Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2018 17:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Bandamenn Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem hann ítrekaði við Trump að halda samningnum virkum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun einnig nefna samkomulagið við Trump á fundi þeirra á föstudaginn. Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. Hann hefur sömuleiðis sakað Íran um að styjða við bakið á hryðjuverkasamtökum og að brjóta ítrekað gegn samkomulaginu. Bandalagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið.Samkvæmt umfjöllun Reuters eru helst þrjú atriði sem Trump hefur sett út á. Hann segir samkomulagið ekki koma niður á þróun Írana á langdrægum eldflaugum, að eftirlitsaðilar fái ekki nægilega greiðan aðgang í Íran og að Íran geti að einhverju leyti byrjað að þróa kjarnorkuvopn aftur eftir tíu ár. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur slegið á svipaða strengi og segir mikilvægt að samkomulagið verði ekki fellt niður. Yfirvöld Íran hafa sagt að þau muni framfylgja samkomulaginu svo lengi sem að allir geri það. Muni Trump slíta Bandaríkin frá því muni Íranar „rífa samkomulagið,“ eins og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, orðaði það.President Macron is correct in saying there's no "Plan B" on JCPOA. It's either all or nothing. European leaders should encourage President Trump not just to stay in the nuclear deal, but more importantly to begin implementing his part of the bargain in good faith.— Javad Zarif (@JZarif) April 23, 2018 Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Bandamenn Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem hann ítrekaði við Trump að halda samningnum virkum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun einnig nefna samkomulagið við Trump á fundi þeirra á föstudaginn. Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. Hann hefur sömuleiðis sakað Íran um að styjða við bakið á hryðjuverkasamtökum og að brjóta ítrekað gegn samkomulaginu. Bandalagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið.Samkvæmt umfjöllun Reuters eru helst þrjú atriði sem Trump hefur sett út á. Hann segir samkomulagið ekki koma niður á þróun Írana á langdrægum eldflaugum, að eftirlitsaðilar fái ekki nægilega greiðan aðgang í Íran og að Íran geti að einhverju leyti byrjað að þróa kjarnorkuvopn aftur eftir tíu ár. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur slegið á svipaða strengi og segir mikilvægt að samkomulagið verði ekki fellt niður. Yfirvöld Íran hafa sagt að þau muni framfylgja samkomulaginu svo lengi sem að allir geri það. Muni Trump slíta Bandaríkin frá því muni Íranar „rífa samkomulagið,“ eins og Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, orðaði það.President Macron is correct in saying there's no "Plan B" on JCPOA. It's either all or nothing. European leaders should encourage President Trump not just to stay in the nuclear deal, but more importantly to begin implementing his part of the bargain in good faith.— Javad Zarif (@JZarif) April 23, 2018
Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira