Getum skapað verðmæti með að fyrirbyggja Eymundur L. Eymundsson skrifar 6. maí 2018 14:14 Ég er fagmanneskja af minni félagsfælni sem mótaði mitt líf frá 12 ára aldri. Ég berst fyrir réttindum barna og ungmenna svo þau fái hjálp strax í æsku með sína vanlíðan. Ég berst fyrir því að ráðamenn og stjórnsýsla hlusti á okkur sem höfum reynslu af því að vera í skóla og líða illa andlega. Á Íslandi lifa 15.000 til 45.000 með félagsfælni árlega. Margir með félagsfælni fela sína vanlíðan alla tíð út af skömm um að vera hafnað af samfélaginu og lítið gert úr. Ég vildi að við sem samfélag, fjölmiðlar og ríki fjalli meira um félagsfælni og bataleiðir. Afleiðingar af félagsfælni eru skelfilegar með miklum skertum lífsgæðum og t.d. um helmingur leitar í vímuefni,verða þunglyndir, einangrast eða falla fyrir eigin hendi. Ég þekki það hvernig var að fela mína vanlíðan þangað til ég var 38 ára út af skömm þar sem ég var hræddur við höfnum og skilningsleysi ef ég segði frá minni líðan. Hvernig á maður að segja frá því sem var ekki rætt hér áður fyrr út af þekkingaleysi. Sem betur lifði ég af sem er ekki sjálfgefið enda með sjálfsvígshugsanir frá 12 ára aldri. Hjálpina fékk ég á verkjasviði á Kristnesi árið 2005 þar sem ég sá bæklinga um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Ég hef unnið vel með góðri hjálp frá góðu fagfólki. Hjálp sem ég hef nýtt með opnum huga þar sem ég þráði að vera þáttakandi í lífinu og lifa án þess að kvíða þvi að fara út úr húsi. Ég hef svo verið að fræða í skólum sem samfélaginu til að auka skilning og hjálpa öðrum að leita sér hjálpar. Ég er nefnilega miklu meira en með geðröskun eins og þau öll sem glíma við félagsfælni. Ég hef klárað 3.skóla og kvíði því ekki að fara út úr húsi á hverjum degi. Ég er manneskja eins og hver annar með tilfinningar og drauma að geta lifað lífinu án þess að vera dæmdur út frá skilningsleysi samfélagsins á félagsfælni.FrumkvöðlastarfÉg er frumkvöðull ásamt ásamt öðrum fagmönnum og fagmanneskjum af sinni geðröskun sem stofnuðum Grófinna geðverndarmiðstöð á Akureyri 10.október 2013. Frumkvöðlastarf sem vinnur eftir valdeflinga og batamódelinu á jafningjagrunni. Frumkvöðlastarfið hefur byggt upp og bjargað mannslífum. Frumkvöðlastarf sem hefur átt gott samstarf við til að mynda Hugarafl, H.A. geðdeild SAK og Vinnumálastofnun. Frumkvöðlastarfið hefur haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið með forvörnum á ýmsan hátt með hópastarfi og vera sýnileg. T.d. hefur geðfræðsluteymi verið starfandi í 4.ár og fer í alla grunnskóla á Akureyri sem nærsveitarfélög auk framhaldsskóla. Geðfræðslan hefur fengið mikið lof fyrir sitt starf og farið víða um land þar sem nemendum og starfsfólki finnst gott að fá reynslusögur frá hjartanum og bataleiðir. Ég er kannski dæmi um að hafa lifað af félagsfælni með skert lífsgæði og feluleik. Það er ekki sjálfgefið en með góðum forvörnum og hjálpa börnum strax í æsku getum við komið í veg fyrir miklar afleiðingar. Með virðingu fyrir öllu fagfólki þá er gott að vinna saman með fagmenneskjum af geðröskunun á jafningjargrunni. Ég vona að ráðamenn sem stjórnsýsla þjóðar átti sig á verðmæti fólks sem hefur gengið dimman dal en lifað af. Ég vil meiri virðingu gagnvart félagsfælni og unnið sé strax með unga fólkinu til að tryggja þeim betri framtíð sem skilar sér í verðmætum fyrir samfélagið! Eymundur L. Eymundsson, ráðgjafi og félagsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Ég er fagmanneskja af minni félagsfælni sem mótaði mitt líf frá 12 ára aldri. Ég berst fyrir réttindum barna og ungmenna svo þau fái hjálp strax í æsku með sína vanlíðan. Ég berst fyrir því að ráðamenn og stjórnsýsla hlusti á okkur sem höfum reynslu af því að vera í skóla og líða illa andlega. Á Íslandi lifa 15.000 til 45.000 með félagsfælni árlega. Margir með félagsfælni fela sína vanlíðan alla tíð út af skömm um að vera hafnað af samfélaginu og lítið gert úr. Ég vildi að við sem samfélag, fjölmiðlar og ríki fjalli meira um félagsfælni og bataleiðir. Afleiðingar af félagsfælni eru skelfilegar með miklum skertum lífsgæðum og t.d. um helmingur leitar í vímuefni,verða þunglyndir, einangrast eða falla fyrir eigin hendi. Ég þekki það hvernig var að fela mína vanlíðan þangað til ég var 38 ára út af skömm þar sem ég var hræddur við höfnum og skilningsleysi ef ég segði frá minni líðan. Hvernig á maður að segja frá því sem var ekki rætt hér áður fyrr út af þekkingaleysi. Sem betur lifði ég af sem er ekki sjálfgefið enda með sjálfsvígshugsanir frá 12 ára aldri. Hjálpina fékk ég á verkjasviði á Kristnesi árið 2005 þar sem ég sá bæklinga um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Ég hef unnið vel með góðri hjálp frá góðu fagfólki. Hjálp sem ég hef nýtt með opnum huga þar sem ég þráði að vera þáttakandi í lífinu og lifa án þess að kvíða þvi að fara út úr húsi. Ég hef svo verið að fræða í skólum sem samfélaginu til að auka skilning og hjálpa öðrum að leita sér hjálpar. Ég er nefnilega miklu meira en með geðröskun eins og þau öll sem glíma við félagsfælni. Ég hef klárað 3.skóla og kvíði því ekki að fara út úr húsi á hverjum degi. Ég er manneskja eins og hver annar með tilfinningar og drauma að geta lifað lífinu án þess að vera dæmdur út frá skilningsleysi samfélagsins á félagsfælni.FrumkvöðlastarfÉg er frumkvöðull ásamt ásamt öðrum fagmönnum og fagmanneskjum af sinni geðröskun sem stofnuðum Grófinna geðverndarmiðstöð á Akureyri 10.október 2013. Frumkvöðlastarf sem vinnur eftir valdeflinga og batamódelinu á jafningjagrunni. Frumkvöðlastarfið hefur byggt upp og bjargað mannslífum. Frumkvöðlastarf sem hefur átt gott samstarf við til að mynda Hugarafl, H.A. geðdeild SAK og Vinnumálastofnun. Frumkvöðlastarfið hefur haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið með forvörnum á ýmsan hátt með hópastarfi og vera sýnileg. T.d. hefur geðfræðsluteymi verið starfandi í 4.ár og fer í alla grunnskóla á Akureyri sem nærsveitarfélög auk framhaldsskóla. Geðfræðslan hefur fengið mikið lof fyrir sitt starf og farið víða um land þar sem nemendum og starfsfólki finnst gott að fá reynslusögur frá hjartanum og bataleiðir. Ég er kannski dæmi um að hafa lifað af félagsfælni með skert lífsgæði og feluleik. Það er ekki sjálfgefið en með góðum forvörnum og hjálpa börnum strax í æsku getum við komið í veg fyrir miklar afleiðingar. Með virðingu fyrir öllu fagfólki þá er gott að vinna saman með fagmenneskjum af geðröskunun á jafningjargrunni. Ég vona að ráðamenn sem stjórnsýsla þjóðar átti sig á verðmæti fólks sem hefur gengið dimman dal en lifað af. Ég vil meiri virðingu gagnvart félagsfælni og unnið sé strax með unga fólkinu til að tryggja þeim betri framtíð sem skilar sér í verðmætum fyrir samfélagið! Eymundur L. Eymundsson, ráðgjafi og félagsliði
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar