Icelandair hótela á Hótel Öldu við Laugaveg. Hótel Alda verður rekið áfram undir sama nafni. Í fréttatilkynningu um kaupin var haft eftir Magneu Þ. Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hótela, að með kaupunum nái félagið frekari hagkvæmni í rekstri. Keahótel eru þriðja stærsta hótelkeðjan á Íslandi, en velta félagsins var rúmlega 3,1 milljarður króna í fyrra. Stærst á hótelmarkaðnum eru hins vegar Flugleiðahótel, sem reka Icelandair hótel, Hótel Eddu og Hilton Reykjavík Nordica. Velta félagsins var um 10 milljarðar árið 2016. Íslandshótel eru næststærsta keðjan og var velta félagsins 9,9 milljarðar árið 2011 og um 11,2 milljarðar í fyrra. Í skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna, sem kom út í síðasta mánuði, kemur fram að framlegð hagnaðar stórra fyrirtækja sé rúmlega tvisvar sinnum hærri en þeirra sem lítil eru. „Bendir það til þess að fjármögnunar- og annar kostnaður sé hærri sem hlutfall af rekstrartekjum hjá litlum fyrirtækjum en hjá þeim sem stærri eru,“ segir í skýrslunni. Þar kemur líka fram að arðsemi eigna og eiginfjár er einnig mest hjá stórum félögum og minnkar svo eftir því sem fyrirtækið er minna. Enn eru mörg hótel starfandi sem rekin eru sjálfstætt og velta miklu lægri upphæðum en stærstu keðjurnar. Sem dæmi mætti nefna Hótel Klett, sem var með innan við 700 milljónir í tekjur árið 2016, Hótel Óðinsvé, 101 hótel og Hótel Holt. Áfram verða því tækifæri til samvinnu eða sameininga á hótelmarkaðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Tengdar fréttir Icelandair hótel kaupa Hótel Öldu við Laugaveg Eftir kaupin eru hótelin í rekstri Icelandair hótela þrettán talsins. 16. apríl 2018 13:11 Tekist á um hvort krónan þjónar almenningi eða auðmönnum Þingmaður Samfylkingarinnar segir íslensku krónuna leika íslensk fyrirtæki grátt og hafa meira að segja um stöðu þeirra en launakostnað. 8. febrúar 2018 17:54 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Icelandair hótel kaupa Hótel Öldu við Laugaveg Eftir kaupin eru hótelin í rekstri Icelandair hótela þrettán talsins. 16. apríl 2018 13:11
Tekist á um hvort krónan þjónar almenningi eða auðmönnum Þingmaður Samfylkingarinnar segir íslensku krónuna leika íslensk fyrirtæki grátt og hafa meira að segja um stöðu þeirra en launakostnað. 8. febrúar 2018 17:54
Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45