Stracta Hótel er til sölu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. maí 2018 06:00 Uppbygggin Stracta Hótels kostaði 1,7 milljarða króna þegar hótelið var opnað árið 2014. Stracta Hótel, sem er alfarið í eigu Hreiðars Hermannssonar, er í söluferli. Hótelið er á Hellu og er með 166 herbergi. Hótelreksturinn og fasteignirnar eru til sölu. Hreiðar segir í samtali við Markaðinn að hann hafi varið miklum tíma í að byggja upp reksturinn, hann sé kominn „á fínan stað“ og því skynsamlegt að huga að sölu. „Stracta Hótel á mikið inni. Það liggur einnig fyrir möguleiki á stækkun upp í 340 herbergi. Slík stækkun er mjög spennandi.“ Hótelið var opnað árið 2014. Hreiðar staðfestir að uppbyggingin á þeim tíma hafi kostað 1,7 milljarða króna. Ólafur Sörli Kristmundsson, framkvæmdastjóri Brandsvik sem annast söluferlið, segir í samtali við Markaðinn að vöxtur Stracta hafi verið mikill frá því að hótelið var opnað. Veltan í fyrra hafi numið tæplega 750 milljónum króna og áætlanir geri ráð fyrir því að veltan verði 850 í ár. Það geri um 13% vöxt. Árið áður hafi vöxturinn numið um 20%. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta hafi verið tæplega 200 milljónir króna í fyrra og áætlað sé að sá hagnaður verði rúmlega 300 milljónir í ár. Nýtingarhlutfallið hafi aukist úr 56% árið 2016 í 65% árið 2017 sem sé í takt við nýtinguna á Suðurlandi. Hreiðar segist reikna með að vöxturinn í ár verði knúinn áfram af auknum umsvifum í veitingasölu, sölu á afþreyingu auk þess sem herbergjum fjölgaði lítillega í ár. „Þetta er ein besta staðsetningin á landinu fyrir hótel. Stór hluti ferðamanna kemur til að sjá náttúruna; fossa, jökla og svartar strendur. Frá Hellu er stutt í helstu náttúruperlur eins og Skógarfoss, Landmannalaugar og Gullfoss og Geysi auk Vestmannaeyja sem heilla alla sem þangað koma. Eftir gengisstyrkingu krónu vilja ferðamenn helst ekki keyra langar vegalengdir til að draga úr kostnaði og nýta tímann betur því þeir dvelja skemur á landinu og við höfum markvisst náð að lengja dvöl okkar gesta frá því við opnuðum,“ segir Hreiðar. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira
Stracta Hótel, sem er alfarið í eigu Hreiðars Hermannssonar, er í söluferli. Hótelið er á Hellu og er með 166 herbergi. Hótelreksturinn og fasteignirnar eru til sölu. Hreiðar segir í samtali við Markaðinn að hann hafi varið miklum tíma í að byggja upp reksturinn, hann sé kominn „á fínan stað“ og því skynsamlegt að huga að sölu. „Stracta Hótel á mikið inni. Það liggur einnig fyrir möguleiki á stækkun upp í 340 herbergi. Slík stækkun er mjög spennandi.“ Hótelið var opnað árið 2014. Hreiðar staðfestir að uppbyggingin á þeim tíma hafi kostað 1,7 milljarða króna. Ólafur Sörli Kristmundsson, framkvæmdastjóri Brandsvik sem annast söluferlið, segir í samtali við Markaðinn að vöxtur Stracta hafi verið mikill frá því að hótelið var opnað. Veltan í fyrra hafi numið tæplega 750 milljónum króna og áætlanir geri ráð fyrir því að veltan verði 850 í ár. Það geri um 13% vöxt. Árið áður hafi vöxturinn numið um 20%. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta hafi verið tæplega 200 milljónir króna í fyrra og áætlað sé að sá hagnaður verði rúmlega 300 milljónir í ár. Nýtingarhlutfallið hafi aukist úr 56% árið 2016 í 65% árið 2017 sem sé í takt við nýtinguna á Suðurlandi. Hreiðar segist reikna með að vöxturinn í ár verði knúinn áfram af auknum umsvifum í veitingasölu, sölu á afþreyingu auk þess sem herbergjum fjölgaði lítillega í ár. „Þetta er ein besta staðsetningin á landinu fyrir hótel. Stór hluti ferðamanna kemur til að sjá náttúruna; fossa, jökla og svartar strendur. Frá Hellu er stutt í helstu náttúruperlur eins og Skógarfoss, Landmannalaugar og Gullfoss og Geysi auk Vestmannaeyja sem heilla alla sem þangað koma. Eftir gengisstyrkingu krónu vilja ferðamenn helst ekki keyra langar vegalengdir til að draga úr kostnaði og nýta tímann betur því þeir dvelja skemur á landinu og við höfum markvisst náð að lengja dvöl okkar gesta frá því við opnuðum,“ segir Hreiðar.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira
Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00