Hafa ekki upplýsingar um umfang skattaundanskota í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 20:21 Skattrannsóknarstjóri býr ekki yfir upplýsingum um umfang þeirra fjármuna sem ríkissjóður verður af vegna skattaundanskota í ferðaþjónustu í gegnum erlendar bókunarsíður. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar óttast um orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi vegna skattaundanskota.Fréttablaðið greindi frá því í gær að færst hafi í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður. Fyrirtækin fái greiðslur inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. Embætti skattrannsóknastjóra býr þó ekki yfir vitneskju um umfang mála af slíkum toga. „Við höfum það ekki og höfum ekki tekið það neitt sérstaklega saman,” segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. Slík mál hafi aftur á móti komið inn á borð embættisins. „Þetta er í sjálfu sér ekkert sem er nýtt fyrir skattayfirvöld eða neitt sem kemur á óvart. Og íslensk skattayfirvöld eru ágætlega sett með það hvernig þau geta brugðist við þessu,” segir Bryndís. Ísland sé aðili að mörgum samningum við önnur ríki sem veiti aðgang og aðstoð við upplýsingaöflun. Bryndís telur aftur á móti að viðurlög við skattalagabrotum vera allt of væg hér á landi.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/skjáskotHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að regluverk, eftirlit og viðurlög verði að taka mið af breytingum sem verði í samfélaginu, til að mynda hvað varðar net- og alþjóðavæðingu. „Það er auðvitað bara skýlaus krafa okkar og fyrirtækja í ferðaþjónustu, þeir sem eru með allt uppi á borðum, að það sitji allir við sama borð,” segir Helga. Sem betur fer séu flestir heiðarlegir í sinni starfsemi að sögn Helgu en mál sem þessi séu ferðaþjónustunni ekki til framdráttar. „Orðsporið skiptir gríðarlega miklu máli.” Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri býr ekki yfir upplýsingum um umfang þeirra fjármuna sem ríkissjóður verður af vegna skattaundanskota í ferðaþjónustu í gegnum erlendar bókunarsíður. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar óttast um orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi vegna skattaundanskota.Fréttablaðið greindi frá því í gær að færst hafi í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður. Fyrirtækin fái greiðslur inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. Embætti skattrannsóknastjóra býr þó ekki yfir vitneskju um umfang mála af slíkum toga. „Við höfum það ekki og höfum ekki tekið það neitt sérstaklega saman,” segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. Slík mál hafi aftur á móti komið inn á borð embættisins. „Þetta er í sjálfu sér ekkert sem er nýtt fyrir skattayfirvöld eða neitt sem kemur á óvart. Og íslensk skattayfirvöld eru ágætlega sett með það hvernig þau geta brugðist við þessu,” segir Bryndís. Ísland sé aðili að mörgum samningum við önnur ríki sem veiti aðgang og aðstoð við upplýsingaöflun. Bryndís telur aftur á móti að viðurlög við skattalagabrotum vera allt of væg hér á landi.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/skjáskotHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að regluverk, eftirlit og viðurlög verði að taka mið af breytingum sem verði í samfélaginu, til að mynda hvað varðar net- og alþjóðavæðingu. „Það er auðvitað bara skýlaus krafa okkar og fyrirtækja í ferðaþjónustu, þeir sem eru með allt uppi á borðum, að það sitji allir við sama borð,” segir Helga. Sem betur fer séu flestir heiðarlegir í sinni starfsemi að sögn Helgu en mál sem þessi séu ferðaþjónustunni ekki til framdráttar. „Orðsporið skiptir gríðarlega miklu máli.”
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00